Glænýr Land Cruiser sem betur fer í bílskúrnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2023 16:38 Veðrið hefur verið leiðinilegt víða um land undanfarið. Von er á næstu lægð strax á sunnudaginn. Vísir/Einar Stærðarinnar ösp varð vindinum að bráð við Digranesheiði í Kópavogi á þriðja tímanum. Tilviljun réð því að öspin féll ekki á glænýjan Land Cruiser sem var aldrei þessu vant inni í bílskúr. Ragnheiður Hrefna Gunnarsdóttir, íbúi á Digranesheiði, segist hafa verið á leiðinni út í búð eftir hádegið þegar þau urðu vör við að annar helmingur á tvístofna ösp hafði fallið til jarðar. Hann lokaði innkeyrslu nágranna þeirra. Við komuna heim úr búðinni hafi þau heyrt í slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og þaðan mættu vaskir menn. Þeir skáru niður annan helminginn og mátu auk þess hin helming asparinnar svo illa farinn að réttast væri að taka hann niður líka. Bitar af öspinni sem slökkviliðið sagaði niður til að minnka hættuna.Vísir/Einar Stormur er víða um land í dag og bálhvasst á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal í Kópavogi. Ragnheiður Hrefna segist varla hafa getað staðið sjálf og þurft að grípa til aðgerða til að grill og borð utandyra yrði ekki vindinum að bráð. Mildi má þykja að enginn hafi orðið fyrir öspinni þegar hún féll sem fyrr segir á gönguleið milli húsa. Fylgir sögunni að nágranni Ragnheiðar Hrefnu hafði fyrir tilviljun ekið nýjum jeppa sínum inn í bílskúr. Bíll sem alla jafna stendur í innkeyrslunni. Fyrir vikið slapp hann við tréð sem féll í tóma innkeyrsluna. Veðrið hefur haft áhrif víða um land í dag. Ferðamenn keyrðu út af veginum um Víkurskarð og þá fór rúta með ferðamenn út af Ólafsfjarðarvegi. Engin slys urðu á fólki. Kópavogur Veður Tengdar fréttir Keyrðu út af í Víkurskarði: „Helvíti hvasst, hálka á veginum og slabb“ Skilyrði til aksturs voru slæm á Norðurlandi í dag en bíll fór út af veginum og festist í Víkurskarði í Þingeyjarsveit. 3. febrúar 2023 16:31 Stormur víða í dag og næsta lægð kemur á sunnudag Stormi er spáð víða á landinu í dag með mikilli úrkomu og hlýindum. Veðrið verður verst á suðvestanverðu landinu í upphafi en norðantil í kvöld. Næsta lægð tekur við á sunnudag. Starfsmenn Reykjavíkurborgar vinna enn að því að hreinsa frá niðurföllum þar sem hálfgerð stöðuvötn hafa myndast. Skrifstofustjóri Borgarlandsins segir að íbúar hafi bjargað miklu með því að hjálpa til. 3. febrúar 2023 12:30 Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi laust fyrir klukkan 14:30 í dag þegar rútan keyrði út af veginum og valt. Tuttugu og fimm farþegar voru í rútunni auk ökumanns og fararstjóra en engin alvarleg slys urðu á fólki. 3. febrúar 2023 16:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Ragnheiður Hrefna Gunnarsdóttir, íbúi á Digranesheiði, segist hafa verið á leiðinni út í búð eftir hádegið þegar þau urðu vör við að annar helmingur á tvístofna ösp hafði fallið til jarðar. Hann lokaði innkeyrslu nágranna þeirra. Við komuna heim úr búðinni hafi þau heyrt í slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og þaðan mættu vaskir menn. Þeir skáru niður annan helminginn og mátu auk þess hin helming asparinnar svo illa farinn að réttast væri að taka hann niður líka. Bitar af öspinni sem slökkviliðið sagaði niður til að minnka hættuna.Vísir/Einar Stormur er víða um land í dag og bálhvasst á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal í Kópavogi. Ragnheiður Hrefna segist varla hafa getað staðið sjálf og þurft að grípa til aðgerða til að grill og borð utandyra yrði ekki vindinum að bráð. Mildi má þykja að enginn hafi orðið fyrir öspinni þegar hún féll sem fyrr segir á gönguleið milli húsa. Fylgir sögunni að nágranni Ragnheiðar Hrefnu hafði fyrir tilviljun ekið nýjum jeppa sínum inn í bílskúr. Bíll sem alla jafna stendur í innkeyrslunni. Fyrir vikið slapp hann við tréð sem féll í tóma innkeyrsluna. Veðrið hefur haft áhrif víða um land í dag. Ferðamenn keyrðu út af veginum um Víkurskarð og þá fór rúta með ferðamenn út af Ólafsfjarðarvegi. Engin slys urðu á fólki.
Kópavogur Veður Tengdar fréttir Keyrðu út af í Víkurskarði: „Helvíti hvasst, hálka á veginum og slabb“ Skilyrði til aksturs voru slæm á Norðurlandi í dag en bíll fór út af veginum og festist í Víkurskarði í Þingeyjarsveit. 3. febrúar 2023 16:31 Stormur víða í dag og næsta lægð kemur á sunnudag Stormi er spáð víða á landinu í dag með mikilli úrkomu og hlýindum. Veðrið verður verst á suðvestanverðu landinu í upphafi en norðantil í kvöld. Næsta lægð tekur við á sunnudag. Starfsmenn Reykjavíkurborgar vinna enn að því að hreinsa frá niðurföllum þar sem hálfgerð stöðuvötn hafa myndast. Skrifstofustjóri Borgarlandsins segir að íbúar hafi bjargað miklu með því að hjálpa til. 3. febrúar 2023 12:30 Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi laust fyrir klukkan 14:30 í dag þegar rútan keyrði út af veginum og valt. Tuttugu og fimm farþegar voru í rútunni auk ökumanns og fararstjóra en engin alvarleg slys urðu á fólki. 3. febrúar 2023 16:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Keyrðu út af í Víkurskarði: „Helvíti hvasst, hálka á veginum og slabb“ Skilyrði til aksturs voru slæm á Norðurlandi í dag en bíll fór út af veginum og festist í Víkurskarði í Þingeyjarsveit. 3. febrúar 2023 16:31
Stormur víða í dag og næsta lægð kemur á sunnudag Stormi er spáð víða á landinu í dag með mikilli úrkomu og hlýindum. Veðrið verður verst á suðvestanverðu landinu í upphafi en norðantil í kvöld. Næsta lægð tekur við á sunnudag. Starfsmenn Reykjavíkurborgar vinna enn að því að hreinsa frá niðurföllum þar sem hálfgerð stöðuvötn hafa myndast. Skrifstofustjóri Borgarlandsins segir að íbúar hafi bjargað miklu með því að hjálpa til. 3. febrúar 2023 12:30
Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi laust fyrir klukkan 14:30 í dag þegar rútan keyrði út af veginum og valt. Tuttugu og fimm farþegar voru í rútunni auk ökumanns og fararstjóra en engin alvarleg slys urðu á fólki. 3. febrúar 2023 16:00