Klitschko reiður vegna Rússa á ÓL: Með gullmedalíu í að nauðga konum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2023 09:31 Wladimir Klitschko var ekkert að spara stóru orðin þegar hann talaði gegn inntöku Rússa á Ólympíuleikana í París á næsta ári. Getty/ Eóin Noonan Einn frægasti íþróttamaður í sögu Úkraínu sparaði ekki stóru orðin þegar hann gagnrýndi fréttirnar af því að Alþjóðaólympíunefndin, IOC, vilji finna leið fyrir Rússa og Hvít-Rússa til að taka þátt í Ólympíuleikunum í París á næsta ári. Úkraínska hnefaleikagoðsögnin Wladimir Klitschko setti inn myndband á samfélagsmiðla þar sem hann lýsir yfir reiði sinni og hneykslun vegna þessara frétta. „Rússar eru Ólympíumeistarar í glæpum gegn almennum borgurum,“ sagði Wladimir Klitschko meðal annars í myndbandinu sem hann setti inn á Facebook en hann gekk líka enn lengra. Olympic gold medalist Wladimir Klitschko has joined Ukraine's fight against IOC plans to let some Russians compete at the 2024 Paris Summer Games. https://t.co/vpNox5iNDh— The Associated Press (@AP) January 31, 2023 Alþjóðaólympíunefndin vill að rússneskir og hvít-rússneskir íþróttamenn fái að keppa á leikunum en undir hlutlausum fána. Margir hafa lýst yfir óánægju sinni vegna þessa en fáir hafa þó gengið eins langt í gagnrýni sinni og Klitschko. Klitschko er fyrrverandi heimsmeistari í þungavigt hnefaleikanna. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, bauð Thomas Bach, forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar, að koma í heimsókn í bæinn Bachmut, þar sem miklir bardagar hafa staðið yfir í vetur. Klitschko beindi orðum sínum beint til Thomas Bach og það voru þung orð sem hann lét út úr sér. „Þú leggur til að leyfa Rússum og Hvít-Rússum að keppa á Ólympíuleikunum í París. Ég get sagt þér að Rússar eru Ólympíumeistarar í glæpum gegn almennum borgurum. Þeir eru með gullmedalíu í að ræna börnum og nauðga konum. Þú getur ekki sett Ólympíuhringina á þessa glæpi þeirra því um leið verður þú vitorðsmaður í þessu svívirðilega stríði,“ sagði Klitschko. Today russians have the gold medal in war crimes, deportation of children and rape of women. You can't put your @Olympics emblem on these crimes dear Thomas Bach. @iocmedia #RoadToParis2024 #StopTheWar pic.twitter.com/v9ohDb13xe— Klitschko (@Klitschko) January 30, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Ólympíuleikar 2024 í París Box Rússland Úkraína Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira
Úkraínska hnefaleikagoðsögnin Wladimir Klitschko setti inn myndband á samfélagsmiðla þar sem hann lýsir yfir reiði sinni og hneykslun vegna þessara frétta. „Rússar eru Ólympíumeistarar í glæpum gegn almennum borgurum,“ sagði Wladimir Klitschko meðal annars í myndbandinu sem hann setti inn á Facebook en hann gekk líka enn lengra. Olympic gold medalist Wladimir Klitschko has joined Ukraine's fight against IOC plans to let some Russians compete at the 2024 Paris Summer Games. https://t.co/vpNox5iNDh— The Associated Press (@AP) January 31, 2023 Alþjóðaólympíunefndin vill að rússneskir og hvít-rússneskir íþróttamenn fái að keppa á leikunum en undir hlutlausum fána. Margir hafa lýst yfir óánægju sinni vegna þessa en fáir hafa þó gengið eins langt í gagnrýni sinni og Klitschko. Klitschko er fyrrverandi heimsmeistari í þungavigt hnefaleikanna. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, bauð Thomas Bach, forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar, að koma í heimsókn í bæinn Bachmut, þar sem miklir bardagar hafa staðið yfir í vetur. Klitschko beindi orðum sínum beint til Thomas Bach og það voru þung orð sem hann lét út úr sér. „Þú leggur til að leyfa Rússum og Hvít-Rússum að keppa á Ólympíuleikunum í París. Ég get sagt þér að Rússar eru Ólympíumeistarar í glæpum gegn almennum borgurum. Þeir eru með gullmedalíu í að ræna börnum og nauðga konum. Þú getur ekki sett Ólympíuhringina á þessa glæpi þeirra því um leið verður þú vitorðsmaður í þessu svívirðilega stríði,“ sagði Klitschko. Today russians have the gold medal in war crimes, deportation of children and rape of women. You can't put your @Olympics emblem on these crimes dear Thomas Bach. @iocmedia #RoadToParis2024 #StopTheWar pic.twitter.com/v9ohDb13xe— Klitschko (@Klitschko) January 30, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Ólympíuleikar 2024 í París Box Rússland Úkraína Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira