„Ég held að það muni algjörlega frysta markaðinn“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. janúar 2023 21:21 Páll Heiðar Pálsson fasteignasali segir húsnæðisverð ekki fara hækkandi. Vísir/Arnar Vaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa skilað árangri að sögn fasteignasala sem segir húsnæðisverð ekki fara hækkandi. Frekari vaxtahækkanir muni þó frysta markaðinn. Í nýlegri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að fáar íbúðir séu til sölu með greiðslubyrði undir 250 þúsund krónum. Fyrir þá sem taka óverðtryggt lán fyrir 80 prósent af kaupverði og eru með greiðslugetu upp á 250 þúsund - eru aðeins um hundrað íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu en í byrjun ársins 2020 voru þær yfir 800. „Þetta er svona að segja okkur það að reglurnar sem bankinn er að setja takmarkar fjölda fólks til þess að fara inn á markaðinn miðað við óverðtryggt lán sem þýðir það, að rosalega margir eru að fara yfir í verðtryggt lán,“ segir Páll Heiðar Pálsson fasteignasali. Hann telur ákvarðanir seðlabankans skila árangri. „Af því að frá og með að bankinn hækkaði vexti þá tempraðist hækkun á fasteignaverði sem var náttúrulega markmiðið - einmitt til að tempra verðbólgu. Þannig að þetta er klárlega að hjálpa.“ Hann segir að haustið hafi verið mjög rólegt. Októbermánuður var söluminnsti mánuðurinn í tíu ár - en Páll segir markaðinn vera að taka við sér. „Við erum að sjá fleira fólk á opnum húsum, við erum að sjá fleiri tilboð og við erum ekki að sjá sömu ládeyðu og hefur verið í haust þannig okkar upplifun er sú að markaðurinn sé að taka við sér. En hvað getur skýrt það? „[Það] gætu verið kjarasamningarnir. Ég var á þeirri skoðun að það þrennt þyrfti að gerast svo markaðurinn færi af stað af alvöru. Það eru náttúrulega kjarasamningarnir, vextir og verðbólga þarf að lækka.“ Næsti ákvörðunardagur peningastefnunefndar er í febrúar og segir Páll að frekari vaxtahækkun muni hafa slæmar afleiðingar í för með sér fyrir fasteignamarkaðinn. „Ég held að það muni algjörlega frysta markaðinn. Hann hefur kólnað miðað við sama tíma í fyrra en er alls ekki frosinn. Það gengur vel, það gengur öllum vel að kaupa og selja en ég held að þetta muni útiloka fleiri kaupendur að komast inn á markaðinn ef vextir hækka enn frekar.“ Fasteignamarkaður Húsnæðismál Leigumarkaður Kjaramál Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Sjá meira
Í nýlegri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að fáar íbúðir séu til sölu með greiðslubyrði undir 250 þúsund krónum. Fyrir þá sem taka óverðtryggt lán fyrir 80 prósent af kaupverði og eru með greiðslugetu upp á 250 þúsund - eru aðeins um hundrað íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu en í byrjun ársins 2020 voru þær yfir 800. „Þetta er svona að segja okkur það að reglurnar sem bankinn er að setja takmarkar fjölda fólks til þess að fara inn á markaðinn miðað við óverðtryggt lán sem þýðir það, að rosalega margir eru að fara yfir í verðtryggt lán,“ segir Páll Heiðar Pálsson fasteignasali. Hann telur ákvarðanir seðlabankans skila árangri. „Af því að frá og með að bankinn hækkaði vexti þá tempraðist hækkun á fasteignaverði sem var náttúrulega markmiðið - einmitt til að tempra verðbólgu. Þannig að þetta er klárlega að hjálpa.“ Hann segir að haustið hafi verið mjög rólegt. Októbermánuður var söluminnsti mánuðurinn í tíu ár - en Páll segir markaðinn vera að taka við sér. „Við erum að sjá fleira fólk á opnum húsum, við erum að sjá fleiri tilboð og við erum ekki að sjá sömu ládeyðu og hefur verið í haust þannig okkar upplifun er sú að markaðurinn sé að taka við sér. En hvað getur skýrt það? „[Það] gætu verið kjarasamningarnir. Ég var á þeirri skoðun að það þrennt þyrfti að gerast svo markaðurinn færi af stað af alvöru. Það eru náttúrulega kjarasamningarnir, vextir og verðbólga þarf að lækka.“ Næsti ákvörðunardagur peningastefnunefndar er í febrúar og segir Páll að frekari vaxtahækkun muni hafa slæmar afleiðingar í för með sér fyrir fasteignamarkaðinn. „Ég held að það muni algjörlega frysta markaðinn. Hann hefur kólnað miðað við sama tíma í fyrra en er alls ekki frosinn. Það gengur vel, það gengur öllum vel að kaupa og selja en ég held að þetta muni útiloka fleiri kaupendur að komast inn á markaðinn ef vextir hækka enn frekar.“
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Leigumarkaður Kjaramál Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Sjá meira