Play tapaði 6,5 milljörðum króna Bjarki Sigurðsson skrifar 15. febrúar 2023 15:53 Birgir Jónsson er forstjóri flugfélagsins Play. Vísir/Arnar Heildartap flugfélagsins Play árið 2022 nemur 6,5 milljörðum króna. Tap sem má rekja til ófærðar á Reykjanesbrautinni í desember er metið á 317 milljónir króna. Heildarfjöldi farþega árið 2022 var 789 þúsund og vonast flugfélagið eftir því að tvöfalda þann fjölda á næsta ári. Ársuppgjör flugfélagsins Play var birt í dag en flugfélagið velti tuttugu milljörðum í fyrra. Afkoma félagsins var neikvæð um 6,5 milljarða króna og tvöfaldast tapið milli ára. Tap sem beintengd er ófærð á Reykjanesbrautinni í desember nemur 317 milljónum króna. „Fjárhagsstaða Play er heilbrigð og það sama má segja um lausafjárstöðu fyrirtækisins. Fyrirtækið var enn rekið með tapi árið 2022 sem var viðbúið í ljósi þess að við erum sprotafyrirtæki í miklum vexti að bæta við flugvélum, áfangastöðum og starfsfólki auk þess sem við höfum verið að kynna nýtt vörumerki á markaði sem kostar bæði tíma og fjármuni. Við sjáum hins vegar skýra og jákvæða þróun sem staðfestir að við erum á réttri leið og munum fljótlega sjá hagnað af fjárfestingunum eftir því sem við verðum sterkari á markaði,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play í tilkynningu. Hlutafé félagsins var nýlega aukið um 2,3 milljarða króna og er handbært og bundið fé félagsins nú 5,2 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfall er 11,6 prósent og hefur félagið engar ytri vaxtaberandi skuldir. Ársuppgjörið verður kynnt í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 16:15. Hægt verður að fylgjast með í fréttinni hér fyrir neðan. Sætanýting árið 2022 var 79,7 prósent og stundvísi 91 prósent. Heildarfjöldi farþega fyrir árið er 789 þúsund og stefnir félagið á að flytja 1,5 til 1,7 milljónir farþega árið 2023. Þá spáir félagið því að það nái rekstrarhagnaði á árinu. „Það er gleðiefni að tilkynna auknar tekjur og sætanýtingu á fjórða ársfjórðungi 2022. Undanfarna mánuði höfum við náð betri sætanýtingu en flest önnur flugfélög sem við berum okkur saman við og á sama tíma mælist stundvísi okkar með því besta sem gerist í heiminum. Flugrekstur á ársfjórðungnum gekk sérlega vel en við flugum með um 250.000 farþega og meðalsætanýting mældist 80,3%. Þessar tölur staðfesta að okkur er tekið fagnandi á markaði sem fyllir okkur öll stolti,“ segir Birgir. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið Íslenskar útgerðir bíða átekta meðan tugir erlendra skipa moka upp loðnu Viðskipti innlent Undirmálslánakreppan aðeins toppurinn á ísjakanum Viðskipti erlent Svana og Davíð til Datera Viðskipti innlent Eyesland áfram með lága verðið Kynningar Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Ársuppgjör flugfélagsins Play var birt í dag en flugfélagið velti tuttugu milljörðum í fyrra. Afkoma félagsins var neikvæð um 6,5 milljarða króna og tvöfaldast tapið milli ára. Tap sem beintengd er ófærð á Reykjanesbrautinni í desember nemur 317 milljónum króna. „Fjárhagsstaða Play er heilbrigð og það sama má segja um lausafjárstöðu fyrirtækisins. Fyrirtækið var enn rekið með tapi árið 2022 sem var viðbúið í ljósi þess að við erum sprotafyrirtæki í miklum vexti að bæta við flugvélum, áfangastöðum og starfsfólki auk þess sem við höfum verið að kynna nýtt vörumerki á markaði sem kostar bæði tíma og fjármuni. Við sjáum hins vegar skýra og jákvæða þróun sem staðfestir að við erum á réttri leið og munum fljótlega sjá hagnað af fjárfestingunum eftir því sem við verðum sterkari á markaði,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play í tilkynningu. Hlutafé félagsins var nýlega aukið um 2,3 milljarða króna og er handbært og bundið fé félagsins nú 5,2 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfall er 11,6 prósent og hefur félagið engar ytri vaxtaberandi skuldir. Ársuppgjörið verður kynnt í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 16:15. Hægt verður að fylgjast með í fréttinni hér fyrir neðan. Sætanýting árið 2022 var 79,7 prósent og stundvísi 91 prósent. Heildarfjöldi farþega fyrir árið er 789 þúsund og stefnir félagið á að flytja 1,5 til 1,7 milljónir farþega árið 2023. Þá spáir félagið því að það nái rekstrarhagnaði á árinu. „Það er gleðiefni að tilkynna auknar tekjur og sætanýtingu á fjórða ársfjórðungi 2022. Undanfarna mánuði höfum við náð betri sætanýtingu en flest önnur flugfélög sem við berum okkur saman við og á sama tíma mælist stundvísi okkar með því besta sem gerist í heiminum. Flugrekstur á ársfjórðungnum gekk sérlega vel en við flugum með um 250.000 farþega og meðalsætanýting mældist 80,3%. Þessar tölur staðfesta að okkur er tekið fagnandi á markaði sem fyllir okkur öll stolti,“ segir Birgir.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið Íslenskar útgerðir bíða átekta meðan tugir erlendra skipa moka upp loðnu Viðskipti innlent Undirmálslánakreppan aðeins toppurinn á ísjakanum Viðskipti erlent Svana og Davíð til Datera Viðskipti innlent Eyesland áfram með lága verðið Kynningar Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira