Hafa nú verið í vélinni í um tólf klukkustundir Árni Sæberg skrifar 22. janúar 2023 12:19 Flugvélinni var lent í slæmu veðri. Myndin er úr safni, líkt og áhugamenn um flug sjá. Vísir/Vilhelm Farþegar í flugi Icelandair frá New York í nótt hafa nú varið um tólf klukkustundum um borð í flugvélinni, þar af sex á flugbraut í Keflavík. Einn farþeganna segir stemninguna í vélinni merkilega góða miðað við aðstæður. Aftakaveður og glerhálka er á Keflavíkurflugvelli, sem hefur orðið til þess að ekki hefur verið unnt að tæma flugvélar sem lentu þar í morgun. Helga Hlín Hákonardóttir er einn farþega í flugi Icelandair sem fór frá New York í nótt. Vélin lenti um sexleytið í morgun eftir um sex klukkustunda flug. Það gerir um hálfan sólarhring um borð í flugvélinni. Hún segir í samtali við Vísi að í þann mund sem vélinni var lent hafi gert mikið kóf og því séu farþegar ánægðir með að hafa náð að lenda yfir höfuð. Síðan hafi það gerst að önnur flugvél hafi þverað flugbrautina eftir að hafa fokið til í hálkunni. Það hafi gert það að verkum að vélin tafðist á leið sinni að flugstöðinni. Rúntuðu um í hálftíma Þá hafi flugvélinni verið ekið um flugvöllinn í um hálftíma þar til ljóst var að ekki yrði unnt að koma henni að flugstöðinni. Síðan þá hefur vélin setið kyrr. Helga Hlín segir að farþegar séu samstilltir í þeirri skoðun að um óviðráðanlegar aðstæður sé að ræða og áhöfn vélarinnar standi sig með mikilli prýði. Hins vegar segir hún það ákveðið ergelsi að flugvöllurinn hafi ekki verið sandaður í tæka tíð þegar lá fyrir að hált og hvasst yrði á vellinum. Farþegar rólegir Helga Hlín segir að farþegar séu ótrúlega rólegir miðað við biðina löngu og flugliðar sömuleiðis. Hún segir nokkur börn vera um borð og að farþegar vinni saman að því að hafa ofan af fyrir þeim. Varla hafi heyrst í þeim allar klukkustundirnar sex. Hún segir þó að biðin sé að verða erfið þeim farþegum sem glíma við líkamlega kvilla og eiga erfitt með kyrrsetuna. Þarf að komast norður í brúðkaup á morgun Helga Hlín segir engar upplýsingar liggja fyrir um það hvenær verður unnt að rýma flugvélina en að farþegar hafi verið ánægðir með að lesa að björgunarsveitir væru komnar í málið. Þá segir hún einnig óvissu vera uppi um það hvað tekur við þegar úr vélinni er komið. Hvort Reykjanesbrautin haldist opin og þar fram eftir götum. Sjálf þarf hún að komast norður til Akureyrar sem allra fyrst enda stendur til að dóttir hennar gifti sig þar á morgun. Fréttir af flugi Veður Keflavíkurflugvöllur Icelandair Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Aftakaveður og glerhálka er á Keflavíkurflugvelli, sem hefur orðið til þess að ekki hefur verið unnt að tæma flugvélar sem lentu þar í morgun. Helga Hlín Hákonardóttir er einn farþega í flugi Icelandair sem fór frá New York í nótt. Vélin lenti um sexleytið í morgun eftir um sex klukkustunda flug. Það gerir um hálfan sólarhring um borð í flugvélinni. Hún segir í samtali við Vísi að í þann mund sem vélinni var lent hafi gert mikið kóf og því séu farþegar ánægðir með að hafa náð að lenda yfir höfuð. Síðan hafi það gerst að önnur flugvél hafi þverað flugbrautina eftir að hafa fokið til í hálkunni. Það hafi gert það að verkum að vélin tafðist á leið sinni að flugstöðinni. Rúntuðu um í hálftíma Þá hafi flugvélinni verið ekið um flugvöllinn í um hálftíma þar til ljóst var að ekki yrði unnt að koma henni að flugstöðinni. Síðan þá hefur vélin setið kyrr. Helga Hlín segir að farþegar séu samstilltir í þeirri skoðun að um óviðráðanlegar aðstæður sé að ræða og áhöfn vélarinnar standi sig með mikilli prýði. Hins vegar segir hún það ákveðið ergelsi að flugvöllurinn hafi ekki verið sandaður í tæka tíð þegar lá fyrir að hált og hvasst yrði á vellinum. Farþegar rólegir Helga Hlín segir að farþegar séu ótrúlega rólegir miðað við biðina löngu og flugliðar sömuleiðis. Hún segir nokkur börn vera um borð og að farþegar vinni saman að því að hafa ofan af fyrir þeim. Varla hafi heyrst í þeim allar klukkustundirnar sex. Hún segir þó að biðin sé að verða erfið þeim farþegum sem glíma við líkamlega kvilla og eiga erfitt með kyrrsetuna. Þarf að komast norður í brúðkaup á morgun Helga Hlín segir engar upplýsingar liggja fyrir um það hvenær verður unnt að rýma flugvélina en að farþegar hafi verið ánægðir með að lesa að björgunarsveitir væru komnar í málið. Þá segir hún einnig óvissu vera uppi um það hvað tekur við þegar úr vélinni er komið. Hvort Reykjanesbrautin haldist opin og þar fram eftir götum. Sjálf þarf hún að komast norður til Akureyrar sem allra fyrst enda stendur til að dóttir hennar gifti sig þar á morgun.
Fréttir af flugi Veður Keflavíkurflugvöllur Icelandair Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira