Galdurinn að langlífi: „Ég er búin að spila bridds í 60 ár“ Sigurður Orri Kristjánsson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 27. janúar 2023 20:52 Múlabær, dagþjálfun fyrir aldraða og öryrkja er 40 ára á árinu og í tilefni af því var slegið til heljarinnar samkvæmis í húsakynnum félagsins í Síðumúla í dag. Tugir nýta þjónustuna á hverjum degi en það þarf fleiri slík úrræði segir forstöðukona Múlabæjar. Notandi segir þjónustuna mjög góða. Mikil stemmning var í salnum og nokkrir gestir tóku til máls. Málflutningur þeirra allra var á þann veg að fleiri slík úrræði þyrfti til handa eldri borgurum landsins, boðið var upp á kaffi og með því og leikin var lifandi tónlist. Forstöðumaður Múlabæjar, Þórunn Bjarney Garðarsdóttir vill vekja athygli á mikilvægi starfsins en mikið af fólki nýtir sér fjölbreytta þjónustu dagdvalarinnar. Sextíu manns á dag „Við erum að fá á hverjum degi 60 manns í hús og á hverri viku eru 130 að nýta sér þjónustuna. Í dag ákvað ég að bjóða sérstaklega fólki úr heilbrigðisþjónustunni - ráðamönnum - til að vekja athygli þeirra á þessu málefni og hvað við erum að gera góða hluti.“ Starf Múlabæjar er afar fjölbreytt. „Alla daga getur fólk farið í æfingasal, það getur farið í tæki, tekið þátt í stólaleikflimi. Og nýtt sér vinnustofur sem er bæði almenn vinnustofa og listasmiðja. Við erum með hjúkrunarþjónustu, við erum hér með endurhæfingarpláss og fólk fer í sjúkraþjálfun. Við erum líka með fótaaðgerðarfræðing og hárgreiðslu- og snyrtistofu. Allt til þess að fólki líði sem best.“ Þórunn segir þurfa fleiri úrræði fyrir eldra fólk. „Múlabær er orðinn fjörutíu ára. Við erum með fleiri dagdvalarúrræði en þeim hefur ekki fjölgað í takt við fjölgun aldraðra í samfélaginu. Við þurfum nauðsynlega á fleiri svona stöðum að halda.“ „Þarftu ekki að vita hvað ég er gömul?“ Guðrún Jörgensen, hefur nýtt sér þjónustu Múlabæjar í næstum ár. „Það er bara allt mjög gott og flott hérna. Það var nú eiginlega dóttir mín sem réði þessu að ég kæmi hingað, því ég er orðinn dálítið gömul. Þarftu ekki að vita hvað ég er gömul? Næst þegar ég á afmæli verð ég 94 ára.“ Aðspurð um hver galdurinn sé við að halda sér hressri stendur ekki á svari frá Guðrúnu. „Ég er búin að spila bridds í 60 ár.“ Eldri borgarar Reykjavík Bridge Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Mikil stemmning var í salnum og nokkrir gestir tóku til máls. Málflutningur þeirra allra var á þann veg að fleiri slík úrræði þyrfti til handa eldri borgurum landsins, boðið var upp á kaffi og með því og leikin var lifandi tónlist. Forstöðumaður Múlabæjar, Þórunn Bjarney Garðarsdóttir vill vekja athygli á mikilvægi starfsins en mikið af fólki nýtir sér fjölbreytta þjónustu dagdvalarinnar. Sextíu manns á dag „Við erum að fá á hverjum degi 60 manns í hús og á hverri viku eru 130 að nýta sér þjónustuna. Í dag ákvað ég að bjóða sérstaklega fólki úr heilbrigðisþjónustunni - ráðamönnum - til að vekja athygli þeirra á þessu málefni og hvað við erum að gera góða hluti.“ Starf Múlabæjar er afar fjölbreytt. „Alla daga getur fólk farið í æfingasal, það getur farið í tæki, tekið þátt í stólaleikflimi. Og nýtt sér vinnustofur sem er bæði almenn vinnustofa og listasmiðja. Við erum með hjúkrunarþjónustu, við erum hér með endurhæfingarpláss og fólk fer í sjúkraþjálfun. Við erum líka með fótaaðgerðarfræðing og hárgreiðslu- og snyrtistofu. Allt til þess að fólki líði sem best.“ Þórunn segir þurfa fleiri úrræði fyrir eldra fólk. „Múlabær er orðinn fjörutíu ára. Við erum með fleiri dagdvalarúrræði en þeim hefur ekki fjölgað í takt við fjölgun aldraðra í samfélaginu. Við þurfum nauðsynlega á fleiri svona stöðum að halda.“ „Þarftu ekki að vita hvað ég er gömul?“ Guðrún Jörgensen, hefur nýtt sér þjónustu Múlabæjar í næstum ár. „Það er bara allt mjög gott og flott hérna. Það var nú eiginlega dóttir mín sem réði þessu að ég kæmi hingað, því ég er orðinn dálítið gömul. Þarftu ekki að vita hvað ég er gömul? Næst þegar ég á afmæli verð ég 94 ára.“ Aðspurð um hver galdurinn sé við að halda sér hressri stendur ekki á svari frá Guðrúnu. „Ég er búin að spila bridds í 60 ár.“
Eldri borgarar Reykjavík Bridge Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent