Einstakt á Íslandi og jafnvel í heiminum Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke skrifar 9. febrúar 2023 21:50 Ísak Máni Wium, þjálfari ÍR. Vísir/Hulda Margrét Ísak Máni Wíum, þjálfari ÍR, var skiljanlega mjög ánægður í viðtali eftir sigurinn gegn Breiðabliki í kvöld. Sigurinn var annar sigur liðsins í röð og talsvert bjartara yfir ÍR-ingum miðað við fyrir sigurleikina tvo. Ísak sagði að liðsheildin hafi verið lykillinn að sigrinum. „Ef við horfum á stigatöfluna þá er einn maður með 20 stig, aðrir minna. Níu leikmenn með fimm stig eða meira og einn af þeim spilaði bara í fyrsta leikhluta. Þetta var geggjaður liðssigur og menn sýndu breiddina sem liðið hefur.“ „Það er ógeðslega gaman að fá framlag frá öllum sem komu inná, það sýnir styrk liðsins í þessari brekku sem við vorum í og erum byrjaðir að klífa upp núna.“ Skömmu fyrir viðtalið varð ljóst að Höttur vann KR. Liðin þrjú eru öll í fallbaráttu. Skiptir það einhverju máli? „Við þurfum að vinna fullt af leikjum til að halda okkur í deildinni. Það er svo mikið eftir af þessu móti að við ætlum ekki að útiloka úrslitakeppni. Núna förum við bara í þetta með smá „fokk-it“ hugarfari og ætlum að vinna hvern einasta leik.“ Ísak grínaðist með að breytingin á ÍR-liðinu fælist í því að ÍR goðsögnin Sveinbjörn Claessen væri mættur á bekkinn með þjálfunum. „Hann kom á bekkinn og það kemur ferskur blær með honum. Það vita allir hvað hann stendur fyrir.“ „Það keyptu sig líka allir inn í hvað planið var og aldrei datt mórallinn í eitthvað þrot. Það segir mikið um gæjana í þessu liði.“ Ísak var beðinn um að meta stöðuna eins og hún er akkúrat núna. „Það er annað sem hefur breyst. Ég er hættur að kíkja á stöðutöfluna. Ég veit varla hvað liðin eru með mörg stig. Við ætlum að vinna eins marga leiki og við getum og sjá hvað það skilar okkur.“ Stuðningsveit ÍR-inga, Ghetto Hooligans, studdi sína menn frábærlega í kvöld, vel mætt og mikill hávaði í þeim. Hvernig er að spila á útivelli en samt í rauninni á heimavelli með þennan stuðning? „Það er bara geggjað. Ég verð að taka hatt minn ofan fyrir þeim. Þetta er alveg einstakt held ég á Íslandi og þess vegna í heiminum. Við fengum frábæran stuðning á móti Grindavík á heimavelli í síðasta leik. Við vinnum hann, vorum búnir að tapa sex eða sjö leikjum á undan því, mætum svo hérna þar sem mesta stemningslið deildarinnar er að spila. Mínir menn eiga þessa stúku og það er bara ógeðslega gaman,“ sagði Ísak. Í viðtalinu var hann einnig spurður út í vítanýtingu Taylor Jones sem setti niður þrjú af fjórum vítaskotum sínum. Ísak segir að hann búist ekki við öðrum hauskúpuleik af vítalínunni aftur eins og gegn Grindavík þar sem ekkert gekk. Ísak var þá ánægður með Hákon Örn Hjálmarsson sem endaði stigahæstur í kvöld hjá gestunum með tuttugu stig. Hákon byrjaði á bekknum. Ísak segist heppinn að vera með þrjá frábæra bakverði, allir vilji byrja og enda leikina en á meðan sigrarnir koma þá hljóti allir að vera sáttir. Loks var hann spurður út í Luciano Massarelli sem meiddist snemma í leiknum og segir Ísak að sinn maður fari í myndatöku á morgun. Subway-deild karla ÍR Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - ÍR 91-104 | Breiðhyltingar komnir á bragðið ÍR hleypti mikilli spennu í botnbaráttu Subway-deildar karla með sigri á Breiðabliki í Smáranum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 9. febrúar 2023 20:55 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira
Ísak sagði að liðsheildin hafi verið lykillinn að sigrinum. „Ef við horfum á stigatöfluna þá er einn maður með 20 stig, aðrir minna. Níu leikmenn með fimm stig eða meira og einn af þeim spilaði bara í fyrsta leikhluta. Þetta var geggjaður liðssigur og menn sýndu breiddina sem liðið hefur.“ „Það er ógeðslega gaman að fá framlag frá öllum sem komu inná, það sýnir styrk liðsins í þessari brekku sem við vorum í og erum byrjaðir að klífa upp núna.“ Skömmu fyrir viðtalið varð ljóst að Höttur vann KR. Liðin þrjú eru öll í fallbaráttu. Skiptir það einhverju máli? „Við þurfum að vinna fullt af leikjum til að halda okkur í deildinni. Það er svo mikið eftir af þessu móti að við ætlum ekki að útiloka úrslitakeppni. Núna förum við bara í þetta með smá „fokk-it“ hugarfari og ætlum að vinna hvern einasta leik.“ Ísak grínaðist með að breytingin á ÍR-liðinu fælist í því að ÍR goðsögnin Sveinbjörn Claessen væri mættur á bekkinn með þjálfunum. „Hann kom á bekkinn og það kemur ferskur blær með honum. Það vita allir hvað hann stendur fyrir.“ „Það keyptu sig líka allir inn í hvað planið var og aldrei datt mórallinn í eitthvað þrot. Það segir mikið um gæjana í þessu liði.“ Ísak var beðinn um að meta stöðuna eins og hún er akkúrat núna. „Það er annað sem hefur breyst. Ég er hættur að kíkja á stöðutöfluna. Ég veit varla hvað liðin eru með mörg stig. Við ætlum að vinna eins marga leiki og við getum og sjá hvað það skilar okkur.“ Stuðningsveit ÍR-inga, Ghetto Hooligans, studdi sína menn frábærlega í kvöld, vel mætt og mikill hávaði í þeim. Hvernig er að spila á útivelli en samt í rauninni á heimavelli með þennan stuðning? „Það er bara geggjað. Ég verð að taka hatt minn ofan fyrir þeim. Þetta er alveg einstakt held ég á Íslandi og þess vegna í heiminum. Við fengum frábæran stuðning á móti Grindavík á heimavelli í síðasta leik. Við vinnum hann, vorum búnir að tapa sex eða sjö leikjum á undan því, mætum svo hérna þar sem mesta stemningslið deildarinnar er að spila. Mínir menn eiga þessa stúku og það er bara ógeðslega gaman,“ sagði Ísak. Í viðtalinu var hann einnig spurður út í vítanýtingu Taylor Jones sem setti niður þrjú af fjórum vítaskotum sínum. Ísak segir að hann búist ekki við öðrum hauskúpuleik af vítalínunni aftur eins og gegn Grindavík þar sem ekkert gekk. Ísak var þá ánægður með Hákon Örn Hjálmarsson sem endaði stigahæstur í kvöld hjá gestunum með tuttugu stig. Hákon byrjaði á bekknum. Ísak segist heppinn að vera með þrjá frábæra bakverði, allir vilji byrja og enda leikina en á meðan sigrarnir koma þá hljóti allir að vera sáttir. Loks var hann spurður út í Luciano Massarelli sem meiddist snemma í leiknum og segir Ísak að sinn maður fari í myndatöku á morgun.
Subway-deild karla ÍR Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - ÍR 91-104 | Breiðhyltingar komnir á bragðið ÍR hleypti mikilli spennu í botnbaráttu Subway-deildar karla með sigri á Breiðabliki í Smáranum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 9. febrúar 2023 20:55 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - ÍR 91-104 | Breiðhyltingar komnir á bragðið ÍR hleypti mikilli spennu í botnbaráttu Subway-deildar karla með sigri á Breiðabliki í Smáranum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 9. febrúar 2023 20:55