Þessu greindi Hague frá á Instagram reikningi sínum.
Með myndinni af litlu fjölskyldunni skrifar hún einungis fæðingardag barnsins, þann 23. janúar.
Parið kynntist í fimmtu seríu vinsælu raunveruleikaþáttanna „Love Island“ árið 2019 og hefur verið saman allar götur síðan.
Líkt og fæðing barnsins var ólétta Hague tilkynnt á samfélagsmiðlum með dramatísku myndbandi þar sem farið er yfir samband parsins alla leið frá Love Island að meðgöngu.
Ástareyjan er þó ekki sú eina sem Hague hefur heimsótt en hún kom til Íslands í ágúst síðastliðnum fyrir einhverskonar tískuverkefni. Á meðan veru hennar hérlendis stóð heimsótti hún Hamborgarabúllu Tómasar en hún sagðist hafa „þurft“ að fara þangað vegna nafns kærastans síns, hnefaleikakappans Tommy Fury.