Hætta málþófi um útlendingafrumvarpið Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2023 17:31 Frá Alþingi. Vísir/Vilhelm Þingmenn Pírata eru hættir málþófi útlendingafrumvarpið svokallaða frá dómsmálaráðherra. Lítið sem ekkert annað hefur verið rætt á þingi á þessu ári en nú telja þingmennirnir að fullreynt sé að opna augu stjórnarliða um frumvarpið og galla þess. Píratar segja það skerða réttindi fólks á flótta. „Þrátt fyrir að frumvarpið hafi hlotið alvarlega gagnrýni frá umsagnaraðilum hefur stjórnarmeirihlutinn á þingi ákveðið að hafa málið áfram í forgangi á kostnað annarra mála, í stað þess að hlusta á gagnrýnina og gera umbætur á frumvarpinu, eða draga það til baka, en dagskrárvaldið er í höndum meirihlutans,“ segir í yfirlýsingu frá Pírötum. Þingmenn Pírata hvetja stjórnarliða til að „standa vörð um stjórnarskrána“. Í áðurnefndri yfirlýsingu segir að í stað þess að mæta gagnrýni á frumvarpið með málefnalegum hætti hafi meirihlutinn kveinkað sér yfir meintu málþófi og talað um að Píratar hafi tekið þingið í gíslingu. Píratar hafi þó aðeins kallað eftir því að hlustað væri á aðfinnslur umsagnaraðila. Píratar segjast hafa lýst yfir þungum áhyggjum af frumvarpinu vegna skerðinga á réttindum fólks á flótta og lagt til að óháðir aðilar geri úttekt á því hvort frumvarpið stæðist stjórnarskrá. Sú tillaga var felld á Alþingi. „Við teljum okkur hafa reynt til þrautar að kalla fram lýðræðislegt samtal, en meirihlutinn hefur ekki verið til í það. Ef þau telja málið nógu vel unnið ætti enginn að þurfa að óttast óháða úttekt á jafn sjálfsögðum hlut og því hvort frumvarpið samræmist ákvæðum stjórnarskrárinnar, en framkoma meirihlutans bendir þvert á móti til þess að þau viti upp á sig sökina,” segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, í yfirlýsingunni. Píratar segja að verði frumvarpið að lögum yrði fólk á flótta svipt heilbrigðisþjónustu, húsnæði og annarri aðstoð. Þá yrði réttur til fjölskyldusameiningar skertur og að afnema eigi rétt fólks til að fá ákvarðanir endurskoðaðar á grundvelli stjórnsýslulaga. „Í frumvarpinu er stjórnvöldum einnig veitt heimild til að synja fólki á flótta um efnismeðferð ef stjórnvöldum finnst „eðlilegt og sanngjarnt“ að senda til ríkis sem viðkomandi hefur jafnvel aldrei komið til og einnig að brottvísa börnum vegna brota annarra tengdum þeim,“ segir í yfirlýsingunni. Píratar segja einnig að frumvarpið hafi hlotið mikla gagnrýni frá umsagnaraðilum en þar á meðal eru Rauði krossinn á Íslandi, Íslandsdeild Amnesty International, Barnaheill, Embætti landlæknis, Kvenréttindafélag Íslands, Hafnarfjarðarbær, Þroskahjálp, Læknafélag Íslands, Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Mannréttindastofnun Háskóla Íslands, Prestar innflytjenda og flóttafólks, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtökin ‘78, Solaris, UNICEF og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. „Píratar hafa kallað eftir viðveru félags- og vinnumarkaðsráðherra og mennta- og barnamálaráðherra í umræðum um málið en þrátt fyrir það hafa þeir ekki tekið þátt í umræðu um málið. Allar tillögur um úrbætur hafa verið hunsaðar af hálfu stjórnarmeirihlutans.“ „Þarf að segja eitthvað meira?“ Arndís Anna Katrínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, flutti sína 130. ræðu á þinginu á fimmta tímanum í dag. Þar ítrekaði hún gagnrýni flokksins á frumvarpið og vísaði til umsagna þess efnis. Þá rakti hún kröfur Pírata sem ekki hafi verið fallist á, málinu hafi ekki verið vísað í nefnd og ráðherrar verið fjarverandi. „Við kölluðum eftir því að stjórnarliðar mættu, sem að vilja svo ólmir samþykkja þetta frumvarp að það er sett á dagskrá allra þingfunda þessa árs en þeir mæta hins vegar ekki. Þau ætla sér að samþykkja þessa aðför að mannréttindum þegjandi og hljóðlaust. Forseti, þarf að segja eitthvað meira?“ sagði Arndís. Alþingi Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
„Þrátt fyrir að frumvarpið hafi hlotið alvarlega gagnrýni frá umsagnaraðilum hefur stjórnarmeirihlutinn á þingi ákveðið að hafa málið áfram í forgangi á kostnað annarra mála, í stað þess að hlusta á gagnrýnina og gera umbætur á frumvarpinu, eða draga það til baka, en dagskrárvaldið er í höndum meirihlutans,“ segir í yfirlýsingu frá Pírötum. Þingmenn Pírata hvetja stjórnarliða til að „standa vörð um stjórnarskrána“. Í áðurnefndri yfirlýsingu segir að í stað þess að mæta gagnrýni á frumvarpið með málefnalegum hætti hafi meirihlutinn kveinkað sér yfir meintu málþófi og talað um að Píratar hafi tekið þingið í gíslingu. Píratar hafi þó aðeins kallað eftir því að hlustað væri á aðfinnslur umsagnaraðila. Píratar segjast hafa lýst yfir þungum áhyggjum af frumvarpinu vegna skerðinga á réttindum fólks á flótta og lagt til að óháðir aðilar geri úttekt á því hvort frumvarpið stæðist stjórnarskrá. Sú tillaga var felld á Alþingi. „Við teljum okkur hafa reynt til þrautar að kalla fram lýðræðislegt samtal, en meirihlutinn hefur ekki verið til í það. Ef þau telja málið nógu vel unnið ætti enginn að þurfa að óttast óháða úttekt á jafn sjálfsögðum hlut og því hvort frumvarpið samræmist ákvæðum stjórnarskrárinnar, en framkoma meirihlutans bendir þvert á móti til þess að þau viti upp á sig sökina,” segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, í yfirlýsingunni. Píratar segja að verði frumvarpið að lögum yrði fólk á flótta svipt heilbrigðisþjónustu, húsnæði og annarri aðstoð. Þá yrði réttur til fjölskyldusameiningar skertur og að afnema eigi rétt fólks til að fá ákvarðanir endurskoðaðar á grundvelli stjórnsýslulaga. „Í frumvarpinu er stjórnvöldum einnig veitt heimild til að synja fólki á flótta um efnismeðferð ef stjórnvöldum finnst „eðlilegt og sanngjarnt“ að senda til ríkis sem viðkomandi hefur jafnvel aldrei komið til og einnig að brottvísa börnum vegna brota annarra tengdum þeim,“ segir í yfirlýsingunni. Píratar segja einnig að frumvarpið hafi hlotið mikla gagnrýni frá umsagnaraðilum en þar á meðal eru Rauði krossinn á Íslandi, Íslandsdeild Amnesty International, Barnaheill, Embætti landlæknis, Kvenréttindafélag Íslands, Hafnarfjarðarbær, Þroskahjálp, Læknafélag Íslands, Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Mannréttindastofnun Háskóla Íslands, Prestar innflytjenda og flóttafólks, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtökin ‘78, Solaris, UNICEF og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. „Píratar hafa kallað eftir viðveru félags- og vinnumarkaðsráðherra og mennta- og barnamálaráðherra í umræðum um málið en þrátt fyrir það hafa þeir ekki tekið þátt í umræðu um málið. Allar tillögur um úrbætur hafa verið hunsaðar af hálfu stjórnarmeirihlutans.“ „Þarf að segja eitthvað meira?“ Arndís Anna Katrínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, flutti sína 130. ræðu á þinginu á fimmta tímanum í dag. Þar ítrekaði hún gagnrýni flokksins á frumvarpið og vísaði til umsagna þess efnis. Þá rakti hún kröfur Pírata sem ekki hafi verið fallist á, málinu hafi ekki verið vísað í nefnd og ráðherrar verið fjarverandi. „Við kölluðum eftir því að stjórnarliðar mættu, sem að vilja svo ólmir samþykkja þetta frumvarp að það er sett á dagskrá allra þingfunda þessa árs en þeir mæta hins vegar ekki. Þau ætla sér að samþykkja þessa aðför að mannréttindum þegjandi og hljóðlaust. Forseti, þarf að segja eitthvað meira?“ sagði Arndís.
Alþingi Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira