Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að umsækjendur séu:
- Arndís Bára Ingimarsdóttir, aðstoðarsaksóknari
- Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, aðstoðarsaksóknari
- Karl Gauti Hjaltason, lögmaður
- Kristmundur Stefán Einarsson, aðstoðarsaksóknari
- Sigurður Hólmar Kristjánsson, aðstoðarsaksóknari
Dómsmálaráðherra skipar lögreglustjóra til 5 ára í senn og er miðað við að skipað verði í embættið frá og með 1. apríl 2023.
Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið lögreglustjóri umdæmisins í Vestmannaeyjum síðustu misserin, samhliða starfi sínu á sem lögreglustjóri á Suðurlandi.