Flutningur á lyfjum og mat gæti stöðvast vegna verkfalla Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. febrúar 2023 12:31 Sigurjón hefur þungar áhyggjur af stöðunni. samsett/Vísir Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu deilir þungum áhyggjum með forstjórum hjúkrunarheimila af verkfalli olíubílstjóra sem hefst á morgun. Flutningur á mat og lyfjum gæti skerst verulega sem hefði gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir viðkvæmasta hóp samfélagsins. Forstjóri Skeljungs og framkvæmdastjóri Olís hafa báðir sagt að eftir að verkföll hefjast taki það ekki marga daga fyrir eldsneytið að klárast. Áhrifin gríðarleg og alvarleg Sigurjón Norberg Kjærnested, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu hefur miklar áhyggjur af afleiðingum verkfallsins sem yrðu miklar á Hjúkrunarheimilum og öðrum velferðarfyrirtækjum landsins. Starfsfólk gæti átt erfitt með að komast til og frá vinnu og flutningur á mat, lyfjum og öðrum rekstrarvörum til stofnanna og fyrirtækja gæti raskast verulega. „Við höfum áhyggjur af því að flutningur á skjólstæðingum, þjónustu okkar til og frá dagþjálfun t.d. eða velferðarfyrirtækjum skerðist eða stöðvist,“ segir Sigurjón. Auk þess sem flutningur til og frá sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum gæti raskast. „Þannig að áhrifin á okkar aðildarfélög eru gríðarleg og alvarleg.“ Þurfa undanþágu Hann segir að forstjórar Hjúkrunarheimila og annarra velferðarstofnanna hafi þungar áhyggjur. „Við höfum mjög miklar áhyggjur já. Það er alveg ljóst að starfsemi okkar aðildarfyrirtækja gengur ekki lengi undir þessum aðstæðum ekki nema að það komist á mjög gott fyrirkomulag varðandi undanþágur til að okkar starfsemi geti gengið að fullu áfram.“ Forsvarsmenn samtakanna hafa sótt um undanþágu frá verkfallsaðgerðum og segist Sigurjón vongóður um að Efling taki vel í þær beiðnir. „Svo við getum haldið áfram fullri þjónustu við okkar heimilisfólk og okkar skjólstæðinga vegna þess að hjá okkur er stór meirihluti legurýma landsins og við erum að þjónusta viðkvæmustu einstaklinga íslensks samfélags þannig það er mjög mikilvægt að við náum góðri niðurstöðu þar.“ Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Lyf Hjúkrunarheimili Bensín og olía Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Forstjóri Skeljungs og framkvæmdastjóri Olís hafa báðir sagt að eftir að verkföll hefjast taki það ekki marga daga fyrir eldsneytið að klárast. Áhrifin gríðarleg og alvarleg Sigurjón Norberg Kjærnested, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu hefur miklar áhyggjur af afleiðingum verkfallsins sem yrðu miklar á Hjúkrunarheimilum og öðrum velferðarfyrirtækjum landsins. Starfsfólk gæti átt erfitt með að komast til og frá vinnu og flutningur á mat, lyfjum og öðrum rekstrarvörum til stofnanna og fyrirtækja gæti raskast verulega. „Við höfum áhyggjur af því að flutningur á skjólstæðingum, þjónustu okkar til og frá dagþjálfun t.d. eða velferðarfyrirtækjum skerðist eða stöðvist,“ segir Sigurjón. Auk þess sem flutningur til og frá sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum gæti raskast. „Þannig að áhrifin á okkar aðildarfélög eru gríðarleg og alvarleg.“ Þurfa undanþágu Hann segir að forstjórar Hjúkrunarheimila og annarra velferðarstofnanna hafi þungar áhyggjur. „Við höfum mjög miklar áhyggjur já. Það er alveg ljóst að starfsemi okkar aðildarfyrirtækja gengur ekki lengi undir þessum aðstæðum ekki nema að það komist á mjög gott fyrirkomulag varðandi undanþágur til að okkar starfsemi geti gengið að fullu áfram.“ Forsvarsmenn samtakanna hafa sótt um undanþágu frá verkfallsaðgerðum og segist Sigurjón vongóður um að Efling taki vel í þær beiðnir. „Svo við getum haldið áfram fullri þjónustu við okkar heimilisfólk og okkar skjólstæðinga vegna þess að hjá okkur er stór meirihluti legurýma landsins og við erum að þjónusta viðkvæmustu einstaklinga íslensks samfélags þannig það er mjög mikilvægt að við náum góðri niðurstöðu þar.“
Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Lyf Hjúkrunarheimili Bensín og olía Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira