Landasali fyrir norðan talinn hafa hagnast um margar milljónir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. febrúar 2023 08:25 Málið er til meðferðar hjá Hérðasdómi Norðurlands eystra á Akureyri. Jónas Páll Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur ákært tvo einstaklinga fyrir nokkuð umfangsmikla sölu á sígarettum og tóbaki. Annar einstaklinganna er einnig ákærður fyrir landasölu. Er viðkomandi talinn hafa hagnast um 5,6 milljónir vegna málsins. Aðalmeðferð í máli einstaklinganna fer fram fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra í næsta mánuði. Í ákæru yfir þeim kemur fram að öðrum einstaklingnum, konu, er gefið að sök að hafa yfir tæplega tveggja ára tímabil, á Akureyri frá sumrinu 2018 til sumarsins 2020 selt ótilgreindum fjölda einstaklinga ótiltekið magn af heimatilbúnu áfengu, svokölluðum landa. Tekið er fram að 21 þeirra sem hún seldi landa hafi verið undir tuttugu ára aldri. Þá er henni einnig gefið að sök að hafa haft á heimili sínu 33 lítra af landa, ætlað í söluskyni. Þá er henni einnig gefið að sök að hafa án heimildar selt ótiltekið magn af sígarettum og tóbaki á sama tímabili. Fram kemur í ákærunni að með þessari ólögmætu starfsemi hafi hún aflað sér ávinnings upp á 5,6 milljónir króna. Þá er hún einnig sökuð um að hafa millifært tæpa eina milljón króna á hinn einstaklinginn, sem útvegaði henni tóbak sem konan seldi. Er konan sökuð um brot gegn lögum um peningaþvætti, brot gegn áfengislögum og brot gegn tóbaksvörnum. Hinn einstaklingurinn, karlmaður, er ákærður fyrir að hafa frá sumrinu 2019 til sumarsins 2020, staðið saman með konunni að því að selja frá heimili hennar sígarettur og tóbaksvörur. Með þessu hafi hann hagnast um umrædda tæpu milljón, sem hann hafi nýtt til eigin framfærslu og reksturs. Lögreglustjórinn gerir kröfu um að þau verði bæði dæmd til refsingar, auk þess sem að gerð er krafa um að gerðar verði upptækar rúmlega 150 þúsund krónur, sem lögregla lagði hald á í peningum. Áfengi og tóbak Dómsmál Akureyri Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Aðalmeðferð í máli einstaklinganna fer fram fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra í næsta mánuði. Í ákæru yfir þeim kemur fram að öðrum einstaklingnum, konu, er gefið að sök að hafa yfir tæplega tveggja ára tímabil, á Akureyri frá sumrinu 2018 til sumarsins 2020 selt ótilgreindum fjölda einstaklinga ótiltekið magn af heimatilbúnu áfengu, svokölluðum landa. Tekið er fram að 21 þeirra sem hún seldi landa hafi verið undir tuttugu ára aldri. Þá er henni einnig gefið að sök að hafa haft á heimili sínu 33 lítra af landa, ætlað í söluskyni. Þá er henni einnig gefið að sök að hafa án heimildar selt ótiltekið magn af sígarettum og tóbaki á sama tímabili. Fram kemur í ákærunni að með þessari ólögmætu starfsemi hafi hún aflað sér ávinnings upp á 5,6 milljónir króna. Þá er hún einnig sökuð um að hafa millifært tæpa eina milljón króna á hinn einstaklinginn, sem útvegaði henni tóbak sem konan seldi. Er konan sökuð um brot gegn lögum um peningaþvætti, brot gegn áfengislögum og brot gegn tóbaksvörnum. Hinn einstaklingurinn, karlmaður, er ákærður fyrir að hafa frá sumrinu 2019 til sumarsins 2020, staðið saman með konunni að því að selja frá heimili hennar sígarettur og tóbaksvörur. Með þessu hafi hann hagnast um umrædda tæpu milljón, sem hann hafi nýtt til eigin framfærslu og reksturs. Lögreglustjórinn gerir kröfu um að þau verði bæði dæmd til refsingar, auk þess sem að gerð er krafa um að gerðar verði upptækar rúmlega 150 þúsund krónur, sem lögregla lagði hald á í peningum.
Áfengi og tóbak Dómsmál Akureyri Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira