Í algjöru áfalli og skilja ekkert í fyrirhugaðri sölu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. febrúar 2023 11:33 Kristín Jónsdóttir hvetur fólk til að deila færslu sinni á Twitter. Hún er meðal vísindamanna í áfalli yfir fyrirhugaðri sölu. Vísir/Vilhelm Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir vísindamenn og viðbragðsaðila í áfalli vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra um að selja TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar. Fram kom í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni í gær að rekstri vélarinnar yrði hætt á árinu í hagræðingarskini. Dómsmálaráðuneytið hefði tilkynnt þetta í byrjun vikunnar og söluferli væri fram undan. Ástæðan var sögð þungur rekstur Landhelgisgæslunnar síðustu mánuði sökum gífurlegra olíuverðshækkana, meira umfangs og verri afkomu af þátttöku í Frontex, Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu, en vænst var. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir rekstrarhallann hafa leitt til samtals við ráðuneytið. Fjárveitingar til Gæslunnar voru auknar um sex hundruð milljónir í fjárlögum en það reyndist ekki nóg vegna rekstrarhallans. „Enginn góður kostur var í stöðunni og það eru okkur sár vonbrigði að neyðast til að hætta rekstri eftirlitsflugvélarinnar en hún er sérútbúin eftirlits-, björgunar- og sjúkraflugvél og mikilvæg eining í almannavarnakeðju landsins,“ sagði Georg í tilkynningunni í gær. Áhöfn TF-SIFJAR á leið til Sikileyjar árið 2017 til að sinna landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi fyrir Frontex. Hann sagði ákvörðunina vera mikla afturför í viðbragðs- og eftirlitsgetu þjóðarinnar. Vélin sé ein af mikilvægustu einingum viðbragðskeðju stofnunarinnar. „Með þessari erfiðu ákvörðun er stórt skarð höggvið í útgerð Landhelgisgæslunnar. Þá teljum við veru flugvélarinnar hér á landi vera brýnt þjóðaröryggismál, sér í lagi í ljósi breyttrar heimsmyndar.“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, brást við á Twitter í morgun og kallar eftir því að hætt verði við söluna. TF-SIF hafi skipt miklu máli í eldgosunum í Eyjafjallajökli og Bárðarbungu. Vísindamenn og viðbragðsaðilar við eldgosum séu í áfalli yfir tíðindunum. Vélin hafi hjálpað til við að greina vísbendingar um möguleg flóð í vændum. Volcano responders and scientists that have experienced eruptions such as Eyjafjallajökull & Bárðarbunga are shocked over the news that @gaeslan intend to sell TF-SIF, a radar equipped airplane which has e.g. provided early outburstflood warnings. #ekkiseljatfsif #dontsellTFSIF— Kristín Jónsdóttir (@krjonsdottir) February 2, 2023 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, tjáði RÚV í morgun að um stórt skref aftur á bak væri að ræða. Hann sagðist ekki skilja að þetta væri að gerast. Magnús segir þyrlur gæslunnar ekki geta sinnt sama hlutverki og flugvélin þegar kemur að viðbragði við náttúruvá eins og stóru öskugosi. „Það má eiginlega líkja þessu við það að lögreglan er í tímabundnum rekstrarerfiðleikum og selur bílana sína til þess að rétta sig af og getur þess vegna ekki farið í útköll nema fótgangandi,“ segir Magnús Tumi við RÚV. Landhelgisgæslan Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Fram kom í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni í gær að rekstri vélarinnar yrði hætt á árinu í hagræðingarskini. Dómsmálaráðuneytið hefði tilkynnt þetta í byrjun vikunnar og söluferli væri fram undan. Ástæðan var sögð þungur rekstur Landhelgisgæslunnar síðustu mánuði sökum gífurlegra olíuverðshækkana, meira umfangs og verri afkomu af þátttöku í Frontex, Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu, en vænst var. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir rekstrarhallann hafa leitt til samtals við ráðuneytið. Fjárveitingar til Gæslunnar voru auknar um sex hundruð milljónir í fjárlögum en það reyndist ekki nóg vegna rekstrarhallans. „Enginn góður kostur var í stöðunni og það eru okkur sár vonbrigði að neyðast til að hætta rekstri eftirlitsflugvélarinnar en hún er sérútbúin eftirlits-, björgunar- og sjúkraflugvél og mikilvæg eining í almannavarnakeðju landsins,“ sagði Georg í tilkynningunni í gær. Áhöfn TF-SIFJAR á leið til Sikileyjar árið 2017 til að sinna landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi fyrir Frontex. Hann sagði ákvörðunina vera mikla afturför í viðbragðs- og eftirlitsgetu þjóðarinnar. Vélin sé ein af mikilvægustu einingum viðbragðskeðju stofnunarinnar. „Með þessari erfiðu ákvörðun er stórt skarð höggvið í útgerð Landhelgisgæslunnar. Þá teljum við veru flugvélarinnar hér á landi vera brýnt þjóðaröryggismál, sér í lagi í ljósi breyttrar heimsmyndar.“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, brást við á Twitter í morgun og kallar eftir því að hætt verði við söluna. TF-SIF hafi skipt miklu máli í eldgosunum í Eyjafjallajökli og Bárðarbungu. Vísindamenn og viðbragðsaðilar við eldgosum séu í áfalli yfir tíðindunum. Vélin hafi hjálpað til við að greina vísbendingar um möguleg flóð í vændum. Volcano responders and scientists that have experienced eruptions such as Eyjafjallajökull & Bárðarbunga are shocked over the news that @gaeslan intend to sell TF-SIF, a radar equipped airplane which has e.g. provided early outburstflood warnings. #ekkiseljatfsif #dontsellTFSIF— Kristín Jónsdóttir (@krjonsdottir) February 2, 2023 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, tjáði RÚV í morgun að um stórt skref aftur á bak væri að ræða. Hann sagðist ekki skilja að þetta væri að gerast. Magnús segir þyrlur gæslunnar ekki geta sinnt sama hlutverki og flugvélin þegar kemur að viðbragði við náttúruvá eins og stóru öskugosi. „Það má eiginlega líkja þessu við það að lögreglan er í tímabundnum rekstrarerfiðleikum og selur bílana sína til þess að rétta sig af og getur þess vegna ekki farið í útköll nema fótgangandi,“ segir Magnús Tumi við RÚV.
Landhelgisgæslan Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira