Landsbankinn tapaði máli sem gæti varðað um 70 þúsund lán Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. febrúar 2023 18:54 Landsbankinn tapaði málinu sem Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, telur að geti varðað um 70 þúsund önnur lán. Landsbankinn virðist hins vegar ósammála því mati. samsett Landsbankanum hefur verið gert að greiða hjónum um 200 þúsund krónur vegna oftekinna vaxta af láni með breytilegum vöxtum. Málið var rekið fyrir héraðsdómi með stuðningi Neytendasamtaka sem telja að um 70 þúsund sambærileg lán hafi verið tekin á undanförnum árum. Komist var að öndverðri niðurstöðu í sambærilegu máli gegn Arion banka. Hjónin tóku lánið með breytilegum vöxtum í júní árið 2006 og höfðuðu málið í lok árs 2021. Áður höfðu Neytendasamtökin krafið stóru bankana þrjá um að þeir breyti skilmálum lána með breytilegum vöxtum. Samkvæmt lögfræðiáliti töldust staðlaðir skilmálar til neytenda ekki standast lögmætar kröfur um upplýsingagjöf og skýrleika sem leiddi af sér mikið ójafnvægi í samningssambandi neytanda og bankanna. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að umræddir lánaskilmálar Landsbankans veiti lántakendum „afar takmarkaðar upplýsingar um hvað leitt geti til breytinga á vöxtunum“. Þótti blasa við að upplýsingagjöf þurfi að vera markvissari og ríkulegri. Þessi ályktun héraðsdóms er í samræmi við það sem Neytendasamtökin hafa haldið fram um að vaxtabreytingar á slíkum lánum séu verulega matskenndar og ógegnsæjar. Slíkir skilmálar séu jafnframt í andstöðu við Evróputilskipanir og niðurstöður EFTA dómstólsins. Var Landsbankanum því gert að endurgreiða oftekna vexti að upphæð ríflega 200 þúsund en í dómi héraðsdóms kemur fram að fjárhæðir sem hjónin hefðu átt rétt á fyrir 8. desember 2017 séu fyrndar. Báðum málum áfrýjað Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir í samtali við fréttastofu að samtökin séu ósammála útreikningi héraðsdóms á endurgreiðslum. „Upphaflegu vextirnir látnir halda sér og við erum ekki sammála því. Að okkar mati er útreikningurinn byggður á röngum forsendum. Dómari gefur sér að neytendur eigi að greiða sömu vexti og þegar lánið var tekið, við teljum það ekki. Það eru fordræmi fyrir því að vextir Seðlabankans hafi verið notaðir.“ segir Breki. Málinu verði því áfrýjað. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.vísir/sigurjón Sama á við um mál sem féll í dag og var höfðað af öðrum hjónum gegn Arion banka. Arion banki var sýknaður af sambærilegum kröfum um endurgreiðslu þess sem hjónin töldu oftekna vexti af láni með breytilegum vöxtum. Breki segir þann dóm þversögn þar sem komist hafi verið að þeirri niðurstöðu að ekki komi fram í lánaskilmálum hvernig vextir taki breytingum. Verði þeim dómi áfrýjað að auki. Hann hvetur fólk sem hefur tekið lán með breytilegum vöxtum að leita réttar síns og rjúfa fyrningafrest krafna. „Það getur numið hundruðum þúsunda ef ekki milljónum ef fólk nær að slíta fyrningu.“ Ósammála um afleiðingar dómsins Breki segir að dómurinn hafi fordæmisgildi fyrir tugi þúsunda lána. „Allt í allt teljum við að það séu um það bil 70 þúsund lán með breytilegum vöxtum í fjármálakerfinu. Þetta getur numið, varlega áætlað, að lágmarki fáeinum milljórðum en að hámarki þó nokkrum tugum milljarða,“ segir Breki. Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að bankinn sé nú að fara yfir dóminn. „Ef niðurstaða dómsins yrði lögð til grundvallar fyrir neytendalán með sams konar vaxtabreytingarákvæði er það bráðabirgðamat bankans að fjárhagsleg áhrif af þeirri niðurstöðu yrði innan við 200 milljónir króna,“ segir einnig í tilkynningunni. Það er því ljóst að aðilar málsins eru langt því frá sammála um fjárhagslegar afleiðingar dómsins. Neytendur Íslenskir bankar Landsbankinn Dómsmál Tengdar fréttir Niðurstaðan styðji þá ályktun að lán með breytilegum vöxtum geti talist ólögleg Arion banki braut gegn lögum árið 2015 þegar hann hækkaði vexti á verðtryggðu fasteignaláni, að sögn Neytendastofu. Neytendasamtökin segja að um sé að ræða mikilvæga niðurstöðu sem hafi mikla þýðingu í málarekstri samtakanna gegn bönkunum. 7. janúar 2021 17:01 Telja lán með breytilegum vöxtum ólögleg Neytendasamtökin hafa krafið stóru bankana þrjá um að þeir breyti skilmálum lána með breytilegum vöxtum. Samkvæmt lögfræðiáliti sem samtökin öfluðu standast skilmálar og framkvæmd slíkra lána ekki lög. 4. september 2020 20:40 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Hjónin tóku lánið með breytilegum vöxtum í júní árið 2006 og höfðuðu málið í lok árs 2021. Áður höfðu Neytendasamtökin krafið stóru bankana þrjá um að þeir breyti skilmálum lána með breytilegum vöxtum. Samkvæmt lögfræðiáliti töldust staðlaðir skilmálar til neytenda ekki standast lögmætar kröfur um upplýsingagjöf og skýrleika sem leiddi af sér mikið ójafnvægi í samningssambandi neytanda og bankanna. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að umræddir lánaskilmálar Landsbankans veiti lántakendum „afar takmarkaðar upplýsingar um hvað leitt geti til breytinga á vöxtunum“. Þótti blasa við að upplýsingagjöf þurfi að vera markvissari og ríkulegri. Þessi ályktun héraðsdóms er í samræmi við það sem Neytendasamtökin hafa haldið fram um að vaxtabreytingar á slíkum lánum séu verulega matskenndar og ógegnsæjar. Slíkir skilmálar séu jafnframt í andstöðu við Evróputilskipanir og niðurstöður EFTA dómstólsins. Var Landsbankanum því gert að endurgreiða oftekna vexti að upphæð ríflega 200 þúsund en í dómi héraðsdóms kemur fram að fjárhæðir sem hjónin hefðu átt rétt á fyrir 8. desember 2017 séu fyrndar. Báðum málum áfrýjað Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir í samtali við fréttastofu að samtökin séu ósammála útreikningi héraðsdóms á endurgreiðslum. „Upphaflegu vextirnir látnir halda sér og við erum ekki sammála því. Að okkar mati er útreikningurinn byggður á röngum forsendum. Dómari gefur sér að neytendur eigi að greiða sömu vexti og þegar lánið var tekið, við teljum það ekki. Það eru fordræmi fyrir því að vextir Seðlabankans hafi verið notaðir.“ segir Breki. Málinu verði því áfrýjað. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.vísir/sigurjón Sama á við um mál sem féll í dag og var höfðað af öðrum hjónum gegn Arion banka. Arion banki var sýknaður af sambærilegum kröfum um endurgreiðslu þess sem hjónin töldu oftekna vexti af láni með breytilegum vöxtum. Breki segir þann dóm þversögn þar sem komist hafi verið að þeirri niðurstöðu að ekki komi fram í lánaskilmálum hvernig vextir taki breytingum. Verði þeim dómi áfrýjað að auki. Hann hvetur fólk sem hefur tekið lán með breytilegum vöxtum að leita réttar síns og rjúfa fyrningafrest krafna. „Það getur numið hundruðum þúsunda ef ekki milljónum ef fólk nær að slíta fyrningu.“ Ósammála um afleiðingar dómsins Breki segir að dómurinn hafi fordæmisgildi fyrir tugi þúsunda lána. „Allt í allt teljum við að það séu um það bil 70 þúsund lán með breytilegum vöxtum í fjármálakerfinu. Þetta getur numið, varlega áætlað, að lágmarki fáeinum milljórðum en að hámarki þó nokkrum tugum milljarða,“ segir Breki. Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að bankinn sé nú að fara yfir dóminn. „Ef niðurstaða dómsins yrði lögð til grundvallar fyrir neytendalán með sams konar vaxtabreytingarákvæði er það bráðabirgðamat bankans að fjárhagsleg áhrif af þeirri niðurstöðu yrði innan við 200 milljónir króna,“ segir einnig í tilkynningunni. Það er því ljóst að aðilar málsins eru langt því frá sammála um fjárhagslegar afleiðingar dómsins.
Neytendur Íslenskir bankar Landsbankinn Dómsmál Tengdar fréttir Niðurstaðan styðji þá ályktun að lán með breytilegum vöxtum geti talist ólögleg Arion banki braut gegn lögum árið 2015 þegar hann hækkaði vexti á verðtryggðu fasteignaláni, að sögn Neytendastofu. Neytendasamtökin segja að um sé að ræða mikilvæga niðurstöðu sem hafi mikla þýðingu í málarekstri samtakanna gegn bönkunum. 7. janúar 2021 17:01 Telja lán með breytilegum vöxtum ólögleg Neytendasamtökin hafa krafið stóru bankana þrjá um að þeir breyti skilmálum lána með breytilegum vöxtum. Samkvæmt lögfræðiáliti sem samtökin öfluðu standast skilmálar og framkvæmd slíkra lána ekki lög. 4. september 2020 20:40 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Niðurstaðan styðji þá ályktun að lán með breytilegum vöxtum geti talist ólögleg Arion banki braut gegn lögum árið 2015 þegar hann hækkaði vexti á verðtryggðu fasteignaláni, að sögn Neytendastofu. Neytendasamtökin segja að um sé að ræða mikilvæga niðurstöðu sem hafi mikla þýðingu í málarekstri samtakanna gegn bönkunum. 7. janúar 2021 17:01
Telja lán með breytilegum vöxtum ólögleg Neytendasamtökin hafa krafið stóru bankana þrjá um að þeir breyti skilmálum lána með breytilegum vöxtum. Samkvæmt lögfræðiáliti sem samtökin öfluðu standast skilmálar og framkvæmd slíkra lána ekki lög. 4. september 2020 20:40