Til hamingju með dag íslensks táknmáls! Kristín Lena Þorvaldsdóttir skrifar 11. febrúar 2023 11:01 Íslenskt táknmál er annað tveggja tungumála sem fjallað er um í lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61/2011. Íslenskt táknmál er jafnrétthátt íslensku til tjáningar og samskipta og óheimilt er að mismuna fólki eftir því hvort málið það notar (2. mgr., 13. gr.). Íslenskt táknmál er fyrsta mál um 250-300 manns hér á landi. Töluvert fleira fólk, um 1.000-1.500, talar íslenskt táknmál sem annað mál s.s. í samskiptum sínum við fjölskyldumeðlimi, vini, samstarfsfélaga og viðskiptavini. Íslenskt táknmál er minnihlutamál hér á landi og er það bæði ólíkt íslensku, nágrannamáli sínu, og erlendum táknmálum. Samkvæmt fyrrgreindum lögum skal hver sá sem þörf hefur fyrir táknmál eiga þess kost að læra íslenskt táknmál, jafnskjótt sem máltaka hefst eða frá þeim tíma sem heyrnarleysi, heyrnarskerðing eða samþætt sjón- og heyrnarskerðing greinist. Sama rétt eiga nánustu aðstandendur (2. mgr., 3. gr.). Allt fólk sem greinist með heyrnarskerðingu, allt frá ungabörnum til gamalmenna, skal eiga þess kost að læra íslenskt táknmál. Sá réttur er óháður því hversu mikil heyrnarskerðingin kann að vera eða hvenær hún greinist og óháð því hvort fólk hafi annað mál sem sitt fyrsta mál. Þá eiga börn, foreldrar, systkini, makar og aðrir nánir aðstandendur táknmálsbarna og annars táknmálsfólks sama rétt, óháð því hvert fyrsta mál þeirra er. Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra er málstöð íslensks táknmáls og heyrir undir Menningar- og viðskiptaráðuneyti. Samskiptamiðstöð hefur m.a. það hlutverk að kenna íslenskt táknmál. Allt það fólk sem hér að ofan er talið getur leitað til stofnunarinnar eftir táknmálskennslu á ýmsum færnistigum. Þá getur áhugasamur almenningur einnig lært íslenskt táknmál á stofnuninni. Á Samskiptamiðstöð eru einnig stundaðar rannsóknir á íslensku táknmáli, í samstarfi við Háskóla Íslands og erlenda fræðimenn og veitt er táknmálsráðgjöf til einstaklinga og fjölskyldna. Þegar fólk, bæði börn og fullorðnir, hefur náð tökum á íslensku táknmáli getur það nýtt sér túlkaþjónustu stofnunarinnar þar sem túlkað er á milli íslensku og íslensks táknmáls. Íslenskt táknmál, sem annað mál, er einnig kennt sem valfag við fáeina grunn- og framhaldsskóla og í námsgreininni táknmálsfræði og táknmálstúlkun við Háskóla Íslands. Táknmálskennarar Samskiptamiðstöðvar sinna þeirri kennslu að miklu leyti. Þá eru táknmálssvið bæði við Leikskólann Sólborg og Hlíðaskóla í Reykjavík þar sem táknmálsfólk starfar í málumhverfi táknmálsbarna. Ýmis tungumál, bæði raddmál og táknmál, eru töluð hér á landi. Flest þeirra eiga uppruna sinn í stórum málsamfélögum í öðrum löndum heimsins. Íslenskt táknmál er eina hefðbundna minnihlutamálið á Íslandi, þ.e. það á uppruna sinn á Íslandi og er annað tveggja lögvarinna tungumála hér á landi. Íslenskt táknmál á hins vegar undir högg að sækja. Málið er í útrýmingarhættu, m.a. vegna þess að þekking á mikilvægi þess í máluppeldi og menntun heyrnarskertra barna og barna táknmálsfólks er takmörkuð og börnin eru ítrekað svipt rétti sínum til þess að læra íslenskt táknmál á máltökualdri og því að læra málið sem sitt fyrsta mál á skólagöngu sinni. Á undanförnum árum hefur íslenskt samfélag orðið meðvitaðra um stöðu íslenskrar tungu og þá hættu sem að því tungumáli steðjar vegna aukinnar notkunar ensku víða í samfélaginu og samhliða hraðri tækniþróun sem byggir á enskri máltækni. Í Íslandi í dag 27. október sl. sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra það menningarlegt stórslys ef íslenska dæi út, ekki aðeins fyrir Íslendinga heldur heiminn allan. Íslenskt táknmál og sú menning sem er samofin því máli eru einnig menningarverðmæti þessarar þjóðar. Það væri að mínu mati einnig menningarlegt stórslys ef íslenskt táknmál dæi út, ekki aðeins fyrir táknmálsamfélagið á Íslandi, heldur Íslendinga alla og heiminn. Dagurinn í dag, 11. febrúar er hátíðisdagur í táknmálssamfélaginu á Íslandi. Fólk sem tilheyrir ekki táknmálssamfélaginu ætti samt sem áður að geta séð ástæðu til að fagna þessum degi, því hann minnir okkur á þau menningarverðmæti sem felast í tungumálum og mikilvægi þess að varðveita þau sem slík. Höfundur er forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Táknmál Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt táknmál er annað tveggja tungumála sem fjallað er um í lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61/2011. Íslenskt táknmál er jafnrétthátt íslensku til tjáningar og samskipta og óheimilt er að mismuna fólki eftir því hvort málið það notar (2. mgr., 13. gr.). Íslenskt táknmál er fyrsta mál um 250-300 manns hér á landi. Töluvert fleira fólk, um 1.000-1.500, talar íslenskt táknmál sem annað mál s.s. í samskiptum sínum við fjölskyldumeðlimi, vini, samstarfsfélaga og viðskiptavini. Íslenskt táknmál er minnihlutamál hér á landi og er það bæði ólíkt íslensku, nágrannamáli sínu, og erlendum táknmálum. Samkvæmt fyrrgreindum lögum skal hver sá sem þörf hefur fyrir táknmál eiga þess kost að læra íslenskt táknmál, jafnskjótt sem máltaka hefst eða frá þeim tíma sem heyrnarleysi, heyrnarskerðing eða samþætt sjón- og heyrnarskerðing greinist. Sama rétt eiga nánustu aðstandendur (2. mgr., 3. gr.). Allt fólk sem greinist með heyrnarskerðingu, allt frá ungabörnum til gamalmenna, skal eiga þess kost að læra íslenskt táknmál. Sá réttur er óháður því hversu mikil heyrnarskerðingin kann að vera eða hvenær hún greinist og óháð því hvort fólk hafi annað mál sem sitt fyrsta mál. Þá eiga börn, foreldrar, systkini, makar og aðrir nánir aðstandendur táknmálsbarna og annars táknmálsfólks sama rétt, óháð því hvert fyrsta mál þeirra er. Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra er málstöð íslensks táknmáls og heyrir undir Menningar- og viðskiptaráðuneyti. Samskiptamiðstöð hefur m.a. það hlutverk að kenna íslenskt táknmál. Allt það fólk sem hér að ofan er talið getur leitað til stofnunarinnar eftir táknmálskennslu á ýmsum færnistigum. Þá getur áhugasamur almenningur einnig lært íslenskt táknmál á stofnuninni. Á Samskiptamiðstöð eru einnig stundaðar rannsóknir á íslensku táknmáli, í samstarfi við Háskóla Íslands og erlenda fræðimenn og veitt er táknmálsráðgjöf til einstaklinga og fjölskyldna. Þegar fólk, bæði börn og fullorðnir, hefur náð tökum á íslensku táknmáli getur það nýtt sér túlkaþjónustu stofnunarinnar þar sem túlkað er á milli íslensku og íslensks táknmáls. Íslenskt táknmál, sem annað mál, er einnig kennt sem valfag við fáeina grunn- og framhaldsskóla og í námsgreininni táknmálsfræði og táknmálstúlkun við Háskóla Íslands. Táknmálskennarar Samskiptamiðstöðvar sinna þeirri kennslu að miklu leyti. Þá eru táknmálssvið bæði við Leikskólann Sólborg og Hlíðaskóla í Reykjavík þar sem táknmálsfólk starfar í málumhverfi táknmálsbarna. Ýmis tungumál, bæði raddmál og táknmál, eru töluð hér á landi. Flest þeirra eiga uppruna sinn í stórum málsamfélögum í öðrum löndum heimsins. Íslenskt táknmál er eina hefðbundna minnihlutamálið á Íslandi, þ.e. það á uppruna sinn á Íslandi og er annað tveggja lögvarinna tungumála hér á landi. Íslenskt táknmál á hins vegar undir högg að sækja. Málið er í útrýmingarhættu, m.a. vegna þess að þekking á mikilvægi þess í máluppeldi og menntun heyrnarskertra barna og barna táknmálsfólks er takmörkuð og börnin eru ítrekað svipt rétti sínum til þess að læra íslenskt táknmál á máltökualdri og því að læra málið sem sitt fyrsta mál á skólagöngu sinni. Á undanförnum árum hefur íslenskt samfélag orðið meðvitaðra um stöðu íslenskrar tungu og þá hættu sem að því tungumáli steðjar vegna aukinnar notkunar ensku víða í samfélaginu og samhliða hraðri tækniþróun sem byggir á enskri máltækni. Í Íslandi í dag 27. október sl. sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra það menningarlegt stórslys ef íslenska dæi út, ekki aðeins fyrir Íslendinga heldur heiminn allan. Íslenskt táknmál og sú menning sem er samofin því máli eru einnig menningarverðmæti þessarar þjóðar. Það væri að mínu mati einnig menningarlegt stórslys ef íslenskt táknmál dæi út, ekki aðeins fyrir táknmálsamfélagið á Íslandi, heldur Íslendinga alla og heiminn. Dagurinn í dag, 11. febrúar er hátíðisdagur í táknmálssamfélaginu á Íslandi. Fólk sem tilheyrir ekki táknmálssamfélaginu ætti samt sem áður að geta séð ástæðu til að fagna þessum degi, því hann minnir okkur á þau menningarverðmæti sem felast í tungumálum og mikilvægi þess að varðveita þau sem slík. Höfundur er forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun