Björgvin brunaði á bráðamóttökuna: „Sé bara ofan í höndina á mér“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. febrúar 2023 23:31 Björgvin Páll varð fyrir óheppilegum meiðslum á hönd í gær. Hann mun spila með sauma í höndinni í komandi leik, gegn læknisráði. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Björgvin Páll Gústavsson var illa útleikinn eftir sigur Vals á KA í Olís-deild karla í gærkvöld og þurfti að sauma fingrakjúku hans saman á sjúkrahúsi. Það kom sér vel að leiknum var flýtt, líkt og Björgvin hafði kallað eftir fyrr um daginn, þar sem hann gat brunað á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir flug Valsmanna suður. Björgvin Páll lét óánægju sína í ljós á samfélagsmiðlinum Twitter í gær með þá ákvörðun KA og HSÍ að vilja ekki flýta leiknum - svo Valsmenn gætu flogið aftur suður beint eftir leik. Úr varð mikið yfirlýsingaflaum sitt á hvað, en lendingin varð að endingu sú að leiknum var flýtt og Valsmenn gátu flogið rakleiðis suðureftir. „Maður mætti þarna aðeins snemma til þess að spjalla við fólkið í kringum félagið. Þetta hefur ekkert með KA að gera, það er yndislegt félag sem ég held mikið upp á,“ segir Björgvin Páll. „Þetta er kannski sorglegt líka því að KA og önnur félög utan af landi lenda einmitt í þessari aðstöðu mjög oft og sjaldan er tekið tillit til þeirra í þessari aðstöðu,“ Svo það eru ekki nein særindi eða neitt slíkt eftir orðin sem látin voru falla í gær? „Nei, alls ekki. Ég á nú allt of marga vini þarna til þess að vera í einhverjum særindum. Ég kannski hefði þurft að vera eftir til að slökkva nokkra elda þarna undir restina,“ segir Björgvin og brosir við. Aldrei lent í slíku áður Valur vann leikinn 36-32 og eru nú með tíu stiga forskot á toppi deildarinnar. Björgvin meiddist hins vegar snemma leiks og hans skrautlega degi langt í frá lokið. Hann brunaði beinustu leið á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir flug Valsara og þurfti að fá sauma í höndina. „Ég fæ skot í puttann, eitthvað mjög skringilegt skot, sem ég hef aldrei lent í áður og það rifnar á milli fingranna. Ég fæ svona stórt gat og sé bara ofan í höndina á mér, öll liðböndin og draslið,“ „Ég þurfti svo bara að láta sauma fyrir þetta þegar ég kom á Slysó í gær,“ segir Björgvin Páll. Hundsar læknisráð vegna stórleiks Þrátt fyrir læknisráð um annað segist Björgvin ekki geta látið þetta koma í veg fyrir þátttöku sína í afar mikilvægum leik Vals við Benidorm í Evrópudeildinni á þriðjudaginn. Hann æfi ekki þangað til en muni þar spila með saumana í höndinni. „Ég gef mér þessa tvo til þrjá daga á milli til að slaka á og gefa þessu smá pásu. Læknirinn vildi nú meina að ég þyrfti aðeins meiri pásu heldur en tvo til þrjá daga fyrir svona saum að gróa,“ segir Björgvin Páll. „En hjúkkan var fljót að segja að ég væri þannig gaur að ég hlýddi nú aldrei, þannig að það þýðir ekkert að segja mér til. Ég fékk svo bara ráðleggingar frá þeim hvernig ég ætti teipa þetta og loka þessu þegar í leikinn er komið,“ „Þetta stoppar mig ekkert frá því að taka þátt í þessu frábæra verkefni sem fram undan er á móti Benidorm.“ sagði Björgvin Páll að endingu. Leikur Vals og Benidorm er klukkan 19:30 á þriðjudaginn kemur. Hann verður líkt og aðrir leikir Vals í Evrópu í beinni á Stöð 2 Sport. Valur Olís-deild karla Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Sjá meira
Björgvin Páll lét óánægju sína í ljós á samfélagsmiðlinum Twitter í gær með þá ákvörðun KA og HSÍ að vilja ekki flýta leiknum - svo Valsmenn gætu flogið aftur suður beint eftir leik. Úr varð mikið yfirlýsingaflaum sitt á hvað, en lendingin varð að endingu sú að leiknum var flýtt og Valsmenn gátu flogið rakleiðis suðureftir. „Maður mætti þarna aðeins snemma til þess að spjalla við fólkið í kringum félagið. Þetta hefur ekkert með KA að gera, það er yndislegt félag sem ég held mikið upp á,“ segir Björgvin Páll. „Þetta er kannski sorglegt líka því að KA og önnur félög utan af landi lenda einmitt í þessari aðstöðu mjög oft og sjaldan er tekið tillit til þeirra í þessari aðstöðu,“ Svo það eru ekki nein særindi eða neitt slíkt eftir orðin sem látin voru falla í gær? „Nei, alls ekki. Ég á nú allt of marga vini þarna til þess að vera í einhverjum særindum. Ég kannski hefði þurft að vera eftir til að slökkva nokkra elda þarna undir restina,“ segir Björgvin og brosir við. Aldrei lent í slíku áður Valur vann leikinn 36-32 og eru nú með tíu stiga forskot á toppi deildarinnar. Björgvin meiddist hins vegar snemma leiks og hans skrautlega degi langt í frá lokið. Hann brunaði beinustu leið á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir flug Valsara og þurfti að fá sauma í höndina. „Ég fæ skot í puttann, eitthvað mjög skringilegt skot, sem ég hef aldrei lent í áður og það rifnar á milli fingranna. Ég fæ svona stórt gat og sé bara ofan í höndina á mér, öll liðböndin og draslið,“ „Ég þurfti svo bara að láta sauma fyrir þetta þegar ég kom á Slysó í gær,“ segir Björgvin Páll. Hundsar læknisráð vegna stórleiks Þrátt fyrir læknisráð um annað segist Björgvin ekki geta látið þetta koma í veg fyrir þátttöku sína í afar mikilvægum leik Vals við Benidorm í Evrópudeildinni á þriðjudaginn. Hann æfi ekki þangað til en muni þar spila með saumana í höndinni. „Ég gef mér þessa tvo til þrjá daga á milli til að slaka á og gefa þessu smá pásu. Læknirinn vildi nú meina að ég þyrfti aðeins meiri pásu heldur en tvo til þrjá daga fyrir svona saum að gróa,“ segir Björgvin Páll. „En hjúkkan var fljót að segja að ég væri þannig gaur að ég hlýddi nú aldrei, þannig að það þýðir ekkert að segja mér til. Ég fékk svo bara ráðleggingar frá þeim hvernig ég ætti teipa þetta og loka þessu þegar í leikinn er komið,“ „Þetta stoppar mig ekkert frá því að taka þátt í þessu frábæra verkefni sem fram undan er á móti Benidorm.“ sagði Björgvin Páll að endingu. Leikur Vals og Benidorm er klukkan 19:30 á þriðjudaginn kemur. Hann verður líkt og aðrir leikir Vals í Evrópu í beinni á Stöð 2 Sport.
Valur Olís-deild karla Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Sjá meira