Sjáðu öll sextíu mörk markakóngs HM á aðeins sextíu sekúndum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2023 11:01 Mathias Gidsel var frábær með danska landsliðinu á heimsmeistaramótinu og það virðast fáir geta hamið þennan einstaka handboltamann þótt að hann sé ekki hár í loftinu. AP/Liselotte Sabroe Daninn Mathias Gidsel varð markakóngur og mikilvægasti leikmaður heimsmeistaramótsins í handbolta. Gidsel skoraði sextíu mörk í níu leikjum og skoraði meira en allir aðrir leikmenn mótsins þrátt fyrir að taka ekki eitt einasta víti á mótinu. View this post on Instagram A post shared by DR Sporten (@drsporten) Hann er enn bara 23 ára gamall og leikur með þýska liðinu Füchse Berlin. Danir hafa unnið verðlaun á öllum fjórum stórmótum hans með liðinu. Gidsel lék sinn fyrsta landsleik í nóvember 2020 og hefur hingað til skorað 244 mörk í 48 landsleikjum eða meira en fimm mörk að meðaltali í leik. Gidsel hefur nú náð því að vera valinn í úrvalsliðið á fjórum stórmótum í röð sem eru jafnframt hans fyrstu fjögur stórmót. Gidsel nýtti 75 prósent skota sína á nýloknu heimsmeistaramóti en samkvæmt opinberri tölfræði mótsins þá skoraði hann sextán mörk með langskotum, sextán mörk úr hraðaupphlaupum, fjórtán mörk eftir gegnumbrot, tólf mörk af línu og loks tvö mörk í tómt mark. Gidsel skoraði ekki aðeins sextíu mörk því hann átti einnig 42 stoðsendingar. Hann kom því að meira en hundrað mörkum í níu leikjum Dana á mótinu. Danska ríkisútvarpið tók saman öll sextíu mörk Gidsel á mótinu og snöggklippti þau saman eins og sjá má hér fyrir ofan með því að fletta yfir á næstu mynd. Mathias Gidsel becomes the only 3rd player in the history to be a part of the Allstar team for at least 4 championships in a row! He has been in the Allstar team in all his 4 championships!#handball https://t.co/jgIISDdEB0 pic.twitter.com/qzuUXgbY1T— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 29, 2023 HM 2023 í handbolta Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Gidsel skoraði sextíu mörk í níu leikjum og skoraði meira en allir aðrir leikmenn mótsins þrátt fyrir að taka ekki eitt einasta víti á mótinu. View this post on Instagram A post shared by DR Sporten (@drsporten) Hann er enn bara 23 ára gamall og leikur með þýska liðinu Füchse Berlin. Danir hafa unnið verðlaun á öllum fjórum stórmótum hans með liðinu. Gidsel lék sinn fyrsta landsleik í nóvember 2020 og hefur hingað til skorað 244 mörk í 48 landsleikjum eða meira en fimm mörk að meðaltali í leik. Gidsel hefur nú náð því að vera valinn í úrvalsliðið á fjórum stórmótum í röð sem eru jafnframt hans fyrstu fjögur stórmót. Gidsel nýtti 75 prósent skota sína á nýloknu heimsmeistaramóti en samkvæmt opinberri tölfræði mótsins þá skoraði hann sextán mörk með langskotum, sextán mörk úr hraðaupphlaupum, fjórtán mörk eftir gegnumbrot, tólf mörk af línu og loks tvö mörk í tómt mark. Gidsel skoraði ekki aðeins sextíu mörk því hann átti einnig 42 stoðsendingar. Hann kom því að meira en hundrað mörkum í níu leikjum Dana á mótinu. Danska ríkisútvarpið tók saman öll sextíu mörk Gidsel á mótinu og snöggklippti þau saman eins og sjá má hér fyrir ofan með því að fletta yfir á næstu mynd. Mathias Gidsel becomes the only 3rd player in the history to be a part of the Allstar team for at least 4 championships in a row! He has been in the Allstar team in all his 4 championships!#handball https://t.co/jgIISDdEB0 pic.twitter.com/qzuUXgbY1T— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 29, 2023
HM 2023 í handbolta Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira