Björk tilkynnir tónleikaröð í Reykjavík: Stærsta sýningin hingað til Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 7. febrúar 2023 11:31 Björk mun halda þrenna tónleika í Laugardalshöll í sumar. Santiago Felipe/Getty Images Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir var að tilkynna tónleikaröð hérlendis í júní en hún mun halda þrenna tónleika í Laugardalshöll. „Mikilfengleg tónlistarupplifun“ Í fréttatilkynningu frá Senu segir að Björk bjóði gestum í mikilfenglega tónlistarupplifun í heimaborg sinni, Reykjavík, 7., 10. og 13. júní næstkomandi. Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband við lagið atopos sem er að finna á plötu Bjarkar, fossora: „Cornucopia var alltaf hugsuð sem veröld fyrir bæði utopiu og plötuna eftir hana, sem er nú komin út og heitir fossora. Ég er því mjög spennt að frumsýna í sumar á íslandi og sjá þessa tvo heima sameinast,“ segir Björk. Talrænt leikhús og framtíðarkenndur sýndarveruleiki Sýningin er tvær klukkustundir á hefðbundnu sviði og flutt verður tónlist af plötum hennar Útópíu og Fossoru. Er um að ræða stærstu sýningu sem Björk hefur gert og verður einn mesti fjöldi talrænna leiktjalda sem hafa verið á einu sviði. Hún kallar þetta talrænt leikhús (e. digital theatre), eða lanterna magica, þar sem áheyrendur eru umkringdir tugi talrænna skjáa með hljóðfæraleikara, kór, flautur, klarínett, slagverk og ótal mörgum sérsmíðuðum hljóðfærum. Hamrahlíðakórinn verður með Björk á tónleikunum í júní.Aðsend „Laugardalshöll verður gjörbreytt og mun bjóða gestum í stórfenglegt landslag sem samanstendur af gróskumiklum litum, framtíðarkenndum sýndarveruleika og draumakenndri áferð náttúrunnar. Tónleikagestum gefst tækifæri til að sökkva sér í stórkostlega tónlistarupplifun þar sem náttúran og tæknin sameinast á töfrandi hátt,“ segir í fréttatilkynningu. Miðasala verður kynnt innan skamms. Sýningin er framleidd af verðlaunuðum hópi listamanna og tæknimanna, þar sem stafræni heimurinn sameinast leikhúsheiminum undir stjórn Bjarkar. Sérstakir gestir verða meðlimir Hamrahlíðakórsins. Tónlist Björk Tónleikar á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Björk treður upp á Coachella 2023 Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir mun koma fram á einni stærstu tónlistarhátíð Bandaríkjanna, Coachella í apríl. 10. janúar 2023 21:06 Björk á lista Rolling Stone yfir bestu söngvara allra tíma Tónlistartímaritið Rolling Stone birti á dögunum lista yfir 200 bestu söngvara allra tíma og erum við Íslendingar með fulltrúa á listanum þar sem Björk Guðmundsdóttir situr í 64. sæti. 3. janúar 2023 13:31 Björk sló í gegn í Los Angeles Tónlistarkonan Björk hélt tónleika í Shrine Auditorium tónleikahöllinni í Los Angeles í gærkvöldi við góðar viðtökur. Tónleikarnir voru hluti af Cornucopia tónleikaferðalagi hennar í Bandaríkjunum. En þetta voru fyrstu tónleikarnir af þremur sem hún mun halda í Los Angeles, áður en förinni verður heitið til San Fransisco. 28. janúar 2022 18:01 Björk í Balenciaga með Hamrahlíðarkórnum í Hörpu Aðrir tónleikar af fjórum í tónleikaseríunni Björk Orkestral - Live from Reykjavík fóru fram í gær í Eldborg í Hörpu. 25. október 2021 15:31 Björk hélt sína fyrstu tónleika á Íslandi í þrjú ár Björk hélt sína fyrstu tónleika af fjórum í tónleikaseríunni Björk Orkestral í Eldborg í Hörpu í gær. Hún kom fram ásamt strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Viktors Orra Árnasonar. Flutt voru lög af plötunum Post, Vespertine og Dancer in the Dark. 12. október 2021 10:41 Björk getur loksins haldið tónleikana sína í Reykjavík „Það gleður okkur að staðfesta að tónleikaserían Björk Orekstral - Live From Reykjavík getur loksins farið fram í Eldborgarsal Hörpu á dögunum 11., 24., 31. október og 15. nóvember,“ segir í nýrri tilkynningu frá Senu. 30. september 2021 10:40 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Mikilfengleg tónlistarupplifun“ Í fréttatilkynningu frá Senu segir að Björk bjóði gestum í mikilfenglega tónlistarupplifun í heimaborg sinni, Reykjavík, 7., 10. og 13. júní næstkomandi. Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband við lagið atopos sem er að finna á plötu Bjarkar, fossora: „Cornucopia var alltaf hugsuð sem veröld fyrir bæði utopiu og plötuna eftir hana, sem er nú komin út og heitir fossora. Ég er því mjög spennt að frumsýna í sumar á íslandi og sjá þessa tvo heima sameinast,“ segir Björk. Talrænt leikhús og framtíðarkenndur sýndarveruleiki Sýningin er tvær klukkustundir á hefðbundnu sviði og flutt verður tónlist af plötum hennar Útópíu og Fossoru. Er um að ræða stærstu sýningu sem Björk hefur gert og verður einn mesti fjöldi talrænna leiktjalda sem hafa verið á einu sviði. Hún kallar þetta talrænt leikhús (e. digital theatre), eða lanterna magica, þar sem áheyrendur eru umkringdir tugi talrænna skjáa með hljóðfæraleikara, kór, flautur, klarínett, slagverk og ótal mörgum sérsmíðuðum hljóðfærum. Hamrahlíðakórinn verður með Björk á tónleikunum í júní.Aðsend „Laugardalshöll verður gjörbreytt og mun bjóða gestum í stórfenglegt landslag sem samanstendur af gróskumiklum litum, framtíðarkenndum sýndarveruleika og draumakenndri áferð náttúrunnar. Tónleikagestum gefst tækifæri til að sökkva sér í stórkostlega tónlistarupplifun þar sem náttúran og tæknin sameinast á töfrandi hátt,“ segir í fréttatilkynningu. Miðasala verður kynnt innan skamms. Sýningin er framleidd af verðlaunuðum hópi listamanna og tæknimanna, þar sem stafræni heimurinn sameinast leikhúsheiminum undir stjórn Bjarkar. Sérstakir gestir verða meðlimir Hamrahlíðakórsins.
Tónlist Björk Tónleikar á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Björk treður upp á Coachella 2023 Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir mun koma fram á einni stærstu tónlistarhátíð Bandaríkjanna, Coachella í apríl. 10. janúar 2023 21:06 Björk á lista Rolling Stone yfir bestu söngvara allra tíma Tónlistartímaritið Rolling Stone birti á dögunum lista yfir 200 bestu söngvara allra tíma og erum við Íslendingar með fulltrúa á listanum þar sem Björk Guðmundsdóttir situr í 64. sæti. 3. janúar 2023 13:31 Björk sló í gegn í Los Angeles Tónlistarkonan Björk hélt tónleika í Shrine Auditorium tónleikahöllinni í Los Angeles í gærkvöldi við góðar viðtökur. Tónleikarnir voru hluti af Cornucopia tónleikaferðalagi hennar í Bandaríkjunum. En þetta voru fyrstu tónleikarnir af þremur sem hún mun halda í Los Angeles, áður en förinni verður heitið til San Fransisco. 28. janúar 2022 18:01 Björk í Balenciaga með Hamrahlíðarkórnum í Hörpu Aðrir tónleikar af fjórum í tónleikaseríunni Björk Orkestral - Live from Reykjavík fóru fram í gær í Eldborg í Hörpu. 25. október 2021 15:31 Björk hélt sína fyrstu tónleika á Íslandi í þrjú ár Björk hélt sína fyrstu tónleika af fjórum í tónleikaseríunni Björk Orkestral í Eldborg í Hörpu í gær. Hún kom fram ásamt strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Viktors Orra Árnasonar. Flutt voru lög af plötunum Post, Vespertine og Dancer in the Dark. 12. október 2021 10:41 Björk getur loksins haldið tónleikana sína í Reykjavík „Það gleður okkur að staðfesta að tónleikaserían Björk Orekstral - Live From Reykjavík getur loksins farið fram í Eldborgarsal Hörpu á dögunum 11., 24., 31. október og 15. nóvember,“ segir í nýrri tilkynningu frá Senu. 30. september 2021 10:40 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Björk treður upp á Coachella 2023 Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir mun koma fram á einni stærstu tónlistarhátíð Bandaríkjanna, Coachella í apríl. 10. janúar 2023 21:06
Björk á lista Rolling Stone yfir bestu söngvara allra tíma Tónlistartímaritið Rolling Stone birti á dögunum lista yfir 200 bestu söngvara allra tíma og erum við Íslendingar með fulltrúa á listanum þar sem Björk Guðmundsdóttir situr í 64. sæti. 3. janúar 2023 13:31
Björk sló í gegn í Los Angeles Tónlistarkonan Björk hélt tónleika í Shrine Auditorium tónleikahöllinni í Los Angeles í gærkvöldi við góðar viðtökur. Tónleikarnir voru hluti af Cornucopia tónleikaferðalagi hennar í Bandaríkjunum. En þetta voru fyrstu tónleikarnir af þremur sem hún mun halda í Los Angeles, áður en förinni verður heitið til San Fransisco. 28. janúar 2022 18:01
Björk í Balenciaga með Hamrahlíðarkórnum í Hörpu Aðrir tónleikar af fjórum í tónleikaseríunni Björk Orkestral - Live from Reykjavík fóru fram í gær í Eldborg í Hörpu. 25. október 2021 15:31
Björk hélt sína fyrstu tónleika á Íslandi í þrjú ár Björk hélt sína fyrstu tónleika af fjórum í tónleikaseríunni Björk Orkestral í Eldborg í Hörpu í gær. Hún kom fram ásamt strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Viktors Orra Árnasonar. Flutt voru lög af plötunum Post, Vespertine og Dancer in the Dark. 12. október 2021 10:41
Björk getur loksins haldið tónleikana sína í Reykjavík „Það gleður okkur að staðfesta að tónleikaserían Björk Orekstral - Live From Reykjavík getur loksins farið fram í Eldborgarsal Hörpu á dögunum 11., 24., 31. október og 15. nóvember,“ segir í nýrri tilkynningu frá Senu. 30. september 2021 10:40