„Við þurfum að geta lifað á laununum okkar“ Máni Snær Þorláksson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 15. febrúar 2023 16:07 Rögnvaldur Helgi Helgason segir stéttina frá stuðning frá almenningi. Vísir Olíubílstjóri hjá Skeljungi segir verkfallið leggjast vel í sig og kollega sína. Stéttin fái stuðning frá almenningi sem klappar þeim á bakið. Rögnvaldur Helgi Helgason, olíubílstjóri hjá Skeljungi, mætti á baráttufund Eflingar í Norðurljósasal Hörpu í dag. Rögnvaldur er einn þeirra 70 olíubílstjóra sem byrjaði í verkfalli á hádegi í dag. Þá hófst einnig verkfall hjá um 500 starfsmönnum Berjaya og Edition hótelanna. Í samtali við fréttastofu segir Rögnvaldur að almennt sé ánægja með verkfallið hjá stéttinni. „Ég held að það séu allir bara jákvæðir fyrir þessu verkfalli, mér heyrist það. Það hefur enginn kvartað,“ segir hann. „Við þurfum að geta lifað á laununum okkar.“ Því hefur verið haldið fram að olíubílstjórar séu hálaunaðir og fái jafnvel tæpa milljón á mánuði í laun. Rögnvaldur segir þó að svo sé ekki. „Ég held að það sé ekki alveg rétt, við erum allavega ekki með þetta sem ég þekki. En það getur verið að einn og einn sé með þetta ef þeir vinna mikið.“ Fáið þið marga yfirvinnutíma á mánuði? „Það er voðalega misjafnt, stundum og stundum ekki. Það fer bara eftir því hvernig ástandið er, hversu mikið er að gera.“ Fá klapp á bakið Aðspurður um það hvernig almenningur hefur brugðist við verkfallinu segir Rögnvaldur að viðbrögðin hafi verið góð. Fólk hafi meira að segja klappað honum á bakið í gær. „Við fáum stuðning. Ég var að setja á bensínstöð í gær, það kom fólk til mín og bara klappaði á bakið á okkur og þakkaði fyrir. Þau voru bara ánægð með að við færum í verkfall. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Bensín og olía Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Rögnvaldur Helgi Helgason, olíubílstjóri hjá Skeljungi, mætti á baráttufund Eflingar í Norðurljósasal Hörpu í dag. Rögnvaldur er einn þeirra 70 olíubílstjóra sem byrjaði í verkfalli á hádegi í dag. Þá hófst einnig verkfall hjá um 500 starfsmönnum Berjaya og Edition hótelanna. Í samtali við fréttastofu segir Rögnvaldur að almennt sé ánægja með verkfallið hjá stéttinni. „Ég held að það séu allir bara jákvæðir fyrir þessu verkfalli, mér heyrist það. Það hefur enginn kvartað,“ segir hann. „Við þurfum að geta lifað á laununum okkar.“ Því hefur verið haldið fram að olíubílstjórar séu hálaunaðir og fái jafnvel tæpa milljón á mánuði í laun. Rögnvaldur segir þó að svo sé ekki. „Ég held að það sé ekki alveg rétt, við erum allavega ekki með þetta sem ég þekki. En það getur verið að einn og einn sé með þetta ef þeir vinna mikið.“ Fáið þið marga yfirvinnutíma á mánuði? „Það er voðalega misjafnt, stundum og stundum ekki. Það fer bara eftir því hvernig ástandið er, hversu mikið er að gera.“ Fá klapp á bakið Aðspurður um það hvernig almenningur hefur brugðist við verkfallinu segir Rögnvaldur að viðbrögðin hafi verið góð. Fólk hafi meira að segja klappað honum á bakið í gær. „Við fáum stuðning. Ég var að setja á bensínstöð í gær, það kom fólk til mín og bara klappaði á bakið á okkur og þakkaði fyrir. Þau voru bara ánægð með að við færum í verkfall.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Bensín og olía Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira