BÍ segir skilið við Alþjóðasamband blaðamanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2023 15:41 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. vísir/Vilhelm Blaðamannafélag Íslands hefur tilkynnt úrsögn sína úr Alþjóðasambandi blaðamanna, IFJ. BÍ stígur þetta stóra skref á sama tíma og systurfélög þess í Noregi, Danmörku og Finnlandi. Svíar hafa þá úrsögn til skoðunar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Blaðamannafélagsins. Þar er haft eftir Sigríði Dögg Auðunsdóttur formanni BÍ að ástæðan fyrir úrsögninni séu sú að IFJ hafi reynst ófært um að gera úrbætur í starfsemi sinni í samræmi við gagnrýni frá Norrænu blaðamannafélögunum og fleiri félögum. Sú gagnrýni hafi verið viðvarandi í meira en áratug. „Við erum ósátt við skipulag þinga og kosninga og skort á gagnsæi í ákvarðanatöku,“ segir Sigríður Dögg í yfirlýsingunni. Norrænu blaðamannafélögin hafi ítrekað kallað eftir umbótum á starfsháttum IFJ en ekkert gerst. Forysta IFJ hafi til að mynda látið það viðgangast að rússneska aðildarfélagið fylgdi eftir herskárri stefnu Rússa í Úkraínu með því að stofnað héraðsfélög rússnesku blaðamannasamtakanna á herteknum svæðum sem hafi þar með fengið sjálfkrafa aðild að IFJ. „Það sama hefur gerst í Abkasíu, þó að þetta georgíska hérað sé ekki viðurkennt sem sjálfstætt af neinum öðrum en Rússlandi, Níkaragva og Venesúela. Ennfremur valdi IFJ að halda ársþing sitt í Óman, þar sem svo sannarlega ríkir ekki fjölmiðlafrelsi.“ Fram kemur í tilkynningunni að stjórn BÍ hafi í desember gefið grænt ljós á að félagið tilkynnti úrsögn úr IFJ brygðist forysta samtakanna ekki við kröfum norrænu félaganna. Úrsögnin verður formleg samþykki félagsmenn BÍ úrsögnina á aðalfundi félagsins. „Við, formenn norrænu blaðamannafélaganna fimm, funduðum í síðustu viku með æðstu stjórnendum IFJ - forseta, framkvæmdastjóra og aðstoðarframkvæmdastjóra, en því miður reyndist enginn vilji til að koma til móts við umbótakröfur okkar og lítill skilningur virtist á gagnrýni okkar,“ er haft eftir Sigríði í tilkynningunni. „Við höfum knúið á um breytingar hjá IFJ í meira en áratug, svo sem um meira gagnsæi í kringum kosningar og aðrar stóar ákvarðanir innan IFJ. Það hefur ekki borið árangur og við höfum ekki trú á því að það gerist nema með grundvallarbreytingum á stjórnskipan, menningu og viðhorfum sem við sjáum ekki að þau sem nú halda um stjórnartaumana hafi áhuga eða vilja til að ráðast í.“ Fram kemur í tilkynningunni að sex mánaða uppsagnarfrestur sé á úrsögninni. Verði úrsögnin samþykkt á aðalfundi BÍ í mars muni hún taka gildi í lok júlí. Fjölmiðlar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fleiri fréttir Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Blaðamannafélagsins. Þar er haft eftir Sigríði Dögg Auðunsdóttur formanni BÍ að ástæðan fyrir úrsögninni séu sú að IFJ hafi reynst ófært um að gera úrbætur í starfsemi sinni í samræmi við gagnrýni frá Norrænu blaðamannafélögunum og fleiri félögum. Sú gagnrýni hafi verið viðvarandi í meira en áratug. „Við erum ósátt við skipulag þinga og kosninga og skort á gagnsæi í ákvarðanatöku,“ segir Sigríður Dögg í yfirlýsingunni. Norrænu blaðamannafélögin hafi ítrekað kallað eftir umbótum á starfsháttum IFJ en ekkert gerst. Forysta IFJ hafi til að mynda látið það viðgangast að rússneska aðildarfélagið fylgdi eftir herskárri stefnu Rússa í Úkraínu með því að stofnað héraðsfélög rússnesku blaðamannasamtakanna á herteknum svæðum sem hafi þar með fengið sjálfkrafa aðild að IFJ. „Það sama hefur gerst í Abkasíu, þó að þetta georgíska hérað sé ekki viðurkennt sem sjálfstætt af neinum öðrum en Rússlandi, Níkaragva og Venesúela. Ennfremur valdi IFJ að halda ársþing sitt í Óman, þar sem svo sannarlega ríkir ekki fjölmiðlafrelsi.“ Fram kemur í tilkynningunni að stjórn BÍ hafi í desember gefið grænt ljós á að félagið tilkynnti úrsögn úr IFJ brygðist forysta samtakanna ekki við kröfum norrænu félaganna. Úrsögnin verður formleg samþykki félagsmenn BÍ úrsögnina á aðalfundi félagsins. „Við, formenn norrænu blaðamannafélaganna fimm, funduðum í síðustu viku með æðstu stjórnendum IFJ - forseta, framkvæmdastjóra og aðstoðarframkvæmdastjóra, en því miður reyndist enginn vilji til að koma til móts við umbótakröfur okkar og lítill skilningur virtist á gagnrýni okkar,“ er haft eftir Sigríði í tilkynningunni. „Við höfum knúið á um breytingar hjá IFJ í meira en áratug, svo sem um meira gagnsæi í kringum kosningar og aðrar stóar ákvarðanir innan IFJ. Það hefur ekki borið árangur og við höfum ekki trú á því að það gerist nema með grundvallarbreytingum á stjórnskipan, menningu og viðhorfum sem við sjáum ekki að þau sem nú halda um stjórnartaumana hafi áhuga eða vilja til að ráðast í.“ Fram kemur í tilkynningunni að sex mánaða uppsagnarfrestur sé á úrsögninni. Verði úrsögnin samþykkt á aðalfundi BÍ í mars muni hún taka gildi í lok júlí.
Fjölmiðlar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fleiri fréttir Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Sjá meira