Í algjöru áfalli og skilja ekkert í fyrirhugaðri sölu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. febrúar 2023 11:33 Kristín Jónsdóttir hvetur fólk til að deila færslu sinni á Twitter. Hún er meðal vísindamanna í áfalli yfir fyrirhugaðri sölu. Vísir/Vilhelm Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir vísindamenn og viðbragðsaðila í áfalli vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra um að selja TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar. Fram kom í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni í gær að rekstri vélarinnar yrði hætt á árinu í hagræðingarskini. Dómsmálaráðuneytið hefði tilkynnt þetta í byrjun vikunnar og söluferli væri fram undan. Ástæðan var sögð þungur rekstur Landhelgisgæslunnar síðustu mánuði sökum gífurlegra olíuverðshækkana, meira umfangs og verri afkomu af þátttöku í Frontex, Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu, en vænst var. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir rekstrarhallann hafa leitt til samtals við ráðuneytið. Fjárveitingar til Gæslunnar voru auknar um sex hundruð milljónir í fjárlögum en það reyndist ekki nóg vegna rekstrarhallans. „Enginn góður kostur var í stöðunni og það eru okkur sár vonbrigði að neyðast til að hætta rekstri eftirlitsflugvélarinnar en hún er sérútbúin eftirlits-, björgunar- og sjúkraflugvél og mikilvæg eining í almannavarnakeðju landsins,“ sagði Georg í tilkynningunni í gær. Áhöfn TF-SIFJAR á leið til Sikileyjar árið 2017 til að sinna landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi fyrir Frontex. Hann sagði ákvörðunina vera mikla afturför í viðbragðs- og eftirlitsgetu þjóðarinnar. Vélin sé ein af mikilvægustu einingum viðbragðskeðju stofnunarinnar. „Með þessari erfiðu ákvörðun er stórt skarð höggvið í útgerð Landhelgisgæslunnar. Þá teljum við veru flugvélarinnar hér á landi vera brýnt þjóðaröryggismál, sér í lagi í ljósi breyttrar heimsmyndar.“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, brást við á Twitter í morgun og kallar eftir því að hætt verði við söluna. TF-SIF hafi skipt miklu máli í eldgosunum í Eyjafjallajökli og Bárðarbungu. Vísindamenn og viðbragðsaðilar við eldgosum séu í áfalli yfir tíðindunum. Vélin hafi hjálpað til við að greina vísbendingar um möguleg flóð í vændum. Volcano responders and scientists that have experienced eruptions such as Eyjafjallajökull & Bárðarbunga are shocked over the news that @gaeslan intend to sell TF-SIF, a radar equipped airplane which has e.g. provided early outburstflood warnings. #ekkiseljatfsif #dontsellTFSIF— Kristín Jónsdóttir (@krjonsdottir) February 2, 2023 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, tjáði RÚV í morgun að um stórt skref aftur á bak væri að ræða. Hann sagðist ekki skilja að þetta væri að gerast. Magnús segir þyrlur gæslunnar ekki geta sinnt sama hlutverki og flugvélin þegar kemur að viðbragði við náttúruvá eins og stóru öskugosi. „Það má eiginlega líkja þessu við það að lögreglan er í tímabundnum rekstrarerfiðleikum og selur bílana sína til þess að rétta sig af og getur þess vegna ekki farið í útköll nema fótgangandi,“ segir Magnús Tumi við RÚV. Landhelgisgæslan Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Fram kom í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni í gær að rekstri vélarinnar yrði hætt á árinu í hagræðingarskini. Dómsmálaráðuneytið hefði tilkynnt þetta í byrjun vikunnar og söluferli væri fram undan. Ástæðan var sögð þungur rekstur Landhelgisgæslunnar síðustu mánuði sökum gífurlegra olíuverðshækkana, meira umfangs og verri afkomu af þátttöku í Frontex, Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu, en vænst var. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir rekstrarhallann hafa leitt til samtals við ráðuneytið. Fjárveitingar til Gæslunnar voru auknar um sex hundruð milljónir í fjárlögum en það reyndist ekki nóg vegna rekstrarhallans. „Enginn góður kostur var í stöðunni og það eru okkur sár vonbrigði að neyðast til að hætta rekstri eftirlitsflugvélarinnar en hún er sérútbúin eftirlits-, björgunar- og sjúkraflugvél og mikilvæg eining í almannavarnakeðju landsins,“ sagði Georg í tilkynningunni í gær. Áhöfn TF-SIFJAR á leið til Sikileyjar árið 2017 til að sinna landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi fyrir Frontex. Hann sagði ákvörðunina vera mikla afturför í viðbragðs- og eftirlitsgetu þjóðarinnar. Vélin sé ein af mikilvægustu einingum viðbragðskeðju stofnunarinnar. „Með þessari erfiðu ákvörðun er stórt skarð höggvið í útgerð Landhelgisgæslunnar. Þá teljum við veru flugvélarinnar hér á landi vera brýnt þjóðaröryggismál, sér í lagi í ljósi breyttrar heimsmyndar.“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, brást við á Twitter í morgun og kallar eftir því að hætt verði við söluna. TF-SIF hafi skipt miklu máli í eldgosunum í Eyjafjallajökli og Bárðarbungu. Vísindamenn og viðbragðsaðilar við eldgosum séu í áfalli yfir tíðindunum. Vélin hafi hjálpað til við að greina vísbendingar um möguleg flóð í vændum. Volcano responders and scientists that have experienced eruptions such as Eyjafjallajökull & Bárðarbunga are shocked over the news that @gaeslan intend to sell TF-SIF, a radar equipped airplane which has e.g. provided early outburstflood warnings. #ekkiseljatfsif #dontsellTFSIF— Kristín Jónsdóttir (@krjonsdottir) February 2, 2023 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, tjáði RÚV í morgun að um stórt skref aftur á bak væri að ræða. Hann sagðist ekki skilja að þetta væri að gerast. Magnús segir þyrlur gæslunnar ekki geta sinnt sama hlutverki og flugvélin þegar kemur að viðbragði við náttúruvá eins og stóru öskugosi. „Það má eiginlega líkja þessu við það að lögreglan er í tímabundnum rekstrarerfiðleikum og selur bílana sína til þess að rétta sig af og getur þess vegna ekki farið í útköll nema fótgangandi,“ segir Magnús Tumi við RÚV.
Landhelgisgæslan Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira