„Við getum ekki bara lagt öll hin málefnin til hliðar" Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. febrúar 2023 13:18 Elva Hrönn segist orðlaus yfir viðtökunum sem hún hefur fengið eftir að hún tilkynnti um framboð sitt til formanns VR. Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til formanns VR segir að ekki hafi verið lögð nógu mikil áhersla á mikilvæg málefni undanfarið hjá sitjandi formanni. Hún segir viðbrögð við tilkynningu framboðs síns ótrúleg. Elva Hrönn er sérfræðingur á skrifstofu VR en hún býður sig fram til formanns VR á móti Ragnari Þór Ingólfssyni, núverandi formanns. „Ég er að bjóða mig fram því ég brenn fyrir hagsmuni okkar fólks, launafólks almennt í samfélaginu. Ég er mikil réttlætis-og baráttukona og tel mig eiga fullt erindi inn í þetta embætti,“ segir Elva í samtali við fréttastofu. Hún segir tilganginn með framboði sínu helst vera að leggja áherslu á þau málefni sem ekki hafi fengið nægilega athygli undanfarið. Nauðsynlegt að horfa á heildarmyndina Elva nefnir jafnréttismálin sem dæmi um baráttumál sín. „Við erum með jafnréttisnefnd innan VR og hún hefur staðið sig mjög vel í því að halda þessum málum á lofti, auðvitað í samstarfi við okkur starfsfólkið. En mér finnst við þurfa að taka þessi mál upp á miklu hærra plan og beita okkur fyrir jafnrétti, annars náum við ekki sanngjörnum vinnumarkaði ef þar þrífst mismunum og misrétti gagnvart hópum sem kannski passa ekki inn í eitthvert fyrirfram mótað form,“ segir Elva og nefnir auk þess starfsmenntamál. „Við erum að ganga í gegnum breytingar, tækninýjungar og við erum auðvitað með starfsmenntamálin í góðum höndum, bæði innan VR og á landsvísu en við þurfum að spýta enn meira í lófana til að verða ekki eftir á í þeirri þróun sem á sér stað á markaðnum.“ Þá segir Elva mikilvægt að ræða málefni ungs fólks og koma ungliðaráði VR á laggirnar. „Mikið af ungu fólki þekkir hreinlega ekki réttindi sín og skyldur á vinnumarkaði og þetta er sá hópur sem er hvað mest útsettur fyrir misrétti og misbeitingu.“ Að síðustu nefnir Elva umhverfismál. „Við þurfum að bregðast við og skoða næstu skref fram í tímann. Ekki bara bíða eftir því að við fáum eitthvað í fangið sem þarf að bregðast við.“ „Við getum ekki bara lagt öll hin málefnin til hliðar" Hún segist ekki ósammála áherslumálum Ragnars Þórs, hann haldi þörfum málefnum á lofti, en VR sé stærsta stéttarfélag landsins og því þurfi að horfa á heildarmyndina. „Við getum ekki bara öll hin málefnin til hliðar á meðan við einbeitum okkur að einhverjum tveimur, þremur málefnum.“ Elva Hrönn tekur slaginn við Ragnar Þór.VR/Vísir/Vilhelm Aðspurð um hvort skorað hafi verið á hana að bjóða sig fram eða hvort framboðið sé að hennar frumkvæði segir Elva sitt lítið af hverju spila inn í. Ég fékk vissulega áskoranir en þetta er líka bara mitt verkalýðshjarta og baráttuandinn í mér. Ég fékk vissulega áskoranir en þetta er líka bara mitt verkalýðshjarta og baráttuandinn í mér. Viðbrögðin framar vonum Hún segir viðbrögðin við framboðinu hafa verið ótrúleg. „Ég vonaðist eftir góðum viðbrögðum en ég er að fá viðbrögð úr öllum áttum. Frá fólki sem ég þekki ekki neitt og auðvitað fólki sem ég þekki. Ég er bara orðlaus og þakklát og þetta blæs mér vissulega kraft í brjóst; ég er tilbúin í þetta,“ segir Elva Hrönn Hjartardóttir. Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Elva Hrönn er sérfræðingur á skrifstofu VR en hún býður sig fram til formanns VR á móti Ragnari Þór Ingólfssyni, núverandi formanns. „Ég er að bjóða mig fram því ég brenn fyrir hagsmuni okkar fólks, launafólks almennt í samfélaginu. Ég er mikil réttlætis-og baráttukona og tel mig eiga fullt erindi inn í þetta embætti,“ segir Elva í samtali við fréttastofu. Hún segir tilganginn með framboði sínu helst vera að leggja áherslu á þau málefni sem ekki hafi fengið nægilega athygli undanfarið. Nauðsynlegt að horfa á heildarmyndina Elva nefnir jafnréttismálin sem dæmi um baráttumál sín. „Við erum með jafnréttisnefnd innan VR og hún hefur staðið sig mjög vel í því að halda þessum málum á lofti, auðvitað í samstarfi við okkur starfsfólkið. En mér finnst við þurfa að taka þessi mál upp á miklu hærra plan og beita okkur fyrir jafnrétti, annars náum við ekki sanngjörnum vinnumarkaði ef þar þrífst mismunum og misrétti gagnvart hópum sem kannski passa ekki inn í eitthvert fyrirfram mótað form,“ segir Elva og nefnir auk þess starfsmenntamál. „Við erum að ganga í gegnum breytingar, tækninýjungar og við erum auðvitað með starfsmenntamálin í góðum höndum, bæði innan VR og á landsvísu en við þurfum að spýta enn meira í lófana til að verða ekki eftir á í þeirri þróun sem á sér stað á markaðnum.“ Þá segir Elva mikilvægt að ræða málefni ungs fólks og koma ungliðaráði VR á laggirnar. „Mikið af ungu fólki þekkir hreinlega ekki réttindi sín og skyldur á vinnumarkaði og þetta er sá hópur sem er hvað mest útsettur fyrir misrétti og misbeitingu.“ Að síðustu nefnir Elva umhverfismál. „Við þurfum að bregðast við og skoða næstu skref fram í tímann. Ekki bara bíða eftir því að við fáum eitthvað í fangið sem þarf að bregðast við.“ „Við getum ekki bara lagt öll hin málefnin til hliðar" Hún segist ekki ósammála áherslumálum Ragnars Þórs, hann haldi þörfum málefnum á lofti, en VR sé stærsta stéttarfélag landsins og því þurfi að horfa á heildarmyndina. „Við getum ekki bara öll hin málefnin til hliðar á meðan við einbeitum okkur að einhverjum tveimur, þremur málefnum.“ Elva Hrönn tekur slaginn við Ragnar Þór.VR/Vísir/Vilhelm Aðspurð um hvort skorað hafi verið á hana að bjóða sig fram eða hvort framboðið sé að hennar frumkvæði segir Elva sitt lítið af hverju spila inn í. Ég fékk vissulega áskoranir en þetta er líka bara mitt verkalýðshjarta og baráttuandinn í mér. Ég fékk vissulega áskoranir en þetta er líka bara mitt verkalýðshjarta og baráttuandinn í mér. Viðbrögðin framar vonum Hún segir viðbrögðin við framboðinu hafa verið ótrúleg. „Ég vonaðist eftir góðum viðbrögðum en ég er að fá viðbrögð úr öllum áttum. Frá fólki sem ég þekki ekki neitt og auðvitað fólki sem ég þekki. Ég er bara orðlaus og þakklát og þetta blæs mér vissulega kraft í brjóst; ég er tilbúin í þetta,“ segir Elva Hrönn Hjartardóttir.
Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?