ESA gerir athugasemdir við eftirlit, hreinlæti og vinnslu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. febrúar 2023 11:44 Eftirlitsteymi ESA komst meðal annars að því að engar úrbætur höfðu verið gerðar á ákveðnum atriðum þrátt fyrir að þeirra væri getið í skýrslum MAST. Getty Eftirlitsteymi á vegum ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, gerði fjölmargar athugasemdir við eftirlit Matvælastofnunar (MAST) með kjúklingaafurðum í kjölfar úttektar sem fram fór hér á landi 25. október til 1. nóvember 2022. Eftirlitsteymið heimsótti meðal annars starfsstöðvar þar sem slátrun fer fram og komst meðal annars að því að slátrun væri oft hafin áður en eftirlitsaðili mætti á staðinn, að lágmarkstími fyrir eftirlit á hverjum stað væri ekki fullnýttur og að of fáir fuglar úr hverri lotu væru skoðaðir. Þetta yrði til þess að auka líkurnar á því að sjúkdómar kæmust fram hjá eftirliti og að óörugg matvæli rötuðu á borð neytenda. Í skýrslu eftirlitsteymisins er greint frá þeirri breytingu að eftirlit með kjúklingaafurðum sé nú á höndum héraðsdýralækna í fjórum umdæmum landsins en við athugun hafi komið í ljós að í einu umdæmanna hefði enginn dýralæknir fengið þjálfun til að sinna eftirlitinu. Dýralæknar sem eftirlitsteymið ræddi við um framkvæmdina sögðu slátrun oft hefjast áður en þeir mættu á staðinn og þetta staðfesti MAST. Þá komst teymið að því í heimsóknum í sláturhúsin að aðstæður væru ekki alltaf fullnægjandi þannig að koma mætti auga á og aðskilja afbrigðilega fugla. Teymi bar sjálft kennsl á nokkra fugla sem hefði átt að taka frá, sem voru þá þegar komnir framhjá eftirlitsstöðinni. Í skýrslunni er þess einnig getið að sums staðar hafi innviðum verið ábótavant; til að mynda hvað varðar frárennsli úrgangsvatns og aðskilnað milli vinnslu- og þvottasvæða. Aukaafurðir geymdar í matarílátum Varðandi hreinlæti er þess getið að teymið hafi farið yfir nýlegar skýrslur um aðstæður á vinnslustöðvunum og samkvæmt þeim væri hreinlæti ábótavant og dæmi um að dýraúrgangur væri geymdur í matvælaílátum. Ílátin hefðu ekki verið merkt til að gefa til kynna að ekki væri um að ræða matvæli. Í heimsóknum sýnum varð teymið vart við sömu vandamál; aukaafurðir geymdar í matarílátum og málning enn að flagna í einu húsnæðinu, líkt og áður hafði verið getið í skýrslu MAST. Vandamál fundust einnig tengd eldun kjúklingakjöts, meðal annars sem vörðuðu efitlit með hitastigi. Yfirvöld á Íslandi hafa fengið frest til 3. apríl næstkomandi til að skila lista yfir úrbætur sem búið er að grípa til eða til stendur að grípa til. Tillögur um úrbætur af hálfu ESA eru í fimm liðum en í tilkynningu frá MAST segir að stofnunin hafi þegar brugðist við. „Tilgangur úttektarinnar var að staðfesta að opinbert eftirlit með afurðum kjúklinga væri í samræmi við löggjöf EES. Meginniðurstöður úttektarinnar eru að Ísland hefur ekki innleitt viðeigandi löggjöf EES að fullu. Athugasemdirnar snúa aðallega að skilvirkni eftirlits, heilbrigðisskoðun á fugli og merkingum íláta aukaafurða,“ segir á vef MAST. Þá segir að aukið eftirlit með meðferð aukaafurða sé sérstakt áhersluatriði Matvælastofnunar í öllu eftirlit með matvælum á komandi ári, þar með töldum aukaafurða kjúklinga. EFTA Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Eftirlitsteymið heimsótti meðal annars starfsstöðvar þar sem slátrun fer fram og komst meðal annars að því að slátrun væri oft hafin áður en eftirlitsaðili mætti á staðinn, að lágmarkstími fyrir eftirlit á hverjum stað væri ekki fullnýttur og að of fáir fuglar úr hverri lotu væru skoðaðir. Þetta yrði til þess að auka líkurnar á því að sjúkdómar kæmust fram hjá eftirliti og að óörugg matvæli rötuðu á borð neytenda. Í skýrslu eftirlitsteymisins er greint frá þeirri breytingu að eftirlit með kjúklingaafurðum sé nú á höndum héraðsdýralækna í fjórum umdæmum landsins en við athugun hafi komið í ljós að í einu umdæmanna hefði enginn dýralæknir fengið þjálfun til að sinna eftirlitinu. Dýralæknar sem eftirlitsteymið ræddi við um framkvæmdina sögðu slátrun oft hefjast áður en þeir mættu á staðinn og þetta staðfesti MAST. Þá komst teymið að því í heimsóknum í sláturhúsin að aðstæður væru ekki alltaf fullnægjandi þannig að koma mætti auga á og aðskilja afbrigðilega fugla. Teymi bar sjálft kennsl á nokkra fugla sem hefði átt að taka frá, sem voru þá þegar komnir framhjá eftirlitsstöðinni. Í skýrslunni er þess einnig getið að sums staðar hafi innviðum verið ábótavant; til að mynda hvað varðar frárennsli úrgangsvatns og aðskilnað milli vinnslu- og þvottasvæða. Aukaafurðir geymdar í matarílátum Varðandi hreinlæti er þess getið að teymið hafi farið yfir nýlegar skýrslur um aðstæður á vinnslustöðvunum og samkvæmt þeim væri hreinlæti ábótavant og dæmi um að dýraúrgangur væri geymdur í matvælaílátum. Ílátin hefðu ekki verið merkt til að gefa til kynna að ekki væri um að ræða matvæli. Í heimsóknum sýnum varð teymið vart við sömu vandamál; aukaafurðir geymdar í matarílátum og málning enn að flagna í einu húsnæðinu, líkt og áður hafði verið getið í skýrslu MAST. Vandamál fundust einnig tengd eldun kjúklingakjöts, meðal annars sem vörðuðu efitlit með hitastigi. Yfirvöld á Íslandi hafa fengið frest til 3. apríl næstkomandi til að skila lista yfir úrbætur sem búið er að grípa til eða til stendur að grípa til. Tillögur um úrbætur af hálfu ESA eru í fimm liðum en í tilkynningu frá MAST segir að stofnunin hafi þegar brugðist við. „Tilgangur úttektarinnar var að staðfesta að opinbert eftirlit með afurðum kjúklinga væri í samræmi við löggjöf EES. Meginniðurstöður úttektarinnar eru að Ísland hefur ekki innleitt viðeigandi löggjöf EES að fullu. Athugasemdirnar snúa aðallega að skilvirkni eftirlits, heilbrigðisskoðun á fugli og merkingum íláta aukaafurða,“ segir á vef MAST. Þá segir að aukið eftirlit með meðferð aukaafurða sé sérstakt áhersluatriði Matvælastofnunar í öllu eftirlit með matvælum á komandi ári, þar með töldum aukaafurða kjúklinga.
EFTA Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent