Nýtt nafn komið á sameinaða sveitarfélagið Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. janúar 2023 17:43 Meirihluti taldi nafnið Sveitarfélagið Stykkishólmur henta betur. Vísir/Sigurjón Sameinað sveitarfélag Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar hlaut nafnið Sveitarfélagið Stykkishólmur á fundi bæjarstjórnar fyrr í dag. Fjórir bæjarfulltrúar kusu með nafnbreytingunni en þrír vildu halda nafninu Stykkishólmsbær. Örnefnanefnd mælti upphaflega með þremur nöfnum á sameinuðu sveitarfélagi: Þórsnesþing, Stykkishólmsbær og Sveitarfélagið Stykkishólmur. Bæjarstjórn ákvað á fundi sínum í byrjun desember að valið myndi standa milli tveggja tillagna: Sveitarfélagið Stykkishólmur eða Stykkishólmsbær. Meirihluti bæjarstjórnar, H-listinn, kaus með nafninu Sveitarfélagið Stykkishólmur en minnihlutinn, Í-listinn, taldi Stykkishólmsbær henta betur. Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson bæjarstjóri segir í samtali við fréttastofu að hann telji nafnið endurspegla betur hið nýja sveitarfélag. Hann segir nánast engan kostnað fylgja nafnbreytingunni. „Það voru mjög gagnlegar og góðar umræður sem fóru fram um nafnið. Síðan á endanum voru rök með og á móti báðum nöfnum sem eftir stóðu. En ég held að þetta hafi síðan verið ákvörðun þessara, sem héldu sig við [Sveitarfélagið] Stykkishólmur, þá hafi vegið þyngst þetta sem snýr að dreifbýlinu og að þetta væri þá nýtt sveitarfélag með nýtt nafn - en ekki nafn eins sveitarfélags sem var lagt niður í sameiningunni.“ Jakob Björgvin Jakobsson er bæjarstjóri í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.Stöð 2 H-listinn sagði í bókun á fundinum að bæjarfulltrúar hafi fengið ábendingar frá íbúum, og þá sérstaklega í dreifbýli, að nafnið Stykkishólmsbær væri ekki talið ná nægjanlega vel utan um umfang sveitarfélagsins. „Hefur meðal annars verið bent á að eftirliðurinn bær eigi frekar við um þéttbýli rétt eins og að sveit eigi við um dreifbýli. H-listinn telur að með nafninu Sveitarfélagið Stykkishólmur sé betur komið til móts við þessi sjónarmið og nái jafnframt betur utan um hið sameinaða sveitarfélag. Gefur það nafn til kynna að í sveitarfélaginu sé ekki aðeins um þéttbýlt svæði að ræða heldur einnig dreifbýli,“ segir í bókun meirihlutans. Stykkishólmur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Nýta mánuðinn til að velja milli tveggja nafna Bæjarfulltrúar í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar munu nýta janúarmánuð til að taka ákvörðun um nýtt nafn á sameinuðu sveitarfélagi. Valið stendur milli tveggja tillagna og verður endanleg ákvörðun tekin á næsta bæjarstjórnarfundi sem haldinn verður 26. janúar næstkomandi. 12. janúar 2023 10:30 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kíló af þýfi heima hjá sér „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira
Örnefnanefnd mælti upphaflega með þremur nöfnum á sameinuðu sveitarfélagi: Þórsnesþing, Stykkishólmsbær og Sveitarfélagið Stykkishólmur. Bæjarstjórn ákvað á fundi sínum í byrjun desember að valið myndi standa milli tveggja tillagna: Sveitarfélagið Stykkishólmur eða Stykkishólmsbær. Meirihluti bæjarstjórnar, H-listinn, kaus með nafninu Sveitarfélagið Stykkishólmur en minnihlutinn, Í-listinn, taldi Stykkishólmsbær henta betur. Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson bæjarstjóri segir í samtali við fréttastofu að hann telji nafnið endurspegla betur hið nýja sveitarfélag. Hann segir nánast engan kostnað fylgja nafnbreytingunni. „Það voru mjög gagnlegar og góðar umræður sem fóru fram um nafnið. Síðan á endanum voru rök með og á móti báðum nöfnum sem eftir stóðu. En ég held að þetta hafi síðan verið ákvörðun þessara, sem héldu sig við [Sveitarfélagið] Stykkishólmur, þá hafi vegið þyngst þetta sem snýr að dreifbýlinu og að þetta væri þá nýtt sveitarfélag með nýtt nafn - en ekki nafn eins sveitarfélags sem var lagt niður í sameiningunni.“ Jakob Björgvin Jakobsson er bæjarstjóri í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.Stöð 2 H-listinn sagði í bókun á fundinum að bæjarfulltrúar hafi fengið ábendingar frá íbúum, og þá sérstaklega í dreifbýli, að nafnið Stykkishólmsbær væri ekki talið ná nægjanlega vel utan um umfang sveitarfélagsins. „Hefur meðal annars verið bent á að eftirliðurinn bær eigi frekar við um þéttbýli rétt eins og að sveit eigi við um dreifbýli. H-listinn telur að með nafninu Sveitarfélagið Stykkishólmur sé betur komið til móts við þessi sjónarmið og nái jafnframt betur utan um hið sameinaða sveitarfélag. Gefur það nafn til kynna að í sveitarfélaginu sé ekki aðeins um þéttbýlt svæði að ræða heldur einnig dreifbýli,“ segir í bókun meirihlutans.
Stykkishólmur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Nýta mánuðinn til að velja milli tveggja nafna Bæjarfulltrúar í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar munu nýta janúarmánuð til að taka ákvörðun um nýtt nafn á sameinuðu sveitarfélagi. Valið stendur milli tveggja tillagna og verður endanleg ákvörðun tekin á næsta bæjarstjórnarfundi sem haldinn verður 26. janúar næstkomandi. 12. janúar 2023 10:30 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kíló af þýfi heima hjá sér „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira
Nýta mánuðinn til að velja milli tveggja nafna Bæjarfulltrúar í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar munu nýta janúarmánuð til að taka ákvörðun um nýtt nafn á sameinuðu sveitarfélagi. Valið stendur milli tveggja tillagna og verður endanleg ákvörðun tekin á næsta bæjarstjórnarfundi sem haldinn verður 26. janúar næstkomandi. 12. janúar 2023 10:30