„Á degi tvö ertu farinn að finna fyrir þessu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. febrúar 2023 12:02 Þórður Guðjónsson er framkvæmdastjóri Skeljungs. Skeljungur Frekari verkfallsaðgerðir meðal Eflingarfélaga voru samþykktar í gærkvöldi. Meðal þeirra sem stefna á verkfall í næstu viku eru bílstjórar Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingar. Framkvæmdastjóri Skeljungs segir verkfall ekki þurfa að vara lengi til að áhrif þeirra verði veruleg. Fleiri verkföll, til viðbótar við verkfall þrjú hundruð Eflingarfélaga hjá Íslandshótelum, voru samþykkt í gærkvöldi. Hótelstarfsfólk á Edition hótelinu og hjá Berjaya hótelkeðjunni samþykktu verkfallsaðgerðir með tæplega áttatíu og tveimur prósentum atkvæða. Þá samþykktu bifreiðastjórar Samskipa, Olíudreifingar og Skeljungs að leggja niður störf með um áttatíu og fjórum prósentum atkvæða. Verkfallsaðgerðir hefjast að óbreyttu á hádegi miðvikudaginn 15. febrúar. Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Skeljungs, segir ekki koma á óvart að verkfallið hafi verði samþykkt. „Viðbrögðin okkar sneru fyrst og fremst að okkar rekstri, þeirri olíu sem við erum að dreifa, og hófust aðgerðir til að koma eins mikilli olíu út til viðskiptavina eins og hægt er,“ segir Þórður í samtali við fréttastofu. Slíkar aðgerðir dugi þó skammt ef til verkfalls kæmi. Hvað þyrfti verkfallið að standa lengi til þess að almennir neytendur fara að finna fyrir áhrifum þess? „Í einn dag, á degi tvö ertu farinn að finna fyrir þessu á höfuðborgarsvæðinu.“ Rekstrarlegur skaði ekki aðalmálið Þórður segir rekstrarlegan skaða Skeljungs af mögulegu verkfalli ekki svo mikinn. „Það sem ég hef miklu meiri áhyggjur af er það að Ísland kemst ekkert af án olíu. Eins og staðan er í dag þá er um 40 prósent af orkunotkun, fyrir utan húsahitun, frá olíu.“ Verið sé að undirbúa undanþágubeiðnir, sem útlit er fyrir að verði að minnsta kosti 40 talsins. „Því að, hvernig eiga læknar og starfsfólk Landspítalans að komast til vinnu þegar bíllinn er orðinn bensínlaus? Það er bara lítið dæmi. Þetta er gríðarlega alvarlegt. Þetta er miklu alvarlegra en það að fólk komist ekki á skíði í Bláfjöllum í næstu viku,“ segir Þórður. Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Verkföll samþykkt með góðum meirihluta Hótelstarfsfólk og bifreiðastjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir stéttarfélagsins Eflingar með yfir 80 prósent atkvæða. 7. febrúar 2023 20:02 Færa gesti á önnur hótel til að ráða við verkföllin Forstjóri Íslandshótela, þar sem Eflingarliðar hafa lagt niður störf, segir að hótelin hafi þurft að færa gesti á önnur hótel. Hann sér ekki fyrir sér að öll sjö hótel Íslandshótela á höfuðborgarsvæðinu geti verið opin ef verkföllin vara í nokkra daga. 7. febrúar 2023 15:28 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sjá meira
Fleiri verkföll, til viðbótar við verkfall þrjú hundruð Eflingarfélaga hjá Íslandshótelum, voru samþykkt í gærkvöldi. Hótelstarfsfólk á Edition hótelinu og hjá Berjaya hótelkeðjunni samþykktu verkfallsaðgerðir með tæplega áttatíu og tveimur prósentum atkvæða. Þá samþykktu bifreiðastjórar Samskipa, Olíudreifingar og Skeljungs að leggja niður störf með um áttatíu og fjórum prósentum atkvæða. Verkfallsaðgerðir hefjast að óbreyttu á hádegi miðvikudaginn 15. febrúar. Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Skeljungs, segir ekki koma á óvart að verkfallið hafi verði samþykkt. „Viðbrögðin okkar sneru fyrst og fremst að okkar rekstri, þeirri olíu sem við erum að dreifa, og hófust aðgerðir til að koma eins mikilli olíu út til viðskiptavina eins og hægt er,“ segir Þórður í samtali við fréttastofu. Slíkar aðgerðir dugi þó skammt ef til verkfalls kæmi. Hvað þyrfti verkfallið að standa lengi til þess að almennir neytendur fara að finna fyrir áhrifum þess? „Í einn dag, á degi tvö ertu farinn að finna fyrir þessu á höfuðborgarsvæðinu.“ Rekstrarlegur skaði ekki aðalmálið Þórður segir rekstrarlegan skaða Skeljungs af mögulegu verkfalli ekki svo mikinn. „Það sem ég hef miklu meiri áhyggjur af er það að Ísland kemst ekkert af án olíu. Eins og staðan er í dag þá er um 40 prósent af orkunotkun, fyrir utan húsahitun, frá olíu.“ Verið sé að undirbúa undanþágubeiðnir, sem útlit er fyrir að verði að minnsta kosti 40 talsins. „Því að, hvernig eiga læknar og starfsfólk Landspítalans að komast til vinnu þegar bíllinn er orðinn bensínlaus? Það er bara lítið dæmi. Þetta er gríðarlega alvarlegt. Þetta er miklu alvarlegra en það að fólk komist ekki á skíði í Bláfjöllum í næstu viku,“ segir Þórður.
Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Verkföll samþykkt með góðum meirihluta Hótelstarfsfólk og bifreiðastjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir stéttarfélagsins Eflingar með yfir 80 prósent atkvæða. 7. febrúar 2023 20:02 Færa gesti á önnur hótel til að ráða við verkföllin Forstjóri Íslandshótela, þar sem Eflingarliðar hafa lagt niður störf, segir að hótelin hafi þurft að færa gesti á önnur hótel. Hann sér ekki fyrir sér að öll sjö hótel Íslandshótela á höfuðborgarsvæðinu geti verið opin ef verkföllin vara í nokkra daga. 7. febrúar 2023 15:28 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sjá meira
Verkföll samþykkt með góðum meirihluta Hótelstarfsfólk og bifreiðastjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir stéttarfélagsins Eflingar með yfir 80 prósent atkvæða. 7. febrúar 2023 20:02
Færa gesti á önnur hótel til að ráða við verkföllin Forstjóri Íslandshótela, þar sem Eflingarliðar hafa lagt niður störf, segir að hótelin hafi þurft að færa gesti á önnur hótel. Hann sér ekki fyrir sér að öll sjö hótel Íslandshótela á höfuðborgarsvæðinu geti verið opin ef verkföllin vara í nokkra daga. 7. febrúar 2023 15:28