Þorgerður Katrín endurkjörinn formaður og Sigmar ritari Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. febrúar 2023 18:55 Daði Már Kristófersson, varaformaður, Þorgerður Katrín formaður og Sigmar Guðmundsson ritari Viðreisnar. viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur verið endurkjörin formaður Viðreisnar og Daði Már Kristófersson var kjörinn varaformaður. Sigmar Guðmundsson var kjörinn í nýtt forystuembætti ritara. Kosið var í stjórn Viðreisnar á landsþingi félagsins á Reykjavík Natura Hótel í dag. Auk fyrrgreindra embætta var kosið í fjögurra manna stjórn og fimm manna málefnaráð. Í stefnuræðu sinni sagði Þorgerður Katrín að sífellt færri fylgi stjórn stjórnmálaflokkum í blindni en fleiri tali gegn samþjöppun valds sem „gömlu flokkarnir“ standa vörð um. Hún vill að misnotkun vímugjafa verði hreint og beint heilbrigðismál. Ræða Þorgerðar í heild sinni: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=mYZjSk9dgJg">watch on YouTube</a> Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi, sem kjörinn var í embætti ritara kveðst þakklátur fyrir traustið. „Ég hef óbilandi trú á að það séu mikil tækifæri til staðar í íslensku samfélagi fyrir frjálslyndan flokk eins og okkar. Ekki síst núna þegar fjölskyldur og fyrirtæki finna illa fyrir því að það er ekki heppilegt að vera á myntsvæði sem telur jafn margt fólk og býr í borginni Wuppertal í Þýskalandi,“ er haft eftir Sigmari á vef Viðreisnar. Tveir gáfu kost á sér í kjöri til varaformanns, Daði Már Kristófersson varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður og Erlingur Sigvaldason, forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Daði Már var eins og áður segir endurkjörinn varaformaður. Til stjórnarsetu voru kjörin Jón Steindór Valdimarsson, Thomas Möller, Sara Dögg Svanhildardóttir og Elín Anna Gísladóttir. Varamenn í stjórn voru kjörin Natan Kolbeinsson og Kamma Thordarson. Nýkjörin stjórn Viðreisnar.viðreisn Málefnaráð Viðreisnar skipa, að loknum landsþingi, Pawel Bartoszek, Eyþór Eðvarðsson, Hildur Bettý Kristjánsdóttir, Lilja G. Karlsdóttir, Oddný Arnarsdóttir og Friðrik Sigurðsson. Til vara voru kjörnir Máni Þór Magnason og Þröstur V. Söring. Forysta, stjórn og málefnaráð eru kjörin til tveggja ára í senn og munu því gegna sínum störfum fram að næsta landsþingi sem verður haldið 2025. Viðreisn Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Kosið var í stjórn Viðreisnar á landsþingi félagsins á Reykjavík Natura Hótel í dag. Auk fyrrgreindra embætta var kosið í fjögurra manna stjórn og fimm manna málefnaráð. Í stefnuræðu sinni sagði Þorgerður Katrín að sífellt færri fylgi stjórn stjórnmálaflokkum í blindni en fleiri tali gegn samþjöppun valds sem „gömlu flokkarnir“ standa vörð um. Hún vill að misnotkun vímugjafa verði hreint og beint heilbrigðismál. Ræða Þorgerðar í heild sinni: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=mYZjSk9dgJg">watch on YouTube</a> Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi, sem kjörinn var í embætti ritara kveðst þakklátur fyrir traustið. „Ég hef óbilandi trú á að það séu mikil tækifæri til staðar í íslensku samfélagi fyrir frjálslyndan flokk eins og okkar. Ekki síst núna þegar fjölskyldur og fyrirtæki finna illa fyrir því að það er ekki heppilegt að vera á myntsvæði sem telur jafn margt fólk og býr í borginni Wuppertal í Þýskalandi,“ er haft eftir Sigmari á vef Viðreisnar. Tveir gáfu kost á sér í kjöri til varaformanns, Daði Már Kristófersson varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður og Erlingur Sigvaldason, forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Daði Már var eins og áður segir endurkjörinn varaformaður. Til stjórnarsetu voru kjörin Jón Steindór Valdimarsson, Thomas Möller, Sara Dögg Svanhildardóttir og Elín Anna Gísladóttir. Varamenn í stjórn voru kjörin Natan Kolbeinsson og Kamma Thordarson. Nýkjörin stjórn Viðreisnar.viðreisn Málefnaráð Viðreisnar skipa, að loknum landsþingi, Pawel Bartoszek, Eyþór Eðvarðsson, Hildur Bettý Kristjánsdóttir, Lilja G. Karlsdóttir, Oddný Arnarsdóttir og Friðrik Sigurðsson. Til vara voru kjörnir Máni Þór Magnason og Þröstur V. Söring. Forysta, stjórn og málefnaráð eru kjörin til tveggja ára í senn og munu því gegna sínum störfum fram að næsta landsþingi sem verður haldið 2025.
Viðreisn Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira