Sexan – jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar 17. janúar 2023 14:30 Tímarnir breytast og mennirnir með og tímarnir eru sannarlega að breytast. Tækniþróun síðustu ára hefur verið mjög hröð og breytingar á því hvernig við höfum samskipti eru miklar og stöðugar. Rafræn samskipti eru æ algengari og unga kynslóðin er fljót að tileinka sér nýjar leiðir til að eiga samskipti. Tæknin hefur sannarlega gert okkur lífið auðveldara á margan hátt og samskipti yfir netið eru fljótleg og þægileg. Ný tækni er hvorki góð né slæm í sjálfu sér, það hvernig við nýtum hana er það sem mestu máli skiptir. Rafræn samskipti veita ákveðið skjól, eða fjarlægð, og fullorðnu fólki virðist oft fatast flugið þegar það sest við lyklaborðið, jafnvel á opinberum vettvangi. Því miður hefur stafrænt kynferðisofbeldi, og stafrænt ofbeldi almennt, aukist jafnhliða aukinni notkun stafrænna miðla. Stafrænt ofbeldi má skilgreina sem það þegar einhver notar tæki eða tækni til að fylgjast með þér, ógna þér, áreita þig eða niðurlægja. Með stafrænu kynferðisofbeldi er vísað til háttsemi sem felst í því að nýta stafræn samskipti til þess að búa til eða hóta að dreifa eða birta kynferðislegt myndefni af öðrum í heimildarleysi. Börn og ungmenni sem hafa aðgang að samskiptamiðlum á netinu eru í mjög viðkvæmri stöðu þar sem þau skortir oft þroska til að gera sér almennilega grein fyrir afleiðingum gjörða sinna og þekkingu á hvað má og hvað má ekki. Hvað er kynferðisleg friðhelgi? Hvað er samþykki? Hvað eru mörk og hvernig set ég mörk? Það er því mikilvægt að fræða börn og ungmenni um mikilvægi kynferðislegrar friðhelgi og tilurð, birtingarmyndir og afleiðingar stafræns ofbeldis. Í þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021–2025 eru 26 aðgerðir sem allar hafa það að markmiði að fræða börn og ungmenni auk þess að vera ætlað að tryggja undirbúning starfsfólks sem á í samskiptum við, eða starfar með börnum og ungmennum til að mæta auknum kröfum um forvarnir, fræðslu og viðbrögð við kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Meðal aðgerða er fræðsluátak um kynferðislega friðhelgi sem Jafnréttisstofa ber ábyrgð á. Fræðsluátakinu er ætlað að fjalla einkum um eðli og afleiðingar stafræns kynferðisofbeldis. Jafnréttisstofa hefur því tekið höndum saman með Neyðarlínunni, Ríkislögreglustjóra, Menntamálastofnun, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Barna- og fjölskyldustofu, Jafnréttisskóla Reykjavíkur, Fjölmiðlanefnd og RÚV um að ýta úr vör stuttmyndasamkeppni, sem hlotið hefur nafnið SEXAN. Samkeppnin er ætluð fyrir 7. bekki grunnskóla landsins og fyrirkomulagið er einfalt. Þátttakendur í Sexunni fá fræðslu og tækifæri til að búa til og skila inn tilbúinni stuttmynd á tímabilinu 10.-31. janúar 2023. Stuttmyndirnar mega ekki vera lengri en 3 mínútur og viðfangsefni keppninnar eru fjórar birtingarmyndir stafræns ofbeldis: samþykki, nektarmyndir, tæling eða slagsmál ungmenna. Þátttakendur hafa frjálsar hendur með handritagerð, framkvæmd og eftirvinnslu. Hver skóli má senda að hámarki þrjár myndir í keppnina en dómnefnd skipuð fulltrúum ungmennaráðs, RÚV, MMS og kvikmyndagerðar velur svo þrjár bestu stuttmyndirnar sem verða sýndar á vef UngRÚV í viku sex, kynfræðsluvikunni 6.-10. febrúar nk. Það er von okkar að Sexan geti orðið að árlegum viðburði þar sem nemendur 7. bekkja sjá um að búa til fræðsluefni fyrir börn og ungmenni með þeirri nálgun sem þau kjósa, og með því orðfæri sem þau kjósa, því hverjir skilja betur hvernig best er að nálgast börn og unglinga en þau sjálf? Nánari upplýsingar um Sexuna má finna á heimasíðu Neyðarlínunnar, 112.is/sexan. Höfundur er sérfræðingur á Jafnréttisstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson skrifar Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Sjá meira
Tímarnir breytast og mennirnir með og tímarnir eru sannarlega að breytast. Tækniþróun síðustu ára hefur verið mjög hröð og breytingar á því hvernig við höfum samskipti eru miklar og stöðugar. Rafræn samskipti eru æ algengari og unga kynslóðin er fljót að tileinka sér nýjar leiðir til að eiga samskipti. Tæknin hefur sannarlega gert okkur lífið auðveldara á margan hátt og samskipti yfir netið eru fljótleg og þægileg. Ný tækni er hvorki góð né slæm í sjálfu sér, það hvernig við nýtum hana er það sem mestu máli skiptir. Rafræn samskipti veita ákveðið skjól, eða fjarlægð, og fullorðnu fólki virðist oft fatast flugið þegar það sest við lyklaborðið, jafnvel á opinberum vettvangi. Því miður hefur stafrænt kynferðisofbeldi, og stafrænt ofbeldi almennt, aukist jafnhliða aukinni notkun stafrænna miðla. Stafrænt ofbeldi má skilgreina sem það þegar einhver notar tæki eða tækni til að fylgjast með þér, ógna þér, áreita þig eða niðurlægja. Með stafrænu kynferðisofbeldi er vísað til háttsemi sem felst í því að nýta stafræn samskipti til þess að búa til eða hóta að dreifa eða birta kynferðislegt myndefni af öðrum í heimildarleysi. Börn og ungmenni sem hafa aðgang að samskiptamiðlum á netinu eru í mjög viðkvæmri stöðu þar sem þau skortir oft þroska til að gera sér almennilega grein fyrir afleiðingum gjörða sinna og þekkingu á hvað má og hvað má ekki. Hvað er kynferðisleg friðhelgi? Hvað er samþykki? Hvað eru mörk og hvernig set ég mörk? Það er því mikilvægt að fræða börn og ungmenni um mikilvægi kynferðislegrar friðhelgi og tilurð, birtingarmyndir og afleiðingar stafræns ofbeldis. Í þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021–2025 eru 26 aðgerðir sem allar hafa það að markmiði að fræða börn og ungmenni auk þess að vera ætlað að tryggja undirbúning starfsfólks sem á í samskiptum við, eða starfar með börnum og ungmennum til að mæta auknum kröfum um forvarnir, fræðslu og viðbrögð við kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Meðal aðgerða er fræðsluátak um kynferðislega friðhelgi sem Jafnréttisstofa ber ábyrgð á. Fræðsluátakinu er ætlað að fjalla einkum um eðli og afleiðingar stafræns kynferðisofbeldis. Jafnréttisstofa hefur því tekið höndum saman með Neyðarlínunni, Ríkislögreglustjóra, Menntamálastofnun, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Barna- og fjölskyldustofu, Jafnréttisskóla Reykjavíkur, Fjölmiðlanefnd og RÚV um að ýta úr vör stuttmyndasamkeppni, sem hlotið hefur nafnið SEXAN. Samkeppnin er ætluð fyrir 7. bekki grunnskóla landsins og fyrirkomulagið er einfalt. Þátttakendur í Sexunni fá fræðslu og tækifæri til að búa til og skila inn tilbúinni stuttmynd á tímabilinu 10.-31. janúar 2023. Stuttmyndirnar mega ekki vera lengri en 3 mínútur og viðfangsefni keppninnar eru fjórar birtingarmyndir stafræns ofbeldis: samþykki, nektarmyndir, tæling eða slagsmál ungmenna. Þátttakendur hafa frjálsar hendur með handritagerð, framkvæmd og eftirvinnslu. Hver skóli má senda að hámarki þrjár myndir í keppnina en dómnefnd skipuð fulltrúum ungmennaráðs, RÚV, MMS og kvikmyndagerðar velur svo þrjár bestu stuttmyndirnar sem verða sýndar á vef UngRÚV í viku sex, kynfræðsluvikunni 6.-10. febrúar nk. Það er von okkar að Sexan geti orðið að árlegum viðburði þar sem nemendur 7. bekkja sjá um að búa til fræðsluefni fyrir börn og ungmenni með þeirri nálgun sem þau kjósa, og með því orðfæri sem þau kjósa, því hverjir skilja betur hvernig best er að nálgast börn og unglinga en þau sjálf? Nánari upplýsingar um Sexuna má finna á heimasíðu Neyðarlínunnar, 112.is/sexan. Höfundur er sérfræðingur á Jafnréttisstofu.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun