Hvað eru Grænhöfðaeyjar að vilja upp á handboltadekk? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2023 09:00 Paolo Moreno er markahæsti leikmaður Grænhöfðaeyja á HM í handbolta. epa/ADAM IHSE Ísland hefur leik í milliriðli á HM í handbolta gegn Grænhöfðaeyjum í dag. En hverjar eru þessar Grænhöfðaeyjar og hvað eru þær að vilja upp á dekk á heimsmeistaramóti í handbolta? Grænhöfðaeyjar eru ekki stór depill á ratsjá handboltans enda tiltölulega nýbyrjaðar að láta að sér kveða af alvöru í íþróttinni. Guðmundur Guðmundsson mun eflaust tala um að Grænhöfðaeyjar séu sýnd veiði en ekki gefin og ekki að ástæðulausu. Ísland á að vinna leikinn í dag og gerir það líklegast en andstæðingurinn er enginn aukvisi og í mikilli sókn. Grænhöfðaeyjar er eyjaklasi í Norður-Atlandshafi, tæplega sex hundruð kílómetra undan vesturströnd Afríku. Grænhöfðaeyjar voru portúgölsk nýlenda en fengu sjálfstæði 1975. Eyjarnar eru samtals rúmlega fjögur þúsund ferkílómetrar og þar búa um 550 þúsund manns. Grænhöfðeyingar, eða Bláu hákarlarnir eins og lið þeirra er stundum kallað, tók í fyrsta sinn þátt í Afríkukeppninni 2020. Þar enduðu Grænhöfðaeyjar í 5. sæti og unnu sér þar með þátttökurétt á HM í fyrsta sinn. Veiran skæða Þátttaka Grænhöfðaeyja á HM í Egyptalandi var ansi skrautleg og var þar kórónuveirunni um að kenna. Hún hreiðraði fyrst um sig þegar liðið kom saman í Portúgal fyrir mótið. Sex leikmenn greindust með veiruna auk fjögurra í starfsliðinu. Þeir sem voru ósmitaðir héldu hins vegar galvaskir til Egyptalands og mættu Ungverjalandi í fyrsta leik sínum. Laskað lið Grænhöfðaeyja sýndi fína frammistöðu en tapaði á endanum með sjö marka mun, 34-27. Það reyndist hins vegar eini leikur Grænhöfðaeyja á mótinu. Fámenn sveit Grænhöfðaeyja fyrir eina leik þeirra á HM í Eygptalandi.epa/Anne-Christine Poujoulat Fleiri leikmenn greindust smitaðir og þegar að leiknum gegn þýsku strákunum hans Alfreðs Gíslasonar kom voru Grænhöfðeyingar aðeins með níu leikfæra. Þrettán af 22 leikmönnum í upphaflega hópnum höfðu þá greinst með veiruna. Reglur heimsmeistaramótsins kveða á um að lið þurfi að vera með tíu leikmenn að lágmarki til að geta spilað. Grænhöfðaeyjar gáfu því leikinn gegn Þýskalandi og töpuðu honum 10-0. Grænhöfðaeyjar drógu sig svo úr keppni fyrir leikinn gegn Úrúgvæ í lokaumferð riðlakeppninnar og þar með var heldur snubbóttri þátttöku þeirra á HM lokið. Silfur í Afríkukeppninni Grænhöfðeyingar tóku í annað sinn þátt í Afríkukeppninni síðasta sumar. Þar komust þeir alla leið í úrslit þar sem þeir töpuðu fyrir ógnarsterkum Egyptum, 37-25. Grænhöfðaeyjar urðu hins vegar fyrsta liðið sunnan Sahara síðan 1983 til að komast í úrslit Afríkukeppninnar. Grænhöfðeyingar virða silfurmedalíuna fyrir sér.getty/Fadel Dawod Grænhöfðaeyjar unnu sér þar með aftur þátttökurétt á HM og eru núna komnar í milliriðil. Í C-riðli unnu Grænhöfðaeyjar Úrúgvæ, 33-25, en töpuðu fyrir Svíþjóð, 34-27, og Brasilíu, 30-28. Í milliriðli bíða Grænhöfðeyinga leikir við Íslendinga, gömlu herraþjóðina Portúgali og Ungverja. Þjálfari Grænhöfðaeyjar er Serbinn þrautreyndi Ljubomir Obradovic. Hann hefur lengi þjálfað í Portúgal, meðal annars Porto á árunum 2009-15, og einnig í heimalandinu og Svartfjallalandi. Hann var einnig þjálfari karlalandsliðsins Svartfellinga og kvennaliðs Serba. Koma víða að Af sautján leikmönnum í grænhöfðeyska hópnum leika átta í Portúgal, tveir á Spáni, einn í heimalandinu, Rúmeníu, Frakklandi, Lúxemborg, Angóla, Sádí-Arabíu og Þýskalandi. Það er línumaðurinn Ivo Santos sem er samherji Arnórs Þórs Gunnarssonar hjá Bergischer. Hann hefur þó ekki enn skorað á HM. Aðalmennirnir hjá Grænhöfðaeyjum er línumaðurinn Paolo Moreno og vinstri skyttan og fyrirliðinn Leandro Semedo. Moreno er markahæstur Grænhöfðeyinga á HM með sextán mörk. Semedo hefur skorað sjö mörk og gefið tólf stoðsendingar en er með afleita skotnýtingu (33 prósent). Gualther Furtado hefur sýnt góða takta á HM.epa/Bjorn Larsson Rosvall Miðjumaðurinn Gualther Furtado, sem leikur með Club Cisne de Balonmano á Spáni, hefur skorað þrettán mörk og hægri skyttan Bruno Landim, sem leikur með Al-Taraji í Sádí-Arabíu, er með tólf mörk. Markverðirnir Luis Almeida og Edmilson Goncalves hafa aðeins varið 25 skot af þeim 114 sem þeir hafa fengið á sig á HM (22 prósent). Goncalves hefur þó varið þrjú víti í tíu tilraum. Áhorfendur munu kynnast þessum leikmönnum og fleiri til á meðan leiknum gegn Íslandi á eftir stendur. Hann hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. HM 2023 í handbolta Grænhöfðaeyjar Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Grænhöfðaeyjar eru ekki stór depill á ratsjá handboltans enda tiltölulega nýbyrjaðar að láta að sér kveða af alvöru í íþróttinni. Guðmundur Guðmundsson mun eflaust tala um að Grænhöfðaeyjar séu sýnd veiði en ekki gefin og ekki að ástæðulausu. Ísland á að vinna leikinn í dag og gerir það líklegast en andstæðingurinn er enginn aukvisi og í mikilli sókn. Grænhöfðaeyjar er eyjaklasi í Norður-Atlandshafi, tæplega sex hundruð kílómetra undan vesturströnd Afríku. Grænhöfðaeyjar voru portúgölsk nýlenda en fengu sjálfstæði 1975. Eyjarnar eru samtals rúmlega fjögur þúsund ferkílómetrar og þar búa um 550 þúsund manns. Grænhöfðeyingar, eða Bláu hákarlarnir eins og lið þeirra er stundum kallað, tók í fyrsta sinn þátt í Afríkukeppninni 2020. Þar enduðu Grænhöfðaeyjar í 5. sæti og unnu sér þar með þátttökurétt á HM í fyrsta sinn. Veiran skæða Þátttaka Grænhöfðaeyja á HM í Egyptalandi var ansi skrautleg og var þar kórónuveirunni um að kenna. Hún hreiðraði fyrst um sig þegar liðið kom saman í Portúgal fyrir mótið. Sex leikmenn greindust með veiruna auk fjögurra í starfsliðinu. Þeir sem voru ósmitaðir héldu hins vegar galvaskir til Egyptalands og mættu Ungverjalandi í fyrsta leik sínum. Laskað lið Grænhöfðaeyja sýndi fína frammistöðu en tapaði á endanum með sjö marka mun, 34-27. Það reyndist hins vegar eini leikur Grænhöfðaeyja á mótinu. Fámenn sveit Grænhöfðaeyja fyrir eina leik þeirra á HM í Eygptalandi.epa/Anne-Christine Poujoulat Fleiri leikmenn greindust smitaðir og þegar að leiknum gegn þýsku strákunum hans Alfreðs Gíslasonar kom voru Grænhöfðeyingar aðeins með níu leikfæra. Þrettán af 22 leikmönnum í upphaflega hópnum höfðu þá greinst með veiruna. Reglur heimsmeistaramótsins kveða á um að lið þurfi að vera með tíu leikmenn að lágmarki til að geta spilað. Grænhöfðaeyjar gáfu því leikinn gegn Þýskalandi og töpuðu honum 10-0. Grænhöfðaeyjar drógu sig svo úr keppni fyrir leikinn gegn Úrúgvæ í lokaumferð riðlakeppninnar og þar með var heldur snubbóttri þátttöku þeirra á HM lokið. Silfur í Afríkukeppninni Grænhöfðeyingar tóku í annað sinn þátt í Afríkukeppninni síðasta sumar. Þar komust þeir alla leið í úrslit þar sem þeir töpuðu fyrir ógnarsterkum Egyptum, 37-25. Grænhöfðaeyjar urðu hins vegar fyrsta liðið sunnan Sahara síðan 1983 til að komast í úrslit Afríkukeppninnar. Grænhöfðeyingar virða silfurmedalíuna fyrir sér.getty/Fadel Dawod Grænhöfðaeyjar unnu sér þar með aftur þátttökurétt á HM og eru núna komnar í milliriðil. Í C-riðli unnu Grænhöfðaeyjar Úrúgvæ, 33-25, en töpuðu fyrir Svíþjóð, 34-27, og Brasilíu, 30-28. Í milliriðli bíða Grænhöfðeyinga leikir við Íslendinga, gömlu herraþjóðina Portúgali og Ungverja. Þjálfari Grænhöfðaeyjar er Serbinn þrautreyndi Ljubomir Obradovic. Hann hefur lengi þjálfað í Portúgal, meðal annars Porto á árunum 2009-15, og einnig í heimalandinu og Svartfjallalandi. Hann var einnig þjálfari karlalandsliðsins Svartfellinga og kvennaliðs Serba. Koma víða að Af sautján leikmönnum í grænhöfðeyska hópnum leika átta í Portúgal, tveir á Spáni, einn í heimalandinu, Rúmeníu, Frakklandi, Lúxemborg, Angóla, Sádí-Arabíu og Þýskalandi. Það er línumaðurinn Ivo Santos sem er samherji Arnórs Þórs Gunnarssonar hjá Bergischer. Hann hefur þó ekki enn skorað á HM. Aðalmennirnir hjá Grænhöfðaeyjum er línumaðurinn Paolo Moreno og vinstri skyttan og fyrirliðinn Leandro Semedo. Moreno er markahæstur Grænhöfðeyinga á HM með sextán mörk. Semedo hefur skorað sjö mörk og gefið tólf stoðsendingar en er með afleita skotnýtingu (33 prósent). Gualther Furtado hefur sýnt góða takta á HM.epa/Bjorn Larsson Rosvall Miðjumaðurinn Gualther Furtado, sem leikur með Club Cisne de Balonmano á Spáni, hefur skorað þrettán mörk og hægri skyttan Bruno Landim, sem leikur með Al-Taraji í Sádí-Arabíu, er með tólf mörk. Markverðirnir Luis Almeida og Edmilson Goncalves hafa aðeins varið 25 skot af þeim 114 sem þeir hafa fengið á sig á HM (22 prósent). Goncalves hefur þó varið þrjú víti í tíu tilraum. Áhorfendur munu kynnast þessum leikmönnum og fleiri til á meðan leiknum gegn Íslandi á eftir stendur. Hann hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
HM 2023 í handbolta Grænhöfðaeyjar Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira