Ómerkilegir og merkilegir Siglfirðingar Valgeir Tómas Sigurðsson skrifar 8. febrúar 2023 10:30 Saga Siglufjarðar er vörðuð afrekum fjölmargra merkismanna og má þar nefna séra Bjarna Þorsteinsson, Vigfús Friðjónsson athafnamann, Skafta Stefánsson útgerðarmann, Óla Tynes frumkvöðul, Þórodd Guðmundsson, Guðmund Skarphéðinsson verkalýðsforingja, Aage Schiöth lyfsala, Halldóra Sigurlaug Jónsdóttir og Hinrik Thorarensen lækni og athafnaskáld, svo einhverjir séu tíndir til sögunnar. Allt voru þetta menn sem beittu kröftum sínum af hugsjón fyrir framtíð og uppbyggingu Íslands og Siglufjarðar. Salan á atvinnurétti Siglfirðinga Um áramótin var tilkynnt að Rammi og Ísfélag Vestmannaeyja stefndu á sameiningu og nú er einungis beðið eftir samþykki Samkeppniseftirlitsins. Við svokallaða sameiningu á Ramma og Ísfélagi Vestmannaeyja flyst allt forræði á útgerð á Siglufirði úr byggðarlaginu og þar með getur útgerð hæglega lagst af á Siglufirði innan örfárra missera. Það gefur augaleið að það mun valda hinum almenna íbúa og framtíð byggðarlagsins miklum skaða, a.m.k. að óbreyttu kvótakerfi. Tilkynningin um sameininguna kom því eins og blaut tuska framan íbúa Siglufjarðar og þótti því ýmsum það taktlaust að bæjarstjórinn hefði á opnum fundi um sjávarútvegsmál óskað forsvarsmönnum Ramma til hamingju með hana. Það er áhugavert að rifja upp hvernig Þormóður rammi komst í hendurnar á þeim sem eru í þann mund að selja útróðrarréttinn úr Siglufirði, en kaup þeirra á fyrirtækinu Þormóði ramma voru svo umdeild að Alþingi Íslendinga ákvað að fá Ríkisendurskoðun til þess að gera skýrslu um málið. Niðurstaða skýrslunnar, sem kom út árið 1991, var kurteisisleg en þung ádrepa á þáverandi fjármálaráðherra, Ólaf Ragnar Grímsson, fyrir að hafa „selt“ eigur ríkisins á undirverði til pólitískra samherja. Meðal eigna Þormóðs ramma voru þrír togarar, Sigluvík, Stálvík og Stapavík, nýtt frystihús og auk annars húsakosts 6.000 tonna þorskígildiskvóti. Allar framangreindar ríkiseignir sem runnu inn í nýtt félag voru metnar á hrakvirði á meðan eigur pólitískra samherja Ólafs Ragnars sem voru tvö smáfyrirtæki, Drafnar og Egilssíld, voru metin langt yfir raunvirði. Þessi saga er ekki eldri en svo að þeir Siglfirðingar sem undirrituðu kaupsamninginn við Ólaf Ragnar Grímsson hafa nú gert samkomulag við Ísfélag Vestmannaeyja um yfirtöku á félaginu. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 1991 er einnig greint frá því að samhliða kaupsamningi hafi „kaupendur“, m.a. núverandi formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Ólafur Marteinsson, undirritað bindandi yfirlýsingu um að kaupendum Þormóðs ramma væri óheimilt að selja kvóta eða skip, sem hefði það í för með sér að minni afla yrði landað á Siglufirði. Bæjarstjórn Fjallabyggðar og Samkeppniseftirlitið eiga að ganga eftir því hvernig sameinað félag Ramma og Ísfélagsins ætlar að standa við þær bindandi kvaðir sem hvíla á Ramma. Varla er vilji til þess að hefja útgerð skuttogarans Sólbergsins í nýrri útgerð, með sama hætti og Samherji gerði með ísfirsku Gugguna. Hver sem niðurstaða Samkeppniseftirlitsins verður, þá er pottþétt að þeir sem standa að sölu á útróðrarrétti Siglufjarðar, þar með talinn núverandi formaður SFS, Ólafur Marteinsson, munu seint teljast til merkilegra Siglfirðinga. Höfundur er Siglfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjallabyggð Sjávarútvegur Samkeppnismál Tengdar fréttir Verður þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtækið mælt í veltu Fyrirhugaður samruni Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma á Siglufirði er nýjasti gjörningurinn í þeirri samrunahrinu sem hafin er í íslenskum sjávarútvegi. Mælt í veltu verður sameinað félag þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi miðað við rekstrartölur ársins 2021. 6. janúar 2023 07:55 Ísfélag Vestmannaeyja og Rammi sameinast Stjórnir Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Ramma hf. í Fjallabyggð hafa skrifað undir samkomulag um samruna félaganna undir nafninu Ísfélagið hf.. Sameiginleg aflahlutdeild félaganna tveggja er átta prósent heildarkvótans. Stefnt er að því að skrá félagið á markað. 29. desember 2022 20:44 Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Saga Siglufjarðar er vörðuð afrekum fjölmargra merkismanna og má þar nefna séra Bjarna Þorsteinsson, Vigfús Friðjónsson athafnamann, Skafta Stefánsson útgerðarmann, Óla Tynes frumkvöðul, Þórodd Guðmundsson, Guðmund Skarphéðinsson verkalýðsforingja, Aage Schiöth lyfsala, Halldóra Sigurlaug Jónsdóttir og Hinrik Thorarensen lækni og athafnaskáld, svo einhverjir séu tíndir til sögunnar. Allt voru þetta menn sem beittu kröftum sínum af hugsjón fyrir framtíð og uppbyggingu Íslands og Siglufjarðar. Salan á atvinnurétti Siglfirðinga Um áramótin var tilkynnt að Rammi og Ísfélag Vestmannaeyja stefndu á sameiningu og nú er einungis beðið eftir samþykki Samkeppniseftirlitsins. Við svokallaða sameiningu á Ramma og Ísfélagi Vestmannaeyja flyst allt forræði á útgerð á Siglufirði úr byggðarlaginu og þar með getur útgerð hæglega lagst af á Siglufirði innan örfárra missera. Það gefur augaleið að það mun valda hinum almenna íbúa og framtíð byggðarlagsins miklum skaða, a.m.k. að óbreyttu kvótakerfi. Tilkynningin um sameininguna kom því eins og blaut tuska framan íbúa Siglufjarðar og þótti því ýmsum það taktlaust að bæjarstjórinn hefði á opnum fundi um sjávarútvegsmál óskað forsvarsmönnum Ramma til hamingju með hana. Það er áhugavert að rifja upp hvernig Þormóður rammi komst í hendurnar á þeim sem eru í þann mund að selja útróðrarréttinn úr Siglufirði, en kaup þeirra á fyrirtækinu Þormóði ramma voru svo umdeild að Alþingi Íslendinga ákvað að fá Ríkisendurskoðun til þess að gera skýrslu um málið. Niðurstaða skýrslunnar, sem kom út árið 1991, var kurteisisleg en þung ádrepa á þáverandi fjármálaráðherra, Ólaf Ragnar Grímsson, fyrir að hafa „selt“ eigur ríkisins á undirverði til pólitískra samherja. Meðal eigna Þormóðs ramma voru þrír togarar, Sigluvík, Stálvík og Stapavík, nýtt frystihús og auk annars húsakosts 6.000 tonna þorskígildiskvóti. Allar framangreindar ríkiseignir sem runnu inn í nýtt félag voru metnar á hrakvirði á meðan eigur pólitískra samherja Ólafs Ragnars sem voru tvö smáfyrirtæki, Drafnar og Egilssíld, voru metin langt yfir raunvirði. Þessi saga er ekki eldri en svo að þeir Siglfirðingar sem undirrituðu kaupsamninginn við Ólaf Ragnar Grímsson hafa nú gert samkomulag við Ísfélag Vestmannaeyja um yfirtöku á félaginu. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 1991 er einnig greint frá því að samhliða kaupsamningi hafi „kaupendur“, m.a. núverandi formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Ólafur Marteinsson, undirritað bindandi yfirlýsingu um að kaupendum Þormóðs ramma væri óheimilt að selja kvóta eða skip, sem hefði það í för með sér að minni afla yrði landað á Siglufirði. Bæjarstjórn Fjallabyggðar og Samkeppniseftirlitið eiga að ganga eftir því hvernig sameinað félag Ramma og Ísfélagsins ætlar að standa við þær bindandi kvaðir sem hvíla á Ramma. Varla er vilji til þess að hefja útgerð skuttogarans Sólbergsins í nýrri útgerð, með sama hætti og Samherji gerði með ísfirsku Gugguna. Hver sem niðurstaða Samkeppniseftirlitsins verður, þá er pottþétt að þeir sem standa að sölu á útróðrarrétti Siglufjarðar, þar með talinn núverandi formaður SFS, Ólafur Marteinsson, munu seint teljast til merkilegra Siglfirðinga. Höfundur er Siglfirðingur.
Verður þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtækið mælt í veltu Fyrirhugaður samruni Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma á Siglufirði er nýjasti gjörningurinn í þeirri samrunahrinu sem hafin er í íslenskum sjávarútvegi. Mælt í veltu verður sameinað félag þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi miðað við rekstrartölur ársins 2021. 6. janúar 2023 07:55
Ísfélag Vestmannaeyja og Rammi sameinast Stjórnir Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Ramma hf. í Fjallabyggð hafa skrifað undir samkomulag um samruna félaganna undir nafninu Ísfélagið hf.. Sameiginleg aflahlutdeild félaganna tveggja er átta prósent heildarkvótans. Stefnt er að því að skrá félagið á markað. 29. desember 2022 20:44
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun