Undrandi á yfirlýsingu Skúla Kristín Ólafsdóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 21. janúar 2023 20:59 Sara Pálsdóttir, lögmaður og réttargæslumaður fjölskyldu konunnar sem lést. Vísir/Vilhelm Sara Pálsdóttir, lögmaður og réttargæslumaður fjölskyldu konu sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja segir að matsgerð staðfesti að konan hafi verið sett í tilefnislausa lífslokameðferð. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Skúli Tómas Gunnlaugsson sætir lögreglurannsókn vegna ásakana um að hafa sett konuna, og fimm aðra sjúklinga, í slíkar meðferðir. Hann hafnaði öllum ásökunum í vikunni og sagði matsgerðina staðfesta að sjúklingarnir hefðu látist af náttúrulegum orsökum. Réttargæslumaður aðstandenda konunnar segir sér hafa brugðið við yfirlýsingu Skúla. Í samtali við fréttastofu segir Sara Skúla í yfirlýsingu sinni draga upp ranga mynd af sér og niðurstöðum matsgerðarinnar sem liggi fyrir. „Í öðru lagi að þá get ég ekki séð betur en hann sé að saka aðstandendur, eða mína umbjóðendur um að hafa haft uppi rangar sakir gegn sér opinberlega og hann sé einhverskonar fórnarlamb þessa. Ég tel að mér sem réttargæslumanni þessara aðstandenda sé skylt að stíga fram og leiðrétta þetta. Undir öllum venjulegum kringumstæðum hefði ég aldrei tjáð mig um þetta opinberlega með þessum hætti,“ segir Sara. Þá bendir hún á að hvergi í matsgerðinni standi að sjúklingurinn hafi látist af náttúrulegum orsökum, líkt og hafi verið haldið fram. Matsgerðin staðfesti frekar þær ásakanir sem hafi komið fram og mat Landlæknis þar að auki. Matsgerðin staðfesti í raun að konan hafi verið sett á lífslokameðferð án þess að vera haldin lífshættulegum sjúkdómi. „Sú meðferð fólst í því sem kallað er lyfjafjötrar. Það er í rauninni bara ástand þar sem einstaklingur er settur á svo þung og mikil lyf að það er viðbúið að viðkomandi geti hvorki nærst né tjáð sig fyllilega og að hreyfigeta sé verulega skert eða að meðvitundarstig viðkomandi sé verulega skert,“ segir Sara. Þá staðfesti matsgerðin að hennar mati að „þessi þunga lyfjameðferð hafi verið óeðlileg, órökstudd og óforsvaranleg og hún hafi verið á þessari meðferð, nánast allan þann tíma sem hún var inni á HS sem voru 79 dagar. Þar sem ástand hennar versnaði jafnt og þétt, þar sem hún upplifði mikla þjáningu sem endaði með því að hún síðan lést eftir 79 daga af þessari meðferð,“ segir Sara. Hann talar um að þessi matsgerð að staðfesti að sjúklingarnir og þar á meðal hún, hafi látist af náttúrulegum orsökum. Þú telur það ekki segja alla söguna greinilega? „Nei og mér finnst mjög undarlegt að nota þessi orð og þessa lýsingu í því samhengi þar sem hann lýsi því að hann hafi verið hafður fyrir röngum sökum. Í rauninni sú mynd sem hann er að draga upp opinberlega af málinu og matsgerð og því sem að þar er verið staðfest tel ég vera ranga,“ segir Sara og bendir á að í matsgerð hafi komið fram að konan hafi látist úr fjölkerfabilun. Hún tekur fram að hún hafi ekki læknisfræðilega menntun og geti því ekki greint þá staðreynd frekar. „En þegar að einstaklingur sem er ekki haldinn lífshættulegum sjúkdómi er settur á svona þunga lyfjameðferð og látinn sæta henni í 79 daga, ég meina, hvernig endar það?,“ segir Sara að lokum. Læknamistök á HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Skúli Tómas Gunnlaugsson sætir lögreglurannsókn vegna ásakana um að hafa sett konuna, og fimm aðra sjúklinga, í slíkar meðferðir. Hann hafnaði öllum ásökunum í vikunni og sagði matsgerðina staðfesta að sjúklingarnir hefðu látist af náttúrulegum orsökum. Réttargæslumaður aðstandenda konunnar segir sér hafa brugðið við yfirlýsingu Skúla. Í samtali við fréttastofu segir Sara Skúla í yfirlýsingu sinni draga upp ranga mynd af sér og niðurstöðum matsgerðarinnar sem liggi fyrir. „Í öðru lagi að þá get ég ekki séð betur en hann sé að saka aðstandendur, eða mína umbjóðendur um að hafa haft uppi rangar sakir gegn sér opinberlega og hann sé einhverskonar fórnarlamb þessa. Ég tel að mér sem réttargæslumanni þessara aðstandenda sé skylt að stíga fram og leiðrétta þetta. Undir öllum venjulegum kringumstæðum hefði ég aldrei tjáð mig um þetta opinberlega með þessum hætti,“ segir Sara. Þá bendir hún á að hvergi í matsgerðinni standi að sjúklingurinn hafi látist af náttúrulegum orsökum, líkt og hafi verið haldið fram. Matsgerðin staðfesti frekar þær ásakanir sem hafi komið fram og mat Landlæknis þar að auki. Matsgerðin staðfesti í raun að konan hafi verið sett á lífslokameðferð án þess að vera haldin lífshættulegum sjúkdómi. „Sú meðferð fólst í því sem kallað er lyfjafjötrar. Það er í rauninni bara ástand þar sem einstaklingur er settur á svo þung og mikil lyf að það er viðbúið að viðkomandi geti hvorki nærst né tjáð sig fyllilega og að hreyfigeta sé verulega skert eða að meðvitundarstig viðkomandi sé verulega skert,“ segir Sara. Þá staðfesti matsgerðin að hennar mati að „þessi þunga lyfjameðferð hafi verið óeðlileg, órökstudd og óforsvaranleg og hún hafi verið á þessari meðferð, nánast allan þann tíma sem hún var inni á HS sem voru 79 dagar. Þar sem ástand hennar versnaði jafnt og þétt, þar sem hún upplifði mikla þjáningu sem endaði með því að hún síðan lést eftir 79 daga af þessari meðferð,“ segir Sara. Hann talar um að þessi matsgerð að staðfesti að sjúklingarnir og þar á meðal hún, hafi látist af náttúrulegum orsökum. Þú telur það ekki segja alla söguna greinilega? „Nei og mér finnst mjög undarlegt að nota þessi orð og þessa lýsingu í því samhengi þar sem hann lýsi því að hann hafi verið hafður fyrir röngum sökum. Í rauninni sú mynd sem hann er að draga upp opinberlega af málinu og matsgerð og því sem að þar er verið staðfest tel ég vera ranga,“ segir Sara og bendir á að í matsgerð hafi komið fram að konan hafi látist úr fjölkerfabilun. Hún tekur fram að hún hafi ekki læknisfræðilega menntun og geti því ekki greint þá staðreynd frekar. „En þegar að einstaklingur sem er ekki haldinn lífshættulegum sjúkdómi er settur á svona þunga lyfjameðferð og látinn sæta henni í 79 daga, ég meina, hvernig endar það?,“ segir Sara að lokum.
Læknamistök á HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Sjá meira