Forsætisráðherrann fyrrverandi sagði að Pútín hefði sagt að hann gæti skotið eldflaug á Bretland á innan við mínútu. Borist sagðist hafa varað Pútín við því að ef hann réðist inn í Úkraínu myndu Vesturlönd herða refsiaðgerðir sínar og stuðningur við Nató aukast.
Sjá einnig: Pútín sagðist geta skotið eldflaug á Bretland á innan við mínútu
"Boris, I don't want to hurt you but with a missile it would only take a minute" - @BorisJohnson told @BBCNews about his talks with Putin before the full-scale invasion began.
— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) January 30, 2023
He added that Putin seemed relaxed and detached. pic.twitter.com/zLQ1pPG5uJ
Boris Johnson var þá að reyna að fá Pútín að samningaborðinu og koma í veg fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Þetta var í byrjun febrúar en innrásin hófst þann 24. febrúar.
Peskóv var nokkuð harðorður í garð Borisar í morgun, samkvæmt RIA fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins.
„Það sem Johnson sagði er ekki rétt, nánar tiltekið, þá er það lygi,“ sagði Peskóv við blaðamenn í dag og velti hann því fyrir sér af hverju Borist Johnson væri að ljúga upp á Pútín. Hann sagði þó einnig mögulegt að Boris hefði ekki skilið Pútín á sínum tíma en ítrekaði þó skömmu síðar að hann væri að ljúga.
Sjá einnig: Lýgur því að Rússar hafi aldrei hótað notkun kjarnorkuvopna
Peskóv sagðist vita hvað Pútín hefði rætt við Johnson um á sínum tíma.
„Þess vegna endurtek ég formlega: Þetta er lygi. Það var engin hótun um eldflaugaárás,“ sagði Peskóv. Hann sagði Pútín hafa talað um að ef Úkraína myndi ganga í Atlantshafsbandalagið gætu eldflaugar þaðan náð til Moskvu á nokkrum mínútum.