„Þetta er svipað og á síðasta móti gegn Ungverjum er við mættum þeim í lokaleiknum. Allt undir á erfiðum útivelli. Það gerist ekki skemmtilegra.“
Aron segir að andinn í hópnum sé mjög góður og leikmenn klárir í komandi átök.
„Við ætluðum okkur alltaf í átta liða úrslit. Það kom smá babb í bátinn en erum enn með sömu markmið og með sömu tækifæri. Trúin er gríðarleg. Auðvitað trúum við því að við getum unnið þá.“
Fyrirliðinn hefur ekki komist almennilega í gang á mótinu en hann ætlar að stíga upp í kvöld.
„Eigum við ekki að segja að ég ræsi vélarnar í þessum leik. Ég hlakka til að ná vonandi að sýna mitt rétta andlit.“