Svava Rós í raðir Gotham Sindri Sverrisson skrifar 27. janúar 2023 18:30 Svava Rós Guðmundsdóttir á ferðinni á EM í fyrra. Hún átti frábært ár í Noregi en mun á þessu ári spila í Bandaríkjunum. VÍSIR/VILHELM Svava Rós Guðmundsdóttir, landsliðskona í fótbolta, var í dag kynnt sem nýjasti leikmaður bandaríska félagsins Gotham sem er með bækistöðvar sínar í New Jersey. Gotham var áður þekkt sem Jersey Sky Blue og er eitt af stofnfélögum NWSL-deildarinnar sem er ein besta atvinnumannadeild heims. Liðið olli vonbrigðum á síðustu leiktíð og hafnaði í 12. og neðsta sæti, en eftir tímabilið var Spánverjinn Juan Carlos Amorós ráðinn þjálfari þess. Amorós hefur áður meðal annars stýrt Tottenham á Englandi í tæpan áratug en hann kom til Gotham eftir að hafa stýrt Houston Dash til bráðabirgða seinni hluta síðustu leiktíðar. A new name added to the squad. Welcome to #GothamFC, Svava Rós Guðmundsdóttir! #YERRRR— NJ/NY Gotham FC (@GothamFC) January 27, 2023 Svava kemur til Bandaríkjanna eftir frábæra leiktíð í Noregi þar sem hún varð tvöfaldur meistari með Brann. Svövu, sem er 27 ára gömul, er eflaust ætlað að bæta úr markaleysi Gotham-liðsins en það skoraði aðeins 16 mörk í 22 deildarleikjum á síðustu leiktíð og voru markahæstu leikmenn liðsins með þrjú mörk hver. Svava, sem á að baki 42 A-landsleiki, hóf meistaraflokksferil sinn með Val en lék einnig með Breiðabliki hér á landi áður en hún flutti til Noregs til að spila með Röa árið 2018. Hún lék svo einnig í tvö ár með Kristianstad í Svíþjóð og var í eitt ár hjá Bordeaux í Frakklandi áður en hún kom til Brann fyrir síðustu leiktíð. Með tilkomu Svövu verður áfram að minnsta kosti einn Íslendingur í bandarísku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hafi í vikunni kvatt Orlando Pride og komið heim til Stjörnunnar. Bandaríski fótboltinn Fótbolti Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Gotham var áður þekkt sem Jersey Sky Blue og er eitt af stofnfélögum NWSL-deildarinnar sem er ein besta atvinnumannadeild heims. Liðið olli vonbrigðum á síðustu leiktíð og hafnaði í 12. og neðsta sæti, en eftir tímabilið var Spánverjinn Juan Carlos Amorós ráðinn þjálfari þess. Amorós hefur áður meðal annars stýrt Tottenham á Englandi í tæpan áratug en hann kom til Gotham eftir að hafa stýrt Houston Dash til bráðabirgða seinni hluta síðustu leiktíðar. A new name added to the squad. Welcome to #GothamFC, Svava Rós Guðmundsdóttir! #YERRRR— NJ/NY Gotham FC (@GothamFC) January 27, 2023 Svava kemur til Bandaríkjanna eftir frábæra leiktíð í Noregi þar sem hún varð tvöfaldur meistari með Brann. Svövu, sem er 27 ára gömul, er eflaust ætlað að bæta úr markaleysi Gotham-liðsins en það skoraði aðeins 16 mörk í 22 deildarleikjum á síðustu leiktíð og voru markahæstu leikmenn liðsins með þrjú mörk hver. Svava, sem á að baki 42 A-landsleiki, hóf meistaraflokksferil sinn með Val en lék einnig með Breiðabliki hér á landi áður en hún flutti til Noregs til að spila með Röa árið 2018. Hún lék svo einnig í tvö ár með Kristianstad í Svíþjóð og var í eitt ár hjá Bordeaux í Frakklandi áður en hún kom til Brann fyrir síðustu leiktíð. Með tilkomu Svövu verður áfram að minnsta kosti einn Íslendingur í bandarísku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hafi í vikunni kvatt Orlando Pride og komið heim til Stjörnunnar.
Bandaríski fótboltinn Fótbolti Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira