„Einkennist af því að við erum með ellefu algjör dauðafæri sem við misnotum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. janúar 2023 22:13 Guðmundur Guðmundsson var eðlilega súr og svekktur eftir leik. Vísir/Vilhelm Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var eðlilega súr og svekktur eftir fimm marka tap liðsins gegn Svíum á HM í kvöld. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði og ég vil bara fyrst segja að við töpum þessum leik eftir hetjulega baráttu og ég vil hrósa leikmönnunum fyrir það að þeir gáfu allt í þetta,“ sagði Guðmundur að leik loknum. „Við sýndum stórt íslenskt hjarta allan tíman inni á vellinum. Það var auðvitað áfall fyrir okkur að missa Ómar [Inga Magnússon] út og við vissum svo sem að það gæti gerst. Við vissum að það gæti allt gerst með hann og svo dettur Aron [Pálmarsson] út í hádeginu getum við sagt. Það var verið að testa hann og athuga hvort þetta gæti gengið. Það er auðvitað áfall fyrir okkur því þetta eru tveir af bestu leikmönnum liðsins.“ „En síðan finnst mér við gera þetta - fyrir utan kannski fyrstu 5-7 mínúturnar - þá spilum við stórkostlegan fyrri hálfleik. Ég hafði mjög góða tilfinningu fyrir þessu, en þeir ná að koma til baka og það er eins og það er svo sem. Síðan byrjum við seinni hálfleik á því að misnota tvö upplögð dauðafæri og í staðin fyrir að koma okkur í jafna stöðu þá sigla þeir frá okkur.“ „Síðari hálfleikur einkennist af því að við erum með ellefu algjör dauðafæri sem við misnotum á móti Palicka. Það er raunverulega bara allt of mikið. Það þolir ekkert lið slíkt og við erum að tala um gegnumbrot, skot af línu og hornaskot. Það bara því miður gengur ekki upp.“ Fyrir mótið ætlaði íslenska liðið sér klárlega að komast í átta liða úrslit, en eftir tapið í kvöld er sá draumur orðinn nokkuð fjarlægur. Liðið þarf að vinna Brasilíu á sunnudaginn og treysta á hagstæð úrslit í hinum tveimur leikjum riðilsins. Guðmundur vill þó ekki endilega meina að liðið hafi fallið á prófinu. „Þú getur orðað þetta eins og þú villt. Falla á prófum og allt það, ég ætla ekkert að tala um það. Þetta er bara mjög erfitt verkefni. Við klikkum finnst mér á stuttum tíma í leiknum á móti Ungverjum og erum að lenda í því þar líka að við erum að misnota upplögð tækifæri.“ „Við vorum búnir að undirbúa það að pressa á liðin og erum búnir að vera að því og höfum sjálfir talað vel um liðið og aðrir mjög duglegir við það að tala liðið upp. Það er bara eins og það er og menn verða bara að meta það hvernig þeir líta á það.“ „En mér finnst þetta raunverulega miðað við það sem er búið af mótinu þá er þetta örstuttur kafli til þess að gera á móti Ungverjum sem við erum komnir í ákjösanlega stöðu en nýtum það ekki. Það er auðvitað umhugsunarefni. Síðan núna aftur þá misnotum við aftur og við þurfum náttúrulega að læra af því. Það er gríðarlegur munur á markvörslunni í þessum leik og síðan öll þessi færi sem eru að fara og allir þessir tæknifeilar líka. Þetta eru allt of margar sóknir sem fara.“ „Mér fannst á köflum þegar við náðum að spila vörnina þá fannst mér þetta mjög gott. Þetta var bara mjög erfitt verkefni á móti Evrópumeisturunum á heimavelli og menn geta alveg sagt hvað þeir vilja um það, en þetta var mjög erfitt dæmi.“ Eins og áður segir voru væntingarnar sem gerðar voru til íslenska liðsins miklar, en þeim hefur nú verið kippt niður á jörðina. Guðmundur segir að mögulega hafi fólk farið fram úr sér í væntingum og markmiðasetningu. „Kannski einhverjir, ég veit það ekki. Ég sjálfur er nú búinn að benda á það hvernig þetta er. Þetta er mjög erfitt og góð lið við að etja. Við fáum Ungverjana snemma og þeir eru frískir þá. Við erum með stórkostlegan leik í sirka 45 mínútur og það er svona það sem maður svekkir sig á. Það getur vel verið og það hefur mjög oft verið þannig, og ég hef fylgst með því, að þegar væntingarnar vaxa svona ógurlega að og allir keppast við að tala liðið upp - það er gott að fá athygli og við erum ekkert að kvarta yfir því - en það þarf bara helling til að standa undir slíku. Mér fannst bara vanta herslumuninn til að við hefðum verið í betri stöðu þegar við erum að koma inn í þennan milliriðil og að við hefðum ekki þurft að vera með þetta núna að þurfa að ná í eitt stig eða tvö á móti Svíum á heimavelli,“ sagði svekktur Guðmundur Guðmundsson að lokum. Klippa: Guðmundur Guðmundsson eftir tapið gegn Svíum Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir „Án gríns, þetta er svo leiðinlegt“ „Ég er bara gríðarlega sár. Sár og svekktur og mér finnst við alltaf vera inni í leiknum,“ sagði leikstjórnandinn Gísli Þorgeir Kristjánsson eftir fimm marka tap Íslands gegn Svíþjóð á HM í kvöld. 20. janúar 2023 22:11 Einkunnir strákanna okkar á móti Svíþjóð: Gísli Þorgeir besti maður liðsins Strákarnir okkar fengu erfitt verkefni í kvöld og það þurftu mun fleiri leikmenn að spila betur ef íslenska liðið átti að halda sér á lífi á þessu heimsmeistaramóti. 20. janúar 2023 22:05 Topparnir í tölfræðinni á móti Svíþjóð: Palicka smjattaði á dauðafærum strákanna Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með fimm marka mun á móti Svíum, 35-30, í öðrum leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 20. janúar 2023 21:32 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 30-35 | Vonin veiktist verulega eftir tap fyrir heimamönnum Von íslenska karlalandsliðsins í handbolta um að komast í átta liða úrslit á HM 2023 er afar veik eftir tap fyrir Svíþjóð, 30-35, í Gautaborg í kvöld. Eins marks munur var á liðunum í hálfleik, 16-17, en Svíar voru umtalsvert sterkari í seinni hálfleik sem þeir unnu, 18-14. 20. janúar 2023 21:20 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Sjá meira
„Þetta eru gríðarleg vonbrigði og ég vil bara fyrst segja að við töpum þessum leik eftir hetjulega baráttu og ég vil hrósa leikmönnunum fyrir það að þeir gáfu allt í þetta,“ sagði Guðmundur að leik loknum. „Við sýndum stórt íslenskt hjarta allan tíman inni á vellinum. Það var auðvitað áfall fyrir okkur að missa Ómar [Inga Magnússon] út og við vissum svo sem að það gæti gerst. Við vissum að það gæti allt gerst með hann og svo dettur Aron [Pálmarsson] út í hádeginu getum við sagt. Það var verið að testa hann og athuga hvort þetta gæti gengið. Það er auðvitað áfall fyrir okkur því þetta eru tveir af bestu leikmönnum liðsins.“ „En síðan finnst mér við gera þetta - fyrir utan kannski fyrstu 5-7 mínúturnar - þá spilum við stórkostlegan fyrri hálfleik. Ég hafði mjög góða tilfinningu fyrir þessu, en þeir ná að koma til baka og það er eins og það er svo sem. Síðan byrjum við seinni hálfleik á því að misnota tvö upplögð dauðafæri og í staðin fyrir að koma okkur í jafna stöðu þá sigla þeir frá okkur.“ „Síðari hálfleikur einkennist af því að við erum með ellefu algjör dauðafæri sem við misnotum á móti Palicka. Það er raunverulega bara allt of mikið. Það þolir ekkert lið slíkt og við erum að tala um gegnumbrot, skot af línu og hornaskot. Það bara því miður gengur ekki upp.“ Fyrir mótið ætlaði íslenska liðið sér klárlega að komast í átta liða úrslit, en eftir tapið í kvöld er sá draumur orðinn nokkuð fjarlægur. Liðið þarf að vinna Brasilíu á sunnudaginn og treysta á hagstæð úrslit í hinum tveimur leikjum riðilsins. Guðmundur vill þó ekki endilega meina að liðið hafi fallið á prófinu. „Þú getur orðað þetta eins og þú villt. Falla á prófum og allt það, ég ætla ekkert að tala um það. Þetta er bara mjög erfitt verkefni. Við klikkum finnst mér á stuttum tíma í leiknum á móti Ungverjum og erum að lenda í því þar líka að við erum að misnota upplögð tækifæri.“ „Við vorum búnir að undirbúa það að pressa á liðin og erum búnir að vera að því og höfum sjálfir talað vel um liðið og aðrir mjög duglegir við það að tala liðið upp. Það er bara eins og það er og menn verða bara að meta það hvernig þeir líta á það.“ „En mér finnst þetta raunverulega miðað við það sem er búið af mótinu þá er þetta örstuttur kafli til þess að gera á móti Ungverjum sem við erum komnir í ákjösanlega stöðu en nýtum það ekki. Það er auðvitað umhugsunarefni. Síðan núna aftur þá misnotum við aftur og við þurfum náttúrulega að læra af því. Það er gríðarlegur munur á markvörslunni í þessum leik og síðan öll þessi færi sem eru að fara og allir þessir tæknifeilar líka. Þetta eru allt of margar sóknir sem fara.“ „Mér fannst á köflum þegar við náðum að spila vörnina þá fannst mér þetta mjög gott. Þetta var bara mjög erfitt verkefni á móti Evrópumeisturunum á heimavelli og menn geta alveg sagt hvað þeir vilja um það, en þetta var mjög erfitt dæmi.“ Eins og áður segir voru væntingarnar sem gerðar voru til íslenska liðsins miklar, en þeim hefur nú verið kippt niður á jörðina. Guðmundur segir að mögulega hafi fólk farið fram úr sér í væntingum og markmiðasetningu. „Kannski einhverjir, ég veit það ekki. Ég sjálfur er nú búinn að benda á það hvernig þetta er. Þetta er mjög erfitt og góð lið við að etja. Við fáum Ungverjana snemma og þeir eru frískir þá. Við erum með stórkostlegan leik í sirka 45 mínútur og það er svona það sem maður svekkir sig á. Það getur vel verið og það hefur mjög oft verið þannig, og ég hef fylgst með því, að þegar væntingarnar vaxa svona ógurlega að og allir keppast við að tala liðið upp - það er gott að fá athygli og við erum ekkert að kvarta yfir því - en það þarf bara helling til að standa undir slíku. Mér fannst bara vanta herslumuninn til að við hefðum verið í betri stöðu þegar við erum að koma inn í þennan milliriðil og að við hefðum ekki þurft að vera með þetta núna að þurfa að ná í eitt stig eða tvö á móti Svíum á heimavelli,“ sagði svekktur Guðmundur Guðmundsson að lokum. Klippa: Guðmundur Guðmundsson eftir tapið gegn Svíum
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir „Án gríns, þetta er svo leiðinlegt“ „Ég er bara gríðarlega sár. Sár og svekktur og mér finnst við alltaf vera inni í leiknum,“ sagði leikstjórnandinn Gísli Þorgeir Kristjánsson eftir fimm marka tap Íslands gegn Svíþjóð á HM í kvöld. 20. janúar 2023 22:11 Einkunnir strákanna okkar á móti Svíþjóð: Gísli Þorgeir besti maður liðsins Strákarnir okkar fengu erfitt verkefni í kvöld og það þurftu mun fleiri leikmenn að spila betur ef íslenska liðið átti að halda sér á lífi á þessu heimsmeistaramóti. 20. janúar 2023 22:05 Topparnir í tölfræðinni á móti Svíþjóð: Palicka smjattaði á dauðafærum strákanna Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með fimm marka mun á móti Svíum, 35-30, í öðrum leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 20. janúar 2023 21:32 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 30-35 | Vonin veiktist verulega eftir tap fyrir heimamönnum Von íslenska karlalandsliðsins í handbolta um að komast í átta liða úrslit á HM 2023 er afar veik eftir tap fyrir Svíþjóð, 30-35, í Gautaborg í kvöld. Eins marks munur var á liðunum í hálfleik, 16-17, en Svíar voru umtalsvert sterkari í seinni hálfleik sem þeir unnu, 18-14. 20. janúar 2023 21:20 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Sjá meira
„Án gríns, þetta er svo leiðinlegt“ „Ég er bara gríðarlega sár. Sár og svekktur og mér finnst við alltaf vera inni í leiknum,“ sagði leikstjórnandinn Gísli Þorgeir Kristjánsson eftir fimm marka tap Íslands gegn Svíþjóð á HM í kvöld. 20. janúar 2023 22:11
Einkunnir strákanna okkar á móti Svíþjóð: Gísli Þorgeir besti maður liðsins Strákarnir okkar fengu erfitt verkefni í kvöld og það þurftu mun fleiri leikmenn að spila betur ef íslenska liðið átti að halda sér á lífi á þessu heimsmeistaramóti. 20. janúar 2023 22:05
Topparnir í tölfræðinni á móti Svíþjóð: Palicka smjattaði á dauðafærum strákanna Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með fimm marka mun á móti Svíum, 35-30, í öðrum leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 20. janúar 2023 21:32
Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 30-35 | Vonin veiktist verulega eftir tap fyrir heimamönnum Von íslenska karlalandsliðsins í handbolta um að komast í átta liða úrslit á HM 2023 er afar veik eftir tap fyrir Svíþjóð, 30-35, í Gautaborg í kvöld. Eins marks munur var á liðunum í hálfleik, 16-17, en Svíar voru umtalsvert sterkari í seinni hálfleik sem þeir unnu, 18-14. 20. janúar 2023 21:20