Loka gæti þurft Mosfellsheiði, Hellisheiði og Þrengslum nú í morgunsárið og á Kjalarnesi gæti orðið mjög hvasst um tíma.
Á Vesturlandi er eitthvað um hálku á vegum. Ófært á Fróðárheiði og milli Ólafsvíkur og Grundafjarðar.
Á Vestfjörðum er þæfingsfærð á Mikladal og milli Klettsháls og Þröskulda. Ófært á Steingrímsfjarðarheiði, Kléttshálsi, Kleifaheiði og Hálfdán. Á sunnanverðum Vestfjörðum gætu fjallvegir orðið ófærir í morgunsárið.
Búið er að fella niður fyrri ferð Baldurs í dag.
Á Norðurlandi er þungfært á Þverárfjalli og snjóþekja og skafrenningur á Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Hálka víða á öðrum leiðum.
Á Norðausturlandi er hálka eða snjóþekja víða en þæfingsfærð á Tjörnesi og Hófaskarði. Ófært á Brekknaheiði.
Á Austurlandi er þæfingsfærð á Fagradal en hálka eða snjóþekja víða á öðrum leiðum. Hreindýra hafa sést víða á vegum.
Á Suðausturlandi er þæfingsfærð milli Kvískerja og Hafnar en þungfært á Breiðamerkursandi. Snjóþekja og hálka að öðru leiti.
Á Suðurlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum.