Umfjöllun: KA - Afturelding 32-35 | Afturelding í Höllina eftir framlengdan spennutrylli Ester Ósk Árnadóttir skrifar 15. febrúar 2023 23:00 Árni Bragi Eyjólfsson var frábær í liði Aftureldingar í kvöld. vísir/hanna Afturelding tryggði sér sæti í undanúrslitum Powerade-bikarsins í handknattleik eftir sigur á KA í framlengdum leik fyrir norðan. Leikurinn var gríðarlega spennandi en Afturelding tryggði sér framlengingu með því að jafna metin þegar um tíu sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma. Í framlengingunni voru gestirnir svo sterkari. Árni Bragi Eyjólfsson var stórkostlegur og skoraði fjögur mörk í framlengingunni. Lokastaðan 35-32 og Mosfellingar því komnir áfram í undanúrslit í Laugardalshöllinni. Spenna, drama og frábær skemmtun eru orðin til að lýsa leiknum. Einar Rafn Eiðsson opnaði leikinn með fyrsta markinu en Blær Hinriksson svaraði að bragði hinum megin á vellinum. Liðin skiptust svo á að skora næstu mínútur eða þar til á sjöundu mínútu að KA skoraði tvö í röð og náðu þar með forskoti sem þeir héldu í lengst af hálfleiknum. Gestirnir virtust ráðavilltir í sóknarleiknum og áttu í fullu fangi með mjög ferska vörn heimamanna. Þá átti Nicholas Satchwell stórleik í marki KA og varði hvert dauðafærið á fætur öðru. KA komst mest fjórum mörkum yfir í stöðunni 9 – 5 á sautjándu mínútu, þó munaði yfirleitt tveimur til þremur mörkum á liðunum. Þegar um fjórar mínútur lifðu hálfleiksins varð algjört hrun í leik heimamanna og gestirnir gengu á lagið. KA tapaði fjórum boltum í röð á jafnmörgum mínútum og þegar liðin gengu til búningsklefa var staðan jöfn 11 - 11. Seinni hálfleikur átti heldur betur eftir að standa undir væntingum, sveiflukenndur og ekki fyrir hjartveika. Gestirnir byrjuðu hálfleikinn betur og skoruðu fyrstu tvö mörkin og leiddu til að byrja með. KA komst svo yfir þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum 20 - 19. Eftir það var leikurinn í algjörum járnum og jafnt á öllum tölum næstu tíu mínúturnar. Þegar rúmar tíu mínútur voru eftir náðu heimamenn góðu áhlaupi og voru komnir í vænlega stöðu 23 - 20. Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingu tók þá leikhlé sem átti eftir að svínvirka en liðið skoraði næstu fjögur mörk og komu stöðunni í 24 - 23. Árni Bragi Eyjólfsson skoraði þrjú af þessum fjórum mörkum og átti heldur betur eftir að vera örlagavaldur leiksins. Þegar um 40 sekúndur voru eftir af leiknum var staðan 24 - 24. KA í sókn en þó komnir í algjört öngþveiti. Jónatan Magnússon tók þá leikhlé á hárréttum tíma og dómarinn benti KA mönnum á að þeir ættu tvær sendingar eftir. KA stillti upp fyrir Ólaf Gústafsson sem skorar úr þröngri stöðu. Gestirnir höfðu þá 28 sekúndur til að ná inn í jöfnunarmarki, Gunnar Magnússon tók leikhlé og spennan áþreifanleg í KA heimilinu. Igor Kopishinsky fór inn úr horninu og jafnaði leikinn þegar aðeins 10 sekúndur voru eftir. KA náði ekki inn marki í lokin og því ljóst að þessi spennuleikur myndi halda áfram næstu 10 mínúturnar. Framlenging hófst eins og leikurinn hafði endað, liðin skiptust á að skora. Um miðbik framlengingunar fékk Ragnar Snær Njálsson varnarmaður KA sína þriðju brottvísun og þar með rautt spjald í stöðunni 28 - 27. Ljóst að stór skarð var skorið í vörn KA manna og má segja að gestirnir hafi gengið á lagið en þeir skoruðu næstu þrjú mörk og komu leiknum í 28 - 30. KA menn reyndu að saxa á forskotið en það gekk ekki og endaði leikurinn á þriggja marka sigri Aftureldingar, 32 - 35. Gestirnir fögnuðu að vonum gríðarlega eftir leikinn. Afhverju vann Afturelding? Þeir voru sterkari á lokakaflanum. Það munar um minna að hafa einn Árna Braga Eyjólfsson í liðinu sem skoraði 9 mörk í heildina þar af fjögur þeirra í framlengingunni. Hverjar stóðu upp úr? Árni Bragi Eyjólfsson hefur margsinnis átt svona frábæran leik í KA heimilinu eins og hann átti í kvöld en var þá alltaf í gulu og bláu skyrtunni. Svo var ekki í kvöld og fengu heimamenn að kynnast því að spila á móti Árna Braga þegar hann er á eldi og það er ekki einfalt mál. Árni Bragi var einfaldlega örlagavaldur þessa leiks með níu mörk þar af eins og áður hefur komið fram fjögur í framlengingunni. Igor Kopishinsky var góður í horninu hjá Aftureldingu, skoraði sjö mörk þar af markið mikilvæga sem jafnaði leikinn þegar 10 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma. Ólafur Gústafsson var frábær í liði KA og skoraði átta mörk ásamt því að vera lykilmaður í hjarta varnarinnar sem var lengst af mjög góð hjá KA mönnum. Nicholas Satchwell átti góðan leik og var framan af að gera Aftureldingarmönnum lífið leitt með frábærum markvörslum. Hvað gekk illa? Afturelding var í basli sóknarlega framan af fyrri hálfleik en það virtist ekki koma að sök að lokum. KA menn fóru illa að ráði sínu í lok fyrri hálfleiks þegar þeir voru með þriggja marka forystu en misstu það niður eftir að hafa tapað boltanum fjórum sinnum á jafn mörgum mínútum, frekar súrt fyrir þá því vörn og markvarsla var frábær lengst af leiksins. Það varð svo annar svipaður kafli í seinni hálfleik þegar þeir misstu niður þriggja marka forystu og fengu á sig fjórða markið áður en þeir komu boltanum í netið. Hvað gerist næst? Afturelding er á leið í bikarhelgina en KA menn sitja eftir með sárt ennið og munu hér eftir einbeita sér að deildinni. Afturelding þarf þó í millitíðinni að spila í deild. Powerade-bikarinn KA Afturelding
Afturelding tryggði sér sæti í undanúrslitum Powerade-bikarsins í handknattleik eftir sigur á KA í framlengdum leik fyrir norðan. Leikurinn var gríðarlega spennandi en Afturelding tryggði sér framlengingu með því að jafna metin þegar um tíu sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma. Í framlengingunni voru gestirnir svo sterkari. Árni Bragi Eyjólfsson var stórkostlegur og skoraði fjögur mörk í framlengingunni. Lokastaðan 35-32 og Mosfellingar því komnir áfram í undanúrslit í Laugardalshöllinni. Spenna, drama og frábær skemmtun eru orðin til að lýsa leiknum. Einar Rafn Eiðsson opnaði leikinn með fyrsta markinu en Blær Hinriksson svaraði að bragði hinum megin á vellinum. Liðin skiptust svo á að skora næstu mínútur eða þar til á sjöundu mínútu að KA skoraði tvö í röð og náðu þar með forskoti sem þeir héldu í lengst af hálfleiknum. Gestirnir virtust ráðavilltir í sóknarleiknum og áttu í fullu fangi með mjög ferska vörn heimamanna. Þá átti Nicholas Satchwell stórleik í marki KA og varði hvert dauðafærið á fætur öðru. KA komst mest fjórum mörkum yfir í stöðunni 9 – 5 á sautjándu mínútu, þó munaði yfirleitt tveimur til þremur mörkum á liðunum. Þegar um fjórar mínútur lifðu hálfleiksins varð algjört hrun í leik heimamanna og gestirnir gengu á lagið. KA tapaði fjórum boltum í röð á jafnmörgum mínútum og þegar liðin gengu til búningsklefa var staðan jöfn 11 - 11. Seinni hálfleikur átti heldur betur eftir að standa undir væntingum, sveiflukenndur og ekki fyrir hjartveika. Gestirnir byrjuðu hálfleikinn betur og skoruðu fyrstu tvö mörkin og leiddu til að byrja með. KA komst svo yfir þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum 20 - 19. Eftir það var leikurinn í algjörum járnum og jafnt á öllum tölum næstu tíu mínúturnar. Þegar rúmar tíu mínútur voru eftir náðu heimamenn góðu áhlaupi og voru komnir í vænlega stöðu 23 - 20. Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingu tók þá leikhlé sem átti eftir að svínvirka en liðið skoraði næstu fjögur mörk og komu stöðunni í 24 - 23. Árni Bragi Eyjólfsson skoraði þrjú af þessum fjórum mörkum og átti heldur betur eftir að vera örlagavaldur leiksins. Þegar um 40 sekúndur voru eftir af leiknum var staðan 24 - 24. KA í sókn en þó komnir í algjört öngþveiti. Jónatan Magnússon tók þá leikhlé á hárréttum tíma og dómarinn benti KA mönnum á að þeir ættu tvær sendingar eftir. KA stillti upp fyrir Ólaf Gústafsson sem skorar úr þröngri stöðu. Gestirnir höfðu þá 28 sekúndur til að ná inn í jöfnunarmarki, Gunnar Magnússon tók leikhlé og spennan áþreifanleg í KA heimilinu. Igor Kopishinsky fór inn úr horninu og jafnaði leikinn þegar aðeins 10 sekúndur voru eftir. KA náði ekki inn marki í lokin og því ljóst að þessi spennuleikur myndi halda áfram næstu 10 mínúturnar. Framlenging hófst eins og leikurinn hafði endað, liðin skiptust á að skora. Um miðbik framlengingunar fékk Ragnar Snær Njálsson varnarmaður KA sína þriðju brottvísun og þar með rautt spjald í stöðunni 28 - 27. Ljóst að stór skarð var skorið í vörn KA manna og má segja að gestirnir hafi gengið á lagið en þeir skoruðu næstu þrjú mörk og komu leiknum í 28 - 30. KA menn reyndu að saxa á forskotið en það gekk ekki og endaði leikurinn á þriggja marka sigri Aftureldingar, 32 - 35. Gestirnir fögnuðu að vonum gríðarlega eftir leikinn. Afhverju vann Afturelding? Þeir voru sterkari á lokakaflanum. Það munar um minna að hafa einn Árna Braga Eyjólfsson í liðinu sem skoraði 9 mörk í heildina þar af fjögur þeirra í framlengingunni. Hverjar stóðu upp úr? Árni Bragi Eyjólfsson hefur margsinnis átt svona frábæran leik í KA heimilinu eins og hann átti í kvöld en var þá alltaf í gulu og bláu skyrtunni. Svo var ekki í kvöld og fengu heimamenn að kynnast því að spila á móti Árna Braga þegar hann er á eldi og það er ekki einfalt mál. Árni Bragi var einfaldlega örlagavaldur þessa leiks með níu mörk þar af eins og áður hefur komið fram fjögur í framlengingunni. Igor Kopishinsky var góður í horninu hjá Aftureldingu, skoraði sjö mörk þar af markið mikilvæga sem jafnaði leikinn þegar 10 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma. Ólafur Gústafsson var frábær í liði KA og skoraði átta mörk ásamt því að vera lykilmaður í hjarta varnarinnar sem var lengst af mjög góð hjá KA mönnum. Nicholas Satchwell átti góðan leik og var framan af að gera Aftureldingarmönnum lífið leitt með frábærum markvörslum. Hvað gekk illa? Afturelding var í basli sóknarlega framan af fyrri hálfleik en það virtist ekki koma að sök að lokum. KA menn fóru illa að ráði sínu í lok fyrri hálfleiks þegar þeir voru með þriggja marka forystu en misstu það niður eftir að hafa tapað boltanum fjórum sinnum á jafn mörgum mínútum, frekar súrt fyrir þá því vörn og markvarsla var frábær lengst af leiksins. Það varð svo annar svipaður kafli í seinni hálfleik þegar þeir misstu niður þriggja marka forystu og fengu á sig fjórða markið áður en þeir komu boltanum í netið. Hvað gerist næst? Afturelding er á leið í bikarhelgina en KA menn sitja eftir með sárt ennið og munu hér eftir einbeita sér að deildinni. Afturelding þarf þó í millitíðinni að spila í deild.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti