Ákall um 18 mánaða fæðingarorlof Anna Mjöll Guðmundsdóttir skrifar 7. febrúar 2023 11:00 FYRSTU FIMM er hagsmunafélag foreldra og fagaðila sem beita sér fyrir barn- og fjölskylduvænna samfélagi með áherslu á fyrstu fimm árin í lífi barna. Samkvæmt 9. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008 ber foreldrum skylda til að vernda hagsmuni barna sinna í leikskólum. Fyrstu 1000 dagar í lífi barns (frá byrjun meðgöngu til tveggja ára) er gríðarlega viðkvæmur tími hvað varðar tauga- og heila þroska og því sérstaklega mikilvægt að hlúa sem allra best að börnum á þessum aldri. Sem hagsmunafélag foreldra þá sættum við okkur ekki við minna rými, fleiri börn og færra starfsfólk sem lausn við umönnunarbilinu frá fæðingarorlofi að leikskóla.Við beitum okkur því fyrir lausnamiðuðu samtali og samvinnu á milli allra hagaðila þ.e.a.s. stjórnvalda, borg- og sveitastjórna, aðila vinnumarkaðarins, leikskóla og foreldrar, um ávinning þess að lengja fæðingarorlof í 18 mánuði. Nauðsynlegt er að allir aðilar komi að borðinu til að draga úr álagi á borg- og sveitastjórnir því vandinn er aðkallandi. Við leggjum áherslu á samtal og samvinnu foreldra og leikskólastarfsfólks/stjórnenda og tökum undir með faglegum stjórnendum sem segja stöðuna nú þegar óásættanlega þar sem sífellt er þrengt meira að börnum og starfsfólki. Staðan er slæm þrátt fyrir að börn séu ekki að komast inn fyrr en við 18 til 20 mánaða aldur. Ástandið verður mun verra ef krafa er gerð um að taka á móti öllum 12 mánaða börnum. Samkvæmt upplýsingum frá félagi leikskólastjórnenda er það verulegt áhyggjuefni að nú þegar vantar um 1500 leikskólakennara á landsvísu auk þess sem stórir hópar starfandi leikskólastarfsfólks er að fara á eftirlaun. Leikskólastjórnendur telja að lenging fæðingarorlofs í 18 mánuði myndi hjálpa til við að draga úr álagi og gera leikskólasamfélaginu kleift að ná fyrr lögbundnu viðmiði um 70% menntaðra kennara í stað 19-28% eins og er í dag á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2019 setti Norræna ráðherranefndin á fót samnorrænt verkefni til þriggja ára um velferð og vellíðan á fyrstu æviárunum, sem nefnist Fyrstu 1000 dagar barnsins (www.first1000days.is). Íslenskir ráðherrar heilbrigðis-, félags- og barnamála áttu frumkvæði að verkefninu og ýttu því úr vör og var Embætti landlæknis falið að leiða verkefnið af Íslands hálfu. Rannsakað skyldi hvernig Norðurlöndin væru, í ljósi sinna sterku innviða, í stakk búin til að veita börnum heilbrigt upphaf í lífinu. Að verkefninu loknu komu út þrjár skýrslur og meðal þeirra skýrsla þar sem settar eru fram tillögur að stefnumótandi aðgerðum. Meðal tillagna á Íslandi er að lengja fæðingarorlof, að vinna kerfisbundið að barnvænna samfélagi, auka stuðning og fræðslu til foreldra, auka virðingu fyrir foreldra- og umönnunarhlutverkinu, skilgreina ábyrgð stjórnvalda, borgar-/ sveitastjórna og atvinnulífsins þegar viðkemur forgangsröðun í þágu barna, að styðja aðgerðir sem hvetja til meiri samveru foreldra við börnin sín á fyrstu árunum t.d. með meiri sveigjanleika og lögbundið val um lækkað starfshlutfall, að börn séu færri klukkustundir á dag í leikskólum eða hjá dagforeldrum, auka þátttöku og gæta að geðheilsu beggja foreldra í meðgönguvernd og að veita fræðslu til beggja foreldra, einnig með tilliti til pararáðgjafar. Greina mátti ýmsar hömlum á þjónustu við barnafjölskyldur á norðurlöndunum t.d. hvað varðar íhlutun vegna vægari geðheilsuvanda eða ýmissa fjölskylduerfiðleika en fram kom að á Íslandi fá í mesta lagi 25% af þeim sem þurfa slíka þjónustu, einhverja þjónustu. Íslenskir feður taka nú þegar fæðingarorlof í sama mæli og feður í Svíþjóð sem er það besta sem þekkist og því góður grundvöllur til að byggja enn frekar á en mikilvægt er að foreldrar deili ábyrgð umönnunar barna sinna til jafns. Lenging fæðingarorlofs getur jafnað álag á milli leikskóla og heimila. Þá getur jafnréttisfræðsla jafnað álag á milli foreldra og fækkað til muna þeim foreldrum sem þurfa á geðheilbrigðisþjónustu að halda. Við hvetjum alla til að skrifa undir ákallið, auka val foreldra og bæta þannig hag barna og fjölskyldna þeirra á Íslandi. Höfundur er forman Fyrstu fimm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Börn og uppeldi Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
FYRSTU FIMM er hagsmunafélag foreldra og fagaðila sem beita sér fyrir barn- og fjölskylduvænna samfélagi með áherslu á fyrstu fimm árin í lífi barna. Samkvæmt 9. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008 ber foreldrum skylda til að vernda hagsmuni barna sinna í leikskólum. Fyrstu 1000 dagar í lífi barns (frá byrjun meðgöngu til tveggja ára) er gríðarlega viðkvæmur tími hvað varðar tauga- og heila þroska og því sérstaklega mikilvægt að hlúa sem allra best að börnum á þessum aldri. Sem hagsmunafélag foreldra þá sættum við okkur ekki við minna rými, fleiri börn og færra starfsfólk sem lausn við umönnunarbilinu frá fæðingarorlofi að leikskóla.Við beitum okkur því fyrir lausnamiðuðu samtali og samvinnu á milli allra hagaðila þ.e.a.s. stjórnvalda, borg- og sveitastjórna, aðila vinnumarkaðarins, leikskóla og foreldrar, um ávinning þess að lengja fæðingarorlof í 18 mánuði. Nauðsynlegt er að allir aðilar komi að borðinu til að draga úr álagi á borg- og sveitastjórnir því vandinn er aðkallandi. Við leggjum áherslu á samtal og samvinnu foreldra og leikskólastarfsfólks/stjórnenda og tökum undir með faglegum stjórnendum sem segja stöðuna nú þegar óásættanlega þar sem sífellt er þrengt meira að börnum og starfsfólki. Staðan er slæm þrátt fyrir að börn séu ekki að komast inn fyrr en við 18 til 20 mánaða aldur. Ástandið verður mun verra ef krafa er gerð um að taka á móti öllum 12 mánaða börnum. Samkvæmt upplýsingum frá félagi leikskólastjórnenda er það verulegt áhyggjuefni að nú þegar vantar um 1500 leikskólakennara á landsvísu auk þess sem stórir hópar starfandi leikskólastarfsfólks er að fara á eftirlaun. Leikskólastjórnendur telja að lenging fæðingarorlofs í 18 mánuði myndi hjálpa til við að draga úr álagi og gera leikskólasamfélaginu kleift að ná fyrr lögbundnu viðmiði um 70% menntaðra kennara í stað 19-28% eins og er í dag á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2019 setti Norræna ráðherranefndin á fót samnorrænt verkefni til þriggja ára um velferð og vellíðan á fyrstu æviárunum, sem nefnist Fyrstu 1000 dagar barnsins (www.first1000days.is). Íslenskir ráðherrar heilbrigðis-, félags- og barnamála áttu frumkvæði að verkefninu og ýttu því úr vör og var Embætti landlæknis falið að leiða verkefnið af Íslands hálfu. Rannsakað skyldi hvernig Norðurlöndin væru, í ljósi sinna sterku innviða, í stakk búin til að veita börnum heilbrigt upphaf í lífinu. Að verkefninu loknu komu út þrjár skýrslur og meðal þeirra skýrsla þar sem settar eru fram tillögur að stefnumótandi aðgerðum. Meðal tillagna á Íslandi er að lengja fæðingarorlof, að vinna kerfisbundið að barnvænna samfélagi, auka stuðning og fræðslu til foreldra, auka virðingu fyrir foreldra- og umönnunarhlutverkinu, skilgreina ábyrgð stjórnvalda, borgar-/ sveitastjórna og atvinnulífsins þegar viðkemur forgangsröðun í þágu barna, að styðja aðgerðir sem hvetja til meiri samveru foreldra við börnin sín á fyrstu árunum t.d. með meiri sveigjanleika og lögbundið val um lækkað starfshlutfall, að börn séu færri klukkustundir á dag í leikskólum eða hjá dagforeldrum, auka þátttöku og gæta að geðheilsu beggja foreldra í meðgönguvernd og að veita fræðslu til beggja foreldra, einnig með tilliti til pararáðgjafar. Greina mátti ýmsar hömlum á þjónustu við barnafjölskyldur á norðurlöndunum t.d. hvað varðar íhlutun vegna vægari geðheilsuvanda eða ýmissa fjölskylduerfiðleika en fram kom að á Íslandi fá í mesta lagi 25% af þeim sem þurfa slíka þjónustu, einhverja þjónustu. Íslenskir feður taka nú þegar fæðingarorlof í sama mæli og feður í Svíþjóð sem er það besta sem þekkist og því góður grundvöllur til að byggja enn frekar á en mikilvægt er að foreldrar deili ábyrgð umönnunar barna sinna til jafns. Lenging fæðingarorlofs getur jafnað álag á milli leikskóla og heimila. Þá getur jafnréttisfræðsla jafnað álag á milli foreldra og fækkað til muna þeim foreldrum sem þurfa á geðheilbrigðisþjónustu að halda. Við hvetjum alla til að skrifa undir ákallið, auka val foreldra og bæta þannig hag barna og fjölskyldna þeirra á Íslandi. Höfundur er forman Fyrstu fimm.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun