Svava Rós í raðir Gotham Sindri Sverrisson skrifar 27. janúar 2023 18:30 Svava Rós Guðmundsdóttir á ferðinni á EM í fyrra. Hún átti frábært ár í Noregi en mun á þessu ári spila í Bandaríkjunum. VÍSIR/VILHELM Svava Rós Guðmundsdóttir, landsliðskona í fótbolta, var í dag kynnt sem nýjasti leikmaður bandaríska félagsins Gotham sem er með bækistöðvar sínar í New Jersey. Gotham var áður þekkt sem Jersey Sky Blue og er eitt af stofnfélögum NWSL-deildarinnar sem er ein besta atvinnumannadeild heims. Liðið olli vonbrigðum á síðustu leiktíð og hafnaði í 12. og neðsta sæti, en eftir tímabilið var Spánverjinn Juan Carlos Amorós ráðinn þjálfari þess. Amorós hefur áður meðal annars stýrt Tottenham á Englandi í tæpan áratug en hann kom til Gotham eftir að hafa stýrt Houston Dash til bráðabirgða seinni hluta síðustu leiktíðar. A new name added to the squad. Welcome to #GothamFC, Svava Rós Guðmundsdóttir! #YERRRR— NJ/NY Gotham FC (@GothamFC) January 27, 2023 Svava kemur til Bandaríkjanna eftir frábæra leiktíð í Noregi þar sem hún varð tvöfaldur meistari með Brann. Svövu, sem er 27 ára gömul, er eflaust ætlað að bæta úr markaleysi Gotham-liðsins en það skoraði aðeins 16 mörk í 22 deildarleikjum á síðustu leiktíð og voru markahæstu leikmenn liðsins með þrjú mörk hver. Svava, sem á að baki 42 A-landsleiki, hóf meistaraflokksferil sinn með Val en lék einnig með Breiðabliki hér á landi áður en hún flutti til Noregs til að spila með Röa árið 2018. Hún lék svo einnig í tvö ár með Kristianstad í Svíþjóð og var í eitt ár hjá Bordeaux í Frakklandi áður en hún kom til Brann fyrir síðustu leiktíð. Með tilkomu Svövu verður áfram að minnsta kosti einn Íslendingur í bandarísku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hafi í vikunni kvatt Orlando Pride og komið heim til Stjörnunnar. Bandaríski fótboltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fleiri fréttir Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Sjá meira
Gotham var áður þekkt sem Jersey Sky Blue og er eitt af stofnfélögum NWSL-deildarinnar sem er ein besta atvinnumannadeild heims. Liðið olli vonbrigðum á síðustu leiktíð og hafnaði í 12. og neðsta sæti, en eftir tímabilið var Spánverjinn Juan Carlos Amorós ráðinn þjálfari þess. Amorós hefur áður meðal annars stýrt Tottenham á Englandi í tæpan áratug en hann kom til Gotham eftir að hafa stýrt Houston Dash til bráðabirgða seinni hluta síðustu leiktíðar. A new name added to the squad. Welcome to #GothamFC, Svava Rós Guðmundsdóttir! #YERRRR— NJ/NY Gotham FC (@GothamFC) January 27, 2023 Svava kemur til Bandaríkjanna eftir frábæra leiktíð í Noregi þar sem hún varð tvöfaldur meistari með Brann. Svövu, sem er 27 ára gömul, er eflaust ætlað að bæta úr markaleysi Gotham-liðsins en það skoraði aðeins 16 mörk í 22 deildarleikjum á síðustu leiktíð og voru markahæstu leikmenn liðsins með þrjú mörk hver. Svava, sem á að baki 42 A-landsleiki, hóf meistaraflokksferil sinn með Val en lék einnig með Breiðabliki hér á landi áður en hún flutti til Noregs til að spila með Röa árið 2018. Hún lék svo einnig í tvö ár með Kristianstad í Svíþjóð og var í eitt ár hjá Bordeaux í Frakklandi áður en hún kom til Brann fyrir síðustu leiktíð. Með tilkomu Svövu verður áfram að minnsta kosti einn Íslendingur í bandarísku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hafi í vikunni kvatt Orlando Pride og komið heim til Stjörnunnar.
Bandaríski fótboltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fleiri fréttir Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti
Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti