Í tilkynningu kemur fram að rætt verði um vaxandi verðmæti grænna auðlinda, hvernig upprunaábyrgðir flýta orkuskiptum og reynslu Norðmanna.
Kaupendur og seljendur upprunaábyrgða munu deila stuttum reynslusögum og í lok fundar verða pallborðsumræður.
Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.
Fundarstjóri er Ingunn Gunnarsdóttir, sérfræðingur í Viðskiptagreiningu og þróun markaða
Erindi
- Upprunaábyrgðir flýta orkuskiptum – Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun
- Vaxandi verðmæti grænnar auðlindar – Halldór Kári Sigurðarson, viðskiptastjóri hjá Landsvirkjun
- Reynslan frá Noregi og stóra samhengið - Lars Ragnar Solberg, ráðgjafi hjá AFRY Consulting Management
- Örsögur frá kaupendum og seljendum upprunaábyrgða
Pallborðsumræður
- Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun
- Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Verne Global
- Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Landeldis
- Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku