Ekki á dagskrá að afnema stimpilklukku fyrir grunnskólakennara borgarinnar Atli Ísleifsson skrifar 27. janúar 2023 08:48 Sjálfstæðismenn segja að kennarar hafi lengi kallað eftir breytingunni. Vísir/Vilhelm Meirihlutinn í borgarráði Reykjavíkurborgar hefur vísað frá tillögum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins að unnið verði að því að afnema notkun stimpilklukku fyrir kennara sem starfa í grunnskólum borgarinnar. Sjálfstæðismenn og fulltrúi Flokks fólksins lögðu fram sambærilegar tillögur á síðasta ári og lögðu þar til að ráðist yrði í breytinguna í samráði við Kennarafélag Reykjavíkur. Með breytingunni yrði komið „til móts við sjálfstæði kennara í störfum og sveigjanlegan vinnutíma,“ líkt og sagði í rökstuðningi Sjálfstæðismanna. Borgarfulltrúar meirihlutaflokkanna - Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar – ákváðu að vísa tillögunni frá á fundi borgarráðs í gær og segja í bókun að „erfitt væri að hætta einhliða að halda utan um vinnustundir starfsfólks“. Var þar sérstaklega vísað í umsögn mannauðs- og starfsumhverfissviðs borgarinnar. Áreiðanlegt og aðgengilegt kerfi Meirihlutinn segir að mið sé tekið af ákvæðum gildandi kjarasamninga og ákvæðum vinnutímatilskipunnar Evrópusambandsins, sem innleidd hafi verið hérlendis í gegnum lög og kjarasamningsákvæði. Tilskipunin hafi verið túlkuð þannig að hún feli i sér skyldu fyrir vinnuveitendur í EES-ríkjum til að setja upp hlutlægt, áreiðanlegt og aðgengilegt kerfi sem skráir vinnutíma starfsmanna. Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm „Almennt er litið á utanumhald um vinnutíma sem ákveðið réttindatól starfsfólks, en ekki einungis eftirlitstól vinnuveitanda, enda mikilvægt að haldið sé utan um unna vinnu með skýrum og gegnsæjum hætti. Loks er mikilvægt að jafnræðis sé gætt meðal starfsfólks Reykjavíkurborgar en skráning vinnutíma er ekki bundin við kennara þar sem allt starfsfólk Reykjavíkurborgar skráir vinnustundir sínar,“ segir í bókun borgarfulltrúa meirihlutans. Hafa lengi kallað eftir breytingunni Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði segja að kennarar hafi lengi kallað eftir þeirri breytingu að hætt verði að nota stimpilklukku. „Betur hefði farið á því að óska umsagnar Kennarafélags Reykjavíkur áður en tillagan kæmi til afgreiðslu,“ segir í bókun Sjálfstæðisflokksins. Í áðurnefndri umsögn mannauðs- og starfsumhverfissviðs borgarinnar er meðal annars rætt um kosti viðveruskráningar – bæði fyrir starfsfólk og stjórnendur. Setur slík skráning skýran ramma utan um daglegan vinnutíma, hjálpar til við upprifjun, er utanumhald um viðveru og gefur mynd af álagi. Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Skóla - og menntamál Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Sjá meira
Sjálfstæðismenn og fulltrúi Flokks fólksins lögðu fram sambærilegar tillögur á síðasta ári og lögðu þar til að ráðist yrði í breytinguna í samráði við Kennarafélag Reykjavíkur. Með breytingunni yrði komið „til móts við sjálfstæði kennara í störfum og sveigjanlegan vinnutíma,“ líkt og sagði í rökstuðningi Sjálfstæðismanna. Borgarfulltrúar meirihlutaflokkanna - Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar – ákváðu að vísa tillögunni frá á fundi borgarráðs í gær og segja í bókun að „erfitt væri að hætta einhliða að halda utan um vinnustundir starfsfólks“. Var þar sérstaklega vísað í umsögn mannauðs- og starfsumhverfissviðs borgarinnar. Áreiðanlegt og aðgengilegt kerfi Meirihlutinn segir að mið sé tekið af ákvæðum gildandi kjarasamninga og ákvæðum vinnutímatilskipunnar Evrópusambandsins, sem innleidd hafi verið hérlendis í gegnum lög og kjarasamningsákvæði. Tilskipunin hafi verið túlkuð þannig að hún feli i sér skyldu fyrir vinnuveitendur í EES-ríkjum til að setja upp hlutlægt, áreiðanlegt og aðgengilegt kerfi sem skráir vinnutíma starfsmanna. Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm „Almennt er litið á utanumhald um vinnutíma sem ákveðið réttindatól starfsfólks, en ekki einungis eftirlitstól vinnuveitanda, enda mikilvægt að haldið sé utan um unna vinnu með skýrum og gegnsæjum hætti. Loks er mikilvægt að jafnræðis sé gætt meðal starfsfólks Reykjavíkurborgar en skráning vinnutíma er ekki bundin við kennara þar sem allt starfsfólk Reykjavíkurborgar skráir vinnustundir sínar,“ segir í bókun borgarfulltrúa meirihlutans. Hafa lengi kallað eftir breytingunni Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði segja að kennarar hafi lengi kallað eftir þeirri breytingu að hætt verði að nota stimpilklukku. „Betur hefði farið á því að óska umsagnar Kennarafélags Reykjavíkur áður en tillagan kæmi til afgreiðslu,“ segir í bókun Sjálfstæðisflokksins. Í áðurnefndri umsögn mannauðs- og starfsumhverfissviðs borgarinnar er meðal annars rætt um kosti viðveruskráningar – bæði fyrir starfsfólk og stjórnendur. Setur slík skráning skýran ramma utan um daglegan vinnutíma, hjálpar til við upprifjun, er utanumhald um viðveru og gefur mynd af álagi.
Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Skóla - og menntamál Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Sjá meira