Björgvin Páll svarar gagnrýninni: „Hvar eru þessar spurningar þegar við hittumst úti á götu?“ Smári Jökull Jónsson skrifar 26. janúar 2023 21:19 Björgvin Páll Gústavsson. Vísir/Vilhelm Björgvin Páll Gústavsson skrifar pistil á Facebook þar sem hann svarar gagnrýninni sem handknattleikslandsliðið hefur fengið eftir heimsmeistaramótið. Hann segir hluta gagnrýninnar ekki standast skoðun. Ísland féll úr keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta eftir að hafa hafnað í þriðja sæti síns milliriðils og þannig mistekist að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum keppninnar. Niðurstaðan var mörgum vonbrigði enda hafði liðinu verið spáð góðu gengi á mótinu. Í kjölfar þess að Ísland féll úr leik hefur ýmis konar gagnrýni komið fram og ekki síst á störf Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara. „Ég væri til í að sjá breytingar. Miðað við þetta mót höndlar hann ekki pressuna. Hann er ekki gæinn sem er tilbúinn að fara með þetta lið og vinna. Hann talaði um of miklar væntingar og kröfur. Hvernig kemst þetta inn í liðið?“ sagði Logi Geirsson meðal annars í hlaðvarpinu Handkastið þar sem frammistaða Íslands var krufin til mergjar. „Ég veit ekkert hvað þarf að gerast. Ég er að hugsa um liðið og það þarf að breyta því. Það þarf strúktúr og taka til í þessu. Ég held að það eigi að skipta um mann í brúnni,“ bætti Logi við. „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Björgvin Páll hefur nú ritað pistil á Facebook síðu sína þar sem hann svarar gagnrýninni á liðið. Hann hafnar því að liðið hafi sýnt karaktersleysi og á orðum hans má greina að hann efist um að þeir sem gagnrýni liðið þori að koma segja þessa hluti beint við menn. „Að væntingarnar hafi borið okkur ofurliði, karakterleysi, að menn séu ekki að leggja sig alla fram, krítík fyrir að fagna sigrum á slakari andstæðingum, að það taki enginn ábyrgð, leikmenn hafi ekki verið með fókusinn á réttum stað og ég veit ekki hvað.“ „Hvar eru þessar spurningar og skoðanir þegar við stöndum fyrir framan myndavélina eða þegar við hittumst úti á götu? Til að svara einhverju af þessu þá... tek ég fulla ábyrgð á þessari HM niðurstöðu og er ógeðslega fúll út í sjálfan mig að hafa ekki gert betur.“ Hann segir landsliðsmenn vera að gefa allt sem þeir eiga í leiki landsliðsins og hrósar stuðningnum sem Ísland fékk á mótinu. „Það merkilegasta sem við gerum er að klæðast landsliðsbúningnum og eru menn að gefa allt sem þeir eiga. Menn eru að spila í gegnum allskonar vanlíðan, sársauka og tilfinningar. Síðasti leikurinn var erfiður... Tómir af orku en fullir af vilja náðum við að klára það verkefni.“ „Leituðum í orkuna frá fólkinu í stúkunni og gerðum þetta fyrir fólkið sem nennti ennþá að horfa á okkur í sjónvarpinu. Draumurinn var ekki að syngja með fólkinu okkar „Ég er kominn heim“ eftir leikinn gegn Brasilíu en það var samt eitthvað sem ég mun aldrei gleyma.“ HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Ísland féll úr keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta eftir að hafa hafnað í þriðja sæti síns milliriðils og þannig mistekist að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum keppninnar. Niðurstaðan var mörgum vonbrigði enda hafði liðinu verið spáð góðu gengi á mótinu. Í kjölfar þess að Ísland féll úr leik hefur ýmis konar gagnrýni komið fram og ekki síst á störf Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara. „Ég væri til í að sjá breytingar. Miðað við þetta mót höndlar hann ekki pressuna. Hann er ekki gæinn sem er tilbúinn að fara með þetta lið og vinna. Hann talaði um of miklar væntingar og kröfur. Hvernig kemst þetta inn í liðið?“ sagði Logi Geirsson meðal annars í hlaðvarpinu Handkastið þar sem frammistaða Íslands var krufin til mergjar. „Ég veit ekkert hvað þarf að gerast. Ég er að hugsa um liðið og það þarf að breyta því. Það þarf strúktúr og taka til í þessu. Ég held að það eigi að skipta um mann í brúnni,“ bætti Logi við. „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Björgvin Páll hefur nú ritað pistil á Facebook síðu sína þar sem hann svarar gagnrýninni á liðið. Hann hafnar því að liðið hafi sýnt karaktersleysi og á orðum hans má greina að hann efist um að þeir sem gagnrýni liðið þori að koma segja þessa hluti beint við menn. „Að væntingarnar hafi borið okkur ofurliði, karakterleysi, að menn séu ekki að leggja sig alla fram, krítík fyrir að fagna sigrum á slakari andstæðingum, að það taki enginn ábyrgð, leikmenn hafi ekki verið með fókusinn á réttum stað og ég veit ekki hvað.“ „Hvar eru þessar spurningar og skoðanir þegar við stöndum fyrir framan myndavélina eða þegar við hittumst úti á götu? Til að svara einhverju af þessu þá... tek ég fulla ábyrgð á þessari HM niðurstöðu og er ógeðslega fúll út í sjálfan mig að hafa ekki gert betur.“ Hann segir landsliðsmenn vera að gefa allt sem þeir eiga í leiki landsliðsins og hrósar stuðningnum sem Ísland fékk á mótinu. „Það merkilegasta sem við gerum er að klæðast landsliðsbúningnum og eru menn að gefa allt sem þeir eiga. Menn eru að spila í gegnum allskonar vanlíðan, sársauka og tilfinningar. Síðasti leikurinn var erfiður... Tómir af orku en fullir af vilja náðum við að klára það verkefni.“ „Leituðum í orkuna frá fólkinu í stúkunni og gerðum þetta fyrir fólkið sem nennti ennþá að horfa á okkur í sjónvarpinu. Draumurinn var ekki að syngja með fólkinu okkar „Ég er kominn heim“ eftir leikinn gegn Brasilíu en það var samt eitthvað sem ég mun aldrei gleyma.“
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti