Í spá Veðurstofu Íslands segir að draga muni úr vindi og éljum vestan til síðdegis og frekar muni lægja í nótt. Þá muni einnig létta til.
Vegagerðin hefur opnað aftur fyrir umferð um Hellisheiði og Þrengsli. Lyngdalsheiði og Mosfellsheiði eru enn lokaðar en búast má við að þær verði opnaðar um klukkan þrjú.
Öxnadalsheiði er enn lokuð og verður staðan metin þar klukkan fimm í dag. Það sama gildir um Holtavörðuheiði.
Dynjandisheiði er ófærð og verður ekki rudd í dag. Krýsuvíkurvegur er lokaður en verður opnaður um fjögur.
Steingrímsfjarðarheiði er lokuð og víðast hvar á Vestfjörðum er snjóþekja eða hálka. Talið er að veður muni versna þegar líður á daginn.
Fylgjast má með færð á vegum hér á vef Vegagerðarinnar og á Twittersíðu hennar sem sjá má hér að neðan.