Skoða að selja flugstöðina á Þingeyri Bjarki Sigurðsson skrifar 23. janúar 2023 13:50 Sigrún Björk Jakobsdóttir er framkvæmdastjóri Isavia innanlands, dótturfélags sem annast rekstur innanlandsflugvallanna. Arnar Halldórsson Isavia skoðar nú að selja flugstöðina á Þingeyri. Flugvöllurinn þar er notaður sem varaflugvöllur fyrir Ísafjarðarflugvöll en Ísafjarðarbæ hefur verið boðið að kaupa stöðina. Sveitarfélagið lýsir yfir áhyggjum sínum af flugsamgöngum til svæðisins. Samkvæmt bréfi sem Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, sendi til Ísafjarðarbæjar stendur til að selja flugstöðina á Þingeyrarflugvelli með aðstoð Ríkiskaupa. Með bréfinu vill Sigrún athuga hvort sveitarfélagið vilji kaupa flugstöðina. Ástæðan fyrir sölunni er sú að ekki er hægt að nota flugvöllinn nema frá 1. júní til 15. október ár hvert vegna frostskemmda á flugbrautinni. Talið er að jöfnunarlag brautarinnar hafi brotnað niður við völtun er hún var opin sem malarbraut. Isavia skoðar nú að selja flugstöðina við Þingeyrarflugvöll. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson Vegna legu flugbrautarinnar á Þingeyrarflugvelli er ekki alltaf fært þar þegar ófært er til Ísafjarðar. Aðflug að flugvellinum er langt og er vindur oft þvert á Dýrafjörðinn sem flogið er inn við aðflug. Vindurinn getur valdið mikilli ókyrrð og hristingi með óþægindum fyrir farþega. Ekki mikið notaður Samkvæmt tölum Isavia var Þingeyrarflugvöllur notaður í um níu til fimmtán prósent þeirra tilvika sem ekki var hægt að nota Ísafjarðarflugvöll árin 2010-2015. „Fjármunir til viðhalds flugvallainnviða á Íslandi hafa verið skornir verulega niður á síðustu árum og fjármunum er forgangsraðað í þágu flugöryggis til þeirra áfangastaða þar sem þörfin er mest. Þörf væri á mikilli fjárfestingu á Þingeyrarflugvelli ef ætlunin er að opna hann aftur sem áætlunarflugvöll,“ segir í bréfi Sigrúnar. Ísafjarðarbæ er einnig lagt til að skoða Bíldudalsflugvöll sem varaflugvöll fyrir Ísafjarðarflugvöll. Vilja ekki ræða söluna strax Bréfið var lagt fram á fundi bæjarráðs Ísafjarðar í morgun. Þar kemur fram að bæjarráð telji það ekki tímabært að ræða sölu flugstöðvarinnar fyrr en fyrir liggur skýr framtíðarsýn um notkun flugvallarins. „Bæjarráð gerir jafnframt athugasemdir við hugmyndir um að skynsamlegt sé að skoða Bíldudalsflugvöll sem varaflugvöll fyrir Ísafjörð. Í bestu aðstæðum er tæplega tveggja tíma akstur milli Bíldudals og Ísafjarðar, og því óraunhæft að horfa til Bíldudals sem varaflugvallar fyrir Ísafjarðarflugvöll,“ segir í bókun bæjarráðs um málið. Gylfi Ólafsson er formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Aðsend Þá lýsir ráðið yfir áhyggjum af flugsamgöngum til svæðisins þar sem þjónusta þar hefur minnkað síðustu ár, meðal annars með fækkun flugferða. „Sviðsstjóri upplýsir um að þörf er á lóðarleigusamningi undir eignina eigi að selja flugstöðina. Mikilvægt er því að landeigandi óski eftir heimild sveitarstjórnar til að afmarka lóð undir fasteignina. Að lokum telur bæjarráð Ísafjarðarbæ ekki hafa not í kaupum á eigninni fyrir sína starfsemi,“ segir í bókuninni. Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Samgöngur Vesturbyggð Rekstur hins opinbera Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Sjá meira
Samkvæmt bréfi sem Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, sendi til Ísafjarðarbæjar stendur til að selja flugstöðina á Þingeyrarflugvelli með aðstoð Ríkiskaupa. Með bréfinu vill Sigrún athuga hvort sveitarfélagið vilji kaupa flugstöðina. Ástæðan fyrir sölunni er sú að ekki er hægt að nota flugvöllinn nema frá 1. júní til 15. október ár hvert vegna frostskemmda á flugbrautinni. Talið er að jöfnunarlag brautarinnar hafi brotnað niður við völtun er hún var opin sem malarbraut. Isavia skoðar nú að selja flugstöðina við Þingeyrarflugvöll. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson Vegna legu flugbrautarinnar á Þingeyrarflugvelli er ekki alltaf fært þar þegar ófært er til Ísafjarðar. Aðflug að flugvellinum er langt og er vindur oft þvert á Dýrafjörðinn sem flogið er inn við aðflug. Vindurinn getur valdið mikilli ókyrrð og hristingi með óþægindum fyrir farþega. Ekki mikið notaður Samkvæmt tölum Isavia var Þingeyrarflugvöllur notaður í um níu til fimmtán prósent þeirra tilvika sem ekki var hægt að nota Ísafjarðarflugvöll árin 2010-2015. „Fjármunir til viðhalds flugvallainnviða á Íslandi hafa verið skornir verulega niður á síðustu árum og fjármunum er forgangsraðað í þágu flugöryggis til þeirra áfangastaða þar sem þörfin er mest. Þörf væri á mikilli fjárfestingu á Þingeyrarflugvelli ef ætlunin er að opna hann aftur sem áætlunarflugvöll,“ segir í bréfi Sigrúnar. Ísafjarðarbæ er einnig lagt til að skoða Bíldudalsflugvöll sem varaflugvöll fyrir Ísafjarðarflugvöll. Vilja ekki ræða söluna strax Bréfið var lagt fram á fundi bæjarráðs Ísafjarðar í morgun. Þar kemur fram að bæjarráð telji það ekki tímabært að ræða sölu flugstöðvarinnar fyrr en fyrir liggur skýr framtíðarsýn um notkun flugvallarins. „Bæjarráð gerir jafnframt athugasemdir við hugmyndir um að skynsamlegt sé að skoða Bíldudalsflugvöll sem varaflugvöll fyrir Ísafjörð. Í bestu aðstæðum er tæplega tveggja tíma akstur milli Bíldudals og Ísafjarðar, og því óraunhæft að horfa til Bíldudals sem varaflugvallar fyrir Ísafjarðarflugvöll,“ segir í bókun bæjarráðs um málið. Gylfi Ólafsson er formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Aðsend Þá lýsir ráðið yfir áhyggjum af flugsamgöngum til svæðisins þar sem þjónusta þar hefur minnkað síðustu ár, meðal annars með fækkun flugferða. „Sviðsstjóri upplýsir um að þörf er á lóðarleigusamningi undir eignina eigi að selja flugstöðina. Mikilvægt er því að landeigandi óski eftir heimild sveitarstjórnar til að afmarka lóð undir fasteignina. Að lokum telur bæjarráð Ísafjarðarbæ ekki hafa not í kaupum á eigninni fyrir sína starfsemi,“ segir í bókuninni.
Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Samgöngur Vesturbyggð Rekstur hins opinbera Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Sjá meira