Ábending til stjórnar Starfsgreinasambandsins: Leysið hnútinn. Víkið óttanum frá SA Birgir Dýrfjörð skrifar 20. janúar 2023 17:02 Það er öllum ljóst, sem fylgst hafa með nýgerðum kjarasamningum að talsmenn Samtaka Atvinnulífsins (SA) fullyrða að ekki sé hægt að semja við Eflingu um önnur kjör en þau, sem SA hefur nú þegar samið um við Starfsgreinasambandið. (SGS) Ef þeir gera skárri samning við Eflingu, þá gæti SGS gert kröfu um , að taka upp samningana, sem Samtök Atvinnulífsins hafa nýlega lokið við. SA hafi heitið SGS trúnaði við þá kröfu. Af þeim ástæðum sé ekki hægt að semja við láglaunafólkið í Eflingu. Það muni leiða til kröfu um upptöku á nýgerðum samningum. Ratar hann ekki heim? Spurt er. Munu kjör fólks í SGS rýrna, ef láglaunafólki í Eflingu tekst að kría út staðaruppbót? Mun kaupmáttur þess rýrna takist Eflingu að knýja fram lög, sem hamla gegn siðlausri húsaleigu? Vilhjálmur Birgisson hefur marg lýst því yfir og lofað að, hann muni ekki skipta sér af samningum Eflingar við Samtök Atvinnulífsins. Af hverju kemur hann þá á ögurstundu, og stígur fram fyrir skjöldu, og undir högg til varnar SA? Af hverju hæðist hann að rökstuddum kröfum Eflingar um þörf á staðaruppbót? Af hverju hæðist hann, að Eflingu, og spyr hvort hún vilji láta greiða laun eftir póstnúmerum? Er stjórn SGS hrædd við, að Efling nái betri samningi en hún sjálf við SA? Af hverju leggst gæðasálin, Vilhjálmur Birgisson í þetta fleti? Ratar hann ekki heim? Eftirmáli: Samtök atvinnulífsins fullyrða að ekki sé hægt að mæta kröfum Eflingar um staðaruppbót. Því að, þá komi önnur félög með kröfu um upptöku á nýgerðum samningum. Komi sú krafa frá stjórn SGS, þá sé SA bundið trúnaði, um það, að verða við henni. Stjórn SGS getur því auðveldað lausn deilunnar. Hún þarf aðeins, að senda yfirlýsingu til SA um það, að Starfsgreinasambandið muni ekki krefjast nýrra samninga þó samið verði við Eflingu. Með slíka yfirlýsingu í höndum geta Samtök Atvinnulífsins verið óhrædd, að ræða og gera samninga við Eflingu, án þess að rjúfa trúnað og óttast, að aðrir samningar fari úr böndunum. Spurningin er. Vill stjórn SGS hjálpa lægst launuðu stéttinni, að bæta kjör sín? já eða nei. Höfundur er rafvirki og virkur félagi í Samfylkingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Birgir Dýrfjörð Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er öllum ljóst, sem fylgst hafa með nýgerðum kjarasamningum að talsmenn Samtaka Atvinnulífsins (SA) fullyrða að ekki sé hægt að semja við Eflingu um önnur kjör en þau, sem SA hefur nú þegar samið um við Starfsgreinasambandið. (SGS) Ef þeir gera skárri samning við Eflingu, þá gæti SGS gert kröfu um , að taka upp samningana, sem Samtök Atvinnulífsins hafa nýlega lokið við. SA hafi heitið SGS trúnaði við þá kröfu. Af þeim ástæðum sé ekki hægt að semja við láglaunafólkið í Eflingu. Það muni leiða til kröfu um upptöku á nýgerðum samningum. Ratar hann ekki heim? Spurt er. Munu kjör fólks í SGS rýrna, ef láglaunafólki í Eflingu tekst að kría út staðaruppbót? Mun kaupmáttur þess rýrna takist Eflingu að knýja fram lög, sem hamla gegn siðlausri húsaleigu? Vilhjálmur Birgisson hefur marg lýst því yfir og lofað að, hann muni ekki skipta sér af samningum Eflingar við Samtök Atvinnulífsins. Af hverju kemur hann þá á ögurstundu, og stígur fram fyrir skjöldu, og undir högg til varnar SA? Af hverju hæðist hann að rökstuddum kröfum Eflingar um þörf á staðaruppbót? Af hverju hæðist hann, að Eflingu, og spyr hvort hún vilji láta greiða laun eftir póstnúmerum? Er stjórn SGS hrædd við, að Efling nái betri samningi en hún sjálf við SA? Af hverju leggst gæðasálin, Vilhjálmur Birgisson í þetta fleti? Ratar hann ekki heim? Eftirmáli: Samtök atvinnulífsins fullyrða að ekki sé hægt að mæta kröfum Eflingar um staðaruppbót. Því að, þá komi önnur félög með kröfu um upptöku á nýgerðum samningum. Komi sú krafa frá stjórn SGS, þá sé SA bundið trúnaði, um það, að verða við henni. Stjórn SGS getur því auðveldað lausn deilunnar. Hún þarf aðeins, að senda yfirlýsingu til SA um það, að Starfsgreinasambandið muni ekki krefjast nýrra samninga þó samið verði við Eflingu. Með slíka yfirlýsingu í höndum geta Samtök Atvinnulífsins verið óhrædd, að ræða og gera samninga við Eflingu, án þess að rjúfa trúnað og óttast, að aðrir samningar fari úr böndunum. Spurningin er. Vill stjórn SGS hjálpa lægst launuðu stéttinni, að bæta kjör sín? já eða nei. Höfundur er rafvirki og virkur félagi í Samfylkingunni.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun