Fjölskylduvænar breytingar í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. janúar 2023 08:01 Fulltrúar Okkar Hveragerðis í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar og nefndum bæjarins hafa unnið statt og stöðugt að því að koma stefnumálum Okkar Hveragerðis frá kosningunum í vor til framkvæmda. Eitt meginstefið í stefnumálefnum Okkar Hveragerðis og málefnasamningi nýs meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar er fjölskylduvænna samfélag og hafa fulltrúar meirihlutans unnið saman að því að gera þessar sameiginlegu áherslur að veruleika á undanförnum mánuðum. Fríar klukkustundir á leikskóla Stefnt er að því að bjóða 6 klukkustundir fríar á leikskólum Hveragerðisbæjar í skrefum á kjörtímabilinu. Fyrsta fría klukkustundin í leikskóla kom strax til framkvæmda þann 1. september síðastliðinn og í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir því að fríar klukkustundir á leikskóla verði orðnar tvær haustið 2023. Foreldragreiðslur og uppbygging húsakosts fyrir leik- og grunnskóla Reglur um foreldragreiðslur tóku gildi þann 1. október sl., en með þeim er veittur fjárhagslegur stuðningur til foreldra barna eldri en 12 mánaða sem hafa ekki fengið vistunarboð á leikskóla eða hjá dagforeldrum. Fjárhæð greiðslnanna er 110.000 kr. á mánuði fyrir hvert barn og með þeim er leitast við að styðja við foreldra barna sem ekki hafa fengið dagvistun fyrir börn sín eftir 12 mánaða aldur, en áhersla er lögð á að öll börn komist inn á leikskóla við það tímamark. Lagt er upp með að flýta uppbyggingu mannvirkja fyrir leik- og grunnskólastarf eins og þörf er á. Vonir standa til þess að fyrstu deildir nýs leikskóla í Kambalandi hefji starfsemi árið 2023, sem er fyrr en áður var áætlað, ásamt því að fyrirhugað er að framkvæmdir við þriðja áfanga Grunnskólans í Hveragerði hefjist á árinu. Mun þessi uppbygging svara aukinni þjónustuþörf með vaxandi íbúafjölda í bæjarfélaginu. Hækkun frístundastyrks Í meirihlutasamningnum er gert ráð fyrir hækkun frístundastyrks í skrefum á kjörtímabilinu. Til samræmis við það hækkaði frístundastyrkurinn nú um áramót úr 26.000 kr. í 32.000 kr. Hann hækkar því um 6.000 kr. á milli ára, eða jafnmikið og samanlögð hækkun frístundastyrksins undanfarin 4 ár. Leik- og hundasvæði Umhverfið í bænum okkar er einstakt og við leggjum áherslu á að að skapa fjölbreytt umhverfi til útivistar fyrir unga sem aldna. Í því augnamiði hefur nýjum og stærri ærslabelg verið komið fyrir í Dynskógum ásamt því að í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir endurnýjun og viðhaldi á leiksvæðum á næstu misserum auk úrbóta á hundasvæðum bæjarins og hönnun útisvæðis undir Hamrinum. Hamarshöll komin í útboðsferli Tryggja þarf að samhæft íþrótta- og frístundastarf sé í boði fyrir öll börn. Næstu skref í uppbyggingu Hamarshallarinnar eru tekin með það fyrir augum að skapa samkeppnishæfan húsakost til æfinga sem og keppni fyrir allar íþróttir til framtíðar á sem hagkvæmastan máta. Stefnt er að því að koma upp innandyra æfingaaðstöðu fyrir deildir Hamars sem fyrst, sem í framtíðinni getur orðið fyrirmyndar keppnisaðstaða. Útboð 1. áfanga nýrrar Hamarshallar var auglýst þann 16. janúar síðastliðinn og verður spennandi að fylgjast með næstu skrefum í uppbyggingu hallarinnar næstu misserin. Góður búsetukostur fyrir barnafjölskyldur Í Hveragerði er gott að vera, samheldni bæjarbúa og samstaðan skapar einstakan bæjarbrag sem gerir bæinn okkar að góðum búsetukosti, ekki síst fyrir barnafjölskyldur. Okkar Hveragerði telur bæjaryfirvöld eiga að styðja við fjölskylduvænt samfélag og við teljum okkur hafa tekið mikilvæg skref í þá átt frá því nýr meirihluti tók við síðastliðið vor og munum halda því áfram á komandi árum. Höfundur er bæjarfulltrúi Okkar Hveragerðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Börn og uppeldi Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Fulltrúar Okkar Hveragerðis í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar og nefndum bæjarins hafa unnið statt og stöðugt að því að koma stefnumálum Okkar Hveragerðis frá kosningunum í vor til framkvæmda. Eitt meginstefið í stefnumálefnum Okkar Hveragerðis og málefnasamningi nýs meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar er fjölskylduvænna samfélag og hafa fulltrúar meirihlutans unnið saman að því að gera þessar sameiginlegu áherslur að veruleika á undanförnum mánuðum. Fríar klukkustundir á leikskóla Stefnt er að því að bjóða 6 klukkustundir fríar á leikskólum Hveragerðisbæjar í skrefum á kjörtímabilinu. Fyrsta fría klukkustundin í leikskóla kom strax til framkvæmda þann 1. september síðastliðinn og í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir því að fríar klukkustundir á leikskóla verði orðnar tvær haustið 2023. Foreldragreiðslur og uppbygging húsakosts fyrir leik- og grunnskóla Reglur um foreldragreiðslur tóku gildi þann 1. október sl., en með þeim er veittur fjárhagslegur stuðningur til foreldra barna eldri en 12 mánaða sem hafa ekki fengið vistunarboð á leikskóla eða hjá dagforeldrum. Fjárhæð greiðslnanna er 110.000 kr. á mánuði fyrir hvert barn og með þeim er leitast við að styðja við foreldra barna sem ekki hafa fengið dagvistun fyrir börn sín eftir 12 mánaða aldur, en áhersla er lögð á að öll börn komist inn á leikskóla við það tímamark. Lagt er upp með að flýta uppbyggingu mannvirkja fyrir leik- og grunnskólastarf eins og þörf er á. Vonir standa til þess að fyrstu deildir nýs leikskóla í Kambalandi hefji starfsemi árið 2023, sem er fyrr en áður var áætlað, ásamt því að fyrirhugað er að framkvæmdir við þriðja áfanga Grunnskólans í Hveragerði hefjist á árinu. Mun þessi uppbygging svara aukinni þjónustuþörf með vaxandi íbúafjölda í bæjarfélaginu. Hækkun frístundastyrks Í meirihlutasamningnum er gert ráð fyrir hækkun frístundastyrks í skrefum á kjörtímabilinu. Til samræmis við það hækkaði frístundastyrkurinn nú um áramót úr 26.000 kr. í 32.000 kr. Hann hækkar því um 6.000 kr. á milli ára, eða jafnmikið og samanlögð hækkun frístundastyrksins undanfarin 4 ár. Leik- og hundasvæði Umhverfið í bænum okkar er einstakt og við leggjum áherslu á að að skapa fjölbreytt umhverfi til útivistar fyrir unga sem aldna. Í því augnamiði hefur nýjum og stærri ærslabelg verið komið fyrir í Dynskógum ásamt því að í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir endurnýjun og viðhaldi á leiksvæðum á næstu misserum auk úrbóta á hundasvæðum bæjarins og hönnun útisvæðis undir Hamrinum. Hamarshöll komin í útboðsferli Tryggja þarf að samhæft íþrótta- og frístundastarf sé í boði fyrir öll börn. Næstu skref í uppbyggingu Hamarshallarinnar eru tekin með það fyrir augum að skapa samkeppnishæfan húsakost til æfinga sem og keppni fyrir allar íþróttir til framtíðar á sem hagkvæmastan máta. Stefnt er að því að koma upp innandyra æfingaaðstöðu fyrir deildir Hamars sem fyrst, sem í framtíðinni getur orðið fyrirmyndar keppnisaðstaða. Útboð 1. áfanga nýrrar Hamarshallar var auglýst þann 16. janúar síðastliðinn og verður spennandi að fylgjast með næstu skrefum í uppbyggingu hallarinnar næstu misserin. Góður búsetukostur fyrir barnafjölskyldur Í Hveragerði er gott að vera, samheldni bæjarbúa og samstaðan skapar einstakan bæjarbrag sem gerir bæinn okkar að góðum búsetukosti, ekki síst fyrir barnafjölskyldur. Okkar Hveragerði telur bæjaryfirvöld eiga að styðja við fjölskylduvænt samfélag og við teljum okkur hafa tekið mikilvæg skref í þá átt frá því nýr meirihluti tók við síðastliðið vor og munum halda því áfram á komandi árum. Höfundur er bæjarfulltrúi Okkar Hveragerðis.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar