Svava Rós í raðir Gotham Sindri Sverrisson skrifar 27. janúar 2023 18:30 Svava Rós Guðmundsdóttir á ferðinni á EM í fyrra. Hún átti frábært ár í Noregi en mun á þessu ári spila í Bandaríkjunum. VÍSIR/VILHELM Svava Rós Guðmundsdóttir, landsliðskona í fótbolta, var í dag kynnt sem nýjasti leikmaður bandaríska félagsins Gotham sem er með bækistöðvar sínar í New Jersey. Gotham var áður þekkt sem Jersey Sky Blue og er eitt af stofnfélögum NWSL-deildarinnar sem er ein besta atvinnumannadeild heims. Liðið olli vonbrigðum á síðustu leiktíð og hafnaði í 12. og neðsta sæti, en eftir tímabilið var Spánverjinn Juan Carlos Amorós ráðinn þjálfari þess. Amorós hefur áður meðal annars stýrt Tottenham á Englandi í tæpan áratug en hann kom til Gotham eftir að hafa stýrt Houston Dash til bráðabirgða seinni hluta síðustu leiktíðar. A new name added to the squad. Welcome to #GothamFC, Svava Rós Guðmundsdóttir! #YERRRR— NJ/NY Gotham FC (@GothamFC) January 27, 2023 Svava kemur til Bandaríkjanna eftir frábæra leiktíð í Noregi þar sem hún varð tvöfaldur meistari með Brann. Svövu, sem er 27 ára gömul, er eflaust ætlað að bæta úr markaleysi Gotham-liðsins en það skoraði aðeins 16 mörk í 22 deildarleikjum á síðustu leiktíð og voru markahæstu leikmenn liðsins með þrjú mörk hver. Svava, sem á að baki 42 A-landsleiki, hóf meistaraflokksferil sinn með Val en lék einnig með Breiðabliki hér á landi áður en hún flutti til Noregs til að spila með Röa árið 2018. Hún lék svo einnig í tvö ár með Kristianstad í Svíþjóð og var í eitt ár hjá Bordeaux í Frakklandi áður en hún kom til Brann fyrir síðustu leiktíð. Með tilkomu Svövu verður áfram að minnsta kosti einn Íslendingur í bandarísku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hafi í vikunni kvatt Orlando Pride og komið heim til Stjörnunnar. Bandaríski fótboltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira
Gotham var áður þekkt sem Jersey Sky Blue og er eitt af stofnfélögum NWSL-deildarinnar sem er ein besta atvinnumannadeild heims. Liðið olli vonbrigðum á síðustu leiktíð og hafnaði í 12. og neðsta sæti, en eftir tímabilið var Spánverjinn Juan Carlos Amorós ráðinn þjálfari þess. Amorós hefur áður meðal annars stýrt Tottenham á Englandi í tæpan áratug en hann kom til Gotham eftir að hafa stýrt Houston Dash til bráðabirgða seinni hluta síðustu leiktíðar. A new name added to the squad. Welcome to #GothamFC, Svava Rós Guðmundsdóttir! #YERRRR— NJ/NY Gotham FC (@GothamFC) January 27, 2023 Svava kemur til Bandaríkjanna eftir frábæra leiktíð í Noregi þar sem hún varð tvöfaldur meistari með Brann. Svövu, sem er 27 ára gömul, er eflaust ætlað að bæta úr markaleysi Gotham-liðsins en það skoraði aðeins 16 mörk í 22 deildarleikjum á síðustu leiktíð og voru markahæstu leikmenn liðsins með þrjú mörk hver. Svava, sem á að baki 42 A-landsleiki, hóf meistaraflokksferil sinn með Val en lék einnig með Breiðabliki hér á landi áður en hún flutti til Noregs til að spila með Röa árið 2018. Hún lék svo einnig í tvö ár með Kristianstad í Svíþjóð og var í eitt ár hjá Bordeaux í Frakklandi áður en hún kom til Brann fyrir síðustu leiktíð. Með tilkomu Svövu verður áfram að minnsta kosti einn Íslendingur í bandarísku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hafi í vikunni kvatt Orlando Pride og komið heim til Stjörnunnar.
Bandaríski fótboltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira