Svíagrýlubaninn Fúsi fisksali svartsýnn á leikinn Jakob Bjarnar skrifar 20. janúar 2023 16:05 Fúsi fisksali er svartsýnn á leikinn gegn Svíum á eftir en biður til Guðs að hann hafi rangt fyrir sér hvað varðar sína spá. Vísir/Egill Sigfús Sigurðsson fisksali var í liðinu sem drap Svíagrýluna. Hann er hóflega bjartsýnn fyrir leikinn í dag. Spennan fer nú stigvaxandi meðal þjóðarinnar en Íslendingar mæta Svíum í mikilvægum leik á HM í handbolta nú á eftir. Sigfús var í frægu landsliði sem hreinlega drap hina illræmdu Svíagrýlu, enn það hugtak er þannig til komið að Íslandi hafði ekki tekist að leggja hina hrokafullu Svía í áratugi. „Við fórum í Globen í Stokkhólmi 2006, með Alfreð Gíslasyni þjálfara og unnum þá með tveimur eða þremur mörkum.“ Og seinna, vorið 2008, tókst einnig að vinna Svía í fjögurra liða undankeppni fyrir Ólympíuleikana í Peking. Viðskiptavinirnir vilja ræða leikinn í þaula Sigfús rekur sína fiskbúð við Skipholtið og viðskiptavinirnir flestir vilja ræða við hann leikinn í kvöld. Fúsi lætur sig hafa það og segir skoðun sína hreinskilnislega. Hann er ekki bjartsýnn á að sigur hafist. Og fer yfir það allt fræðilega í eyru blaðamanns Vísis milli þess sem hann afgreiðir viðskiptavini sína. „Svíarnir spila rosalega góða vörn og hafa alltaf gert. Þeirra varnarleikur er miklu þéttari en hjá hinum liðunum sem við höfum verið að spila á móti. Við erum ekki með neinar skyttur, sem er vandamálið. Þeir geta spilað vörnina aftar og verið þéttari. Sem gerir þetta erfiðara fyrir Ómar Inga og Gísla Þorgeir,“ segir Fúsi. Súr hvalur, hákarl og hrogn og lifur Hann segir Svíana einnig fjölhæfa í sókninni. „Við höfum þrifist á því að spila góða vörn og fá hraðaupphlaup. Þá höfum við verið að vinna leiki. En vörnin hefur ekki verið nógu góð.“ Fúsi er því hóflega bjartsýnn. „Hreinskilnislega sagt,“ segir Fúsi og ljóst að það er ekki gaman fyrir hann að segja þetta; „þá hef ég spáð okkur tapi alla vikuna. Ég vona til Guðs að ég hafi rangt fyrir mér, ég bið til Guðs að ég hafi rangt fyrir mér, en þetta er mín tilfinning fyrir þessu.“ Fúsi hefur tíma til að velta þessu fyrir sér nú í upphafi Þorra en þá er rólegra en oft í fiskbúðinni. „Vinsælast í borðinu núna er súr hvalur, hákarl og hrogn og lifur. Þorraívaf,“ segir Fúsi sem segist leggja það í vana sinn að hafa væntingavísitöluna hóflega stillta. Íslendinga hætti til að hefja sína íþróttamenn á hærri stall en efni eru til, oft og tíðum. HM 2023 í handbolta Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Fleiri fréttir Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Sjá meira
Spennan fer nú stigvaxandi meðal þjóðarinnar en Íslendingar mæta Svíum í mikilvægum leik á HM í handbolta nú á eftir. Sigfús var í frægu landsliði sem hreinlega drap hina illræmdu Svíagrýlu, enn það hugtak er þannig til komið að Íslandi hafði ekki tekist að leggja hina hrokafullu Svía í áratugi. „Við fórum í Globen í Stokkhólmi 2006, með Alfreð Gíslasyni þjálfara og unnum þá með tveimur eða þremur mörkum.“ Og seinna, vorið 2008, tókst einnig að vinna Svía í fjögurra liða undankeppni fyrir Ólympíuleikana í Peking. Viðskiptavinirnir vilja ræða leikinn í þaula Sigfús rekur sína fiskbúð við Skipholtið og viðskiptavinirnir flestir vilja ræða við hann leikinn í kvöld. Fúsi lætur sig hafa það og segir skoðun sína hreinskilnislega. Hann er ekki bjartsýnn á að sigur hafist. Og fer yfir það allt fræðilega í eyru blaðamanns Vísis milli þess sem hann afgreiðir viðskiptavini sína. „Svíarnir spila rosalega góða vörn og hafa alltaf gert. Þeirra varnarleikur er miklu þéttari en hjá hinum liðunum sem við höfum verið að spila á móti. Við erum ekki með neinar skyttur, sem er vandamálið. Þeir geta spilað vörnina aftar og verið þéttari. Sem gerir þetta erfiðara fyrir Ómar Inga og Gísla Þorgeir,“ segir Fúsi. Súr hvalur, hákarl og hrogn og lifur Hann segir Svíana einnig fjölhæfa í sókninni. „Við höfum þrifist á því að spila góða vörn og fá hraðaupphlaup. Þá höfum við verið að vinna leiki. En vörnin hefur ekki verið nógu góð.“ Fúsi er því hóflega bjartsýnn. „Hreinskilnislega sagt,“ segir Fúsi og ljóst að það er ekki gaman fyrir hann að segja þetta; „þá hef ég spáð okkur tapi alla vikuna. Ég vona til Guðs að ég hafi rangt fyrir mér, ég bið til Guðs að ég hafi rangt fyrir mér, en þetta er mín tilfinning fyrir þessu.“ Fúsi hefur tíma til að velta þessu fyrir sér nú í upphafi Þorra en þá er rólegra en oft í fiskbúðinni. „Vinsælast í borðinu núna er súr hvalur, hákarl og hrogn og lifur. Þorraívaf,“ segir Fúsi sem segist leggja það í vana sinn að hafa væntingavísitöluna hóflega stillta. Íslendinga hætti til að hefja sína íþróttamenn á hærri stall en efni eru til, oft og tíðum.
HM 2023 í handbolta Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Fleiri fréttir Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Sjá meira