ESA gerir athugasemdir við eftirlit, hreinlæti og vinnslu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. febrúar 2023 11:44 Eftirlitsteymi ESA komst meðal annars að því að engar úrbætur höfðu verið gerðar á ákveðnum atriðum þrátt fyrir að þeirra væri getið í skýrslum MAST. Getty Eftirlitsteymi á vegum ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, gerði fjölmargar athugasemdir við eftirlit Matvælastofnunar (MAST) með kjúklingaafurðum í kjölfar úttektar sem fram fór hér á landi 25. október til 1. nóvember 2022. Eftirlitsteymið heimsótti meðal annars starfsstöðvar þar sem slátrun fer fram og komst meðal annars að því að slátrun væri oft hafin áður en eftirlitsaðili mætti á staðinn, að lágmarkstími fyrir eftirlit á hverjum stað væri ekki fullnýttur og að of fáir fuglar úr hverri lotu væru skoðaðir. Þetta yrði til þess að auka líkurnar á því að sjúkdómar kæmust fram hjá eftirliti og að óörugg matvæli rötuðu á borð neytenda. Í skýrslu eftirlitsteymisins er greint frá þeirri breytingu að eftirlit með kjúklingaafurðum sé nú á höndum héraðsdýralækna í fjórum umdæmum landsins en við athugun hafi komið í ljós að í einu umdæmanna hefði enginn dýralæknir fengið þjálfun til að sinna eftirlitinu. Dýralæknar sem eftirlitsteymið ræddi við um framkvæmdina sögðu slátrun oft hefjast áður en þeir mættu á staðinn og þetta staðfesti MAST. Þá komst teymið að því í heimsóknum í sláturhúsin að aðstæður væru ekki alltaf fullnægjandi þannig að koma mætti auga á og aðskilja afbrigðilega fugla. Teymi bar sjálft kennsl á nokkra fugla sem hefði átt að taka frá, sem voru þá þegar komnir framhjá eftirlitsstöðinni. Í skýrslunni er þess einnig getið að sums staðar hafi innviðum verið ábótavant; til að mynda hvað varðar frárennsli úrgangsvatns og aðskilnað milli vinnslu- og þvottasvæða. Aukaafurðir geymdar í matarílátum Varðandi hreinlæti er þess getið að teymið hafi farið yfir nýlegar skýrslur um aðstæður á vinnslustöðvunum og samkvæmt þeim væri hreinlæti ábótavant og dæmi um að dýraúrgangur væri geymdur í matvælaílátum. Ílátin hefðu ekki verið merkt til að gefa til kynna að ekki væri um að ræða matvæli. Í heimsóknum sýnum varð teymið vart við sömu vandamál; aukaafurðir geymdar í matarílátum og málning enn að flagna í einu húsnæðinu, líkt og áður hafði verið getið í skýrslu MAST. Vandamál fundust einnig tengd eldun kjúklingakjöts, meðal annars sem vörðuðu efitlit með hitastigi. Yfirvöld á Íslandi hafa fengið frest til 3. apríl næstkomandi til að skila lista yfir úrbætur sem búið er að grípa til eða til stendur að grípa til. Tillögur um úrbætur af hálfu ESA eru í fimm liðum en í tilkynningu frá MAST segir að stofnunin hafi þegar brugðist við. „Tilgangur úttektarinnar var að staðfesta að opinbert eftirlit með afurðum kjúklinga væri í samræmi við löggjöf EES. Meginniðurstöður úttektarinnar eru að Ísland hefur ekki innleitt viðeigandi löggjöf EES að fullu. Athugasemdirnar snúa aðallega að skilvirkni eftirlits, heilbrigðisskoðun á fugli og merkingum íláta aukaafurða,“ segir á vef MAST. Þá segir að aukið eftirlit með meðferð aukaafurða sé sérstakt áhersluatriði Matvælastofnunar í öllu eftirlit með matvælum á komandi ári, þar með töldum aukaafurða kjúklinga. EFTA Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Eftirlitsteymið heimsótti meðal annars starfsstöðvar þar sem slátrun fer fram og komst meðal annars að því að slátrun væri oft hafin áður en eftirlitsaðili mætti á staðinn, að lágmarkstími fyrir eftirlit á hverjum stað væri ekki fullnýttur og að of fáir fuglar úr hverri lotu væru skoðaðir. Þetta yrði til þess að auka líkurnar á því að sjúkdómar kæmust fram hjá eftirliti og að óörugg matvæli rötuðu á borð neytenda. Í skýrslu eftirlitsteymisins er greint frá þeirri breytingu að eftirlit með kjúklingaafurðum sé nú á höndum héraðsdýralækna í fjórum umdæmum landsins en við athugun hafi komið í ljós að í einu umdæmanna hefði enginn dýralæknir fengið þjálfun til að sinna eftirlitinu. Dýralæknar sem eftirlitsteymið ræddi við um framkvæmdina sögðu slátrun oft hefjast áður en þeir mættu á staðinn og þetta staðfesti MAST. Þá komst teymið að því í heimsóknum í sláturhúsin að aðstæður væru ekki alltaf fullnægjandi þannig að koma mætti auga á og aðskilja afbrigðilega fugla. Teymi bar sjálft kennsl á nokkra fugla sem hefði átt að taka frá, sem voru þá þegar komnir framhjá eftirlitsstöðinni. Í skýrslunni er þess einnig getið að sums staðar hafi innviðum verið ábótavant; til að mynda hvað varðar frárennsli úrgangsvatns og aðskilnað milli vinnslu- og þvottasvæða. Aukaafurðir geymdar í matarílátum Varðandi hreinlæti er þess getið að teymið hafi farið yfir nýlegar skýrslur um aðstæður á vinnslustöðvunum og samkvæmt þeim væri hreinlæti ábótavant og dæmi um að dýraúrgangur væri geymdur í matvælaílátum. Ílátin hefðu ekki verið merkt til að gefa til kynna að ekki væri um að ræða matvæli. Í heimsóknum sýnum varð teymið vart við sömu vandamál; aukaafurðir geymdar í matarílátum og málning enn að flagna í einu húsnæðinu, líkt og áður hafði verið getið í skýrslu MAST. Vandamál fundust einnig tengd eldun kjúklingakjöts, meðal annars sem vörðuðu efitlit með hitastigi. Yfirvöld á Íslandi hafa fengið frest til 3. apríl næstkomandi til að skila lista yfir úrbætur sem búið er að grípa til eða til stendur að grípa til. Tillögur um úrbætur af hálfu ESA eru í fimm liðum en í tilkynningu frá MAST segir að stofnunin hafi þegar brugðist við. „Tilgangur úttektarinnar var að staðfesta að opinbert eftirlit með afurðum kjúklinga væri í samræmi við löggjöf EES. Meginniðurstöður úttektarinnar eru að Ísland hefur ekki innleitt viðeigandi löggjöf EES að fullu. Athugasemdirnar snúa aðallega að skilvirkni eftirlits, heilbrigðisskoðun á fugli og merkingum íláta aukaafurða,“ segir á vef MAST. Þá segir að aukið eftirlit með meðferð aukaafurða sé sérstakt áhersluatriði Matvælastofnunar í öllu eftirlit með matvælum á komandi ári, þar með töldum aukaafurða kjúklinga.
EFTA Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira