Þjórsá hverfur núna ofan í holu efst í Urriðafossi Kristján Már Unnarsson skrifar 16. janúar 2023 22:01 Urriðafoss stíflaður af ís. Fyrir miðri mynd má sjá hvar Þjórsá hverfur ofan í holuna. Landsvirkjun/Andri Gunnarsson Mikil ísstífla hefur hrannast upp við Urriðafoss í frostakaflanum undanfarnar vikur. Sérfræðingar Landsvirkjunar skoðuðu íshrannirnar í Þjórsá í gær meðal annars til að skilja betur áhrif ísmyndunar á virkjanir. Myndir í fréttum Stöðvar 2 af Þjórsá við Urriðafoss í gær tók einn af sérfræðingum Landsvirkjunar sem vakta vatnsaflið, Andri Gunnarsson. Andri Gunnarsson er verkefnastjóri í þróun vatnsafls hjá Landsvirkjun.Egill Aðalsteinsson Íshrannir byrjuðu að myndast við fossinn um miðjan desember en Andri segir að þessi samfelldi frostakafli núna sé orðinn óvenju langur. „Þá nær áin ekkert að hreinsa sig á milli og þá byggist þetta bara upp og býr til svona stíflu,“ segir Andri sem er verkefnastjóri hjá Landsvirkjun. Þjórsá neðan við Urriðafoss er ísi lögðLandsvirkjun/Andri Gunnarsson Hann segir heimildir um miklar ísstíflur þarna í gamla daga. Íshrönnin sem núna hafi hlaðist upp sé stærri en menn hafi séð um árabil. „Ég held að við höfum ekki séð hana í þessari stærðargráðu í allavegana í áratug.“ Séð upp eftir Þjórsá frá Urriðafossi. Nýja Þjórsárbrúin nær. Gamla brúin er fjær.Landsvirkjun/Andri Gunnarsson Andri segir það skipta máli vegna virkjana, sem verið er að hanna í Þjórsá, að skilja svona ferli. „Svona almennt þá getur ís valdið ákveðnum truflunum í rekstri á virkjunum og það geta myndast stíflur í ám. Í raun og veru þegar þær fara, þær þurfa ekkert að vera mjög stórar til að safna miklu vatni, þá getur það haft allskonar áhrif.“ Holan sem Þjórsá hverfur í efst í Urriðafossi.Landsvirkjun/Andri Gunnarsson En um leið er ísmyndunin mikið sjónarspil. „Áin hverfur bara þarna ofan í svona holu efst í fossinum. Svo sérðu hana bara eiginlega ekkert meira. Þannig að þetta er svolítið tilkomumikið að sjá þetta allt saman,“ segir Andri Gunnarsson, verkefnastjóri hjá Landsvirkjun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Flóahreppur Ásahreppur Rangárþing ytra Tengdar fréttir Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. 6. desember 2022 11:12 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Myndir í fréttum Stöðvar 2 af Þjórsá við Urriðafoss í gær tók einn af sérfræðingum Landsvirkjunar sem vakta vatnsaflið, Andri Gunnarsson. Andri Gunnarsson er verkefnastjóri í þróun vatnsafls hjá Landsvirkjun.Egill Aðalsteinsson Íshrannir byrjuðu að myndast við fossinn um miðjan desember en Andri segir að þessi samfelldi frostakafli núna sé orðinn óvenju langur. „Þá nær áin ekkert að hreinsa sig á milli og þá byggist þetta bara upp og býr til svona stíflu,“ segir Andri sem er verkefnastjóri hjá Landsvirkjun. Þjórsá neðan við Urriðafoss er ísi lögðLandsvirkjun/Andri Gunnarsson Hann segir heimildir um miklar ísstíflur þarna í gamla daga. Íshrönnin sem núna hafi hlaðist upp sé stærri en menn hafi séð um árabil. „Ég held að við höfum ekki séð hana í þessari stærðargráðu í allavegana í áratug.“ Séð upp eftir Þjórsá frá Urriðafossi. Nýja Þjórsárbrúin nær. Gamla brúin er fjær.Landsvirkjun/Andri Gunnarsson Andri segir það skipta máli vegna virkjana, sem verið er að hanna í Þjórsá, að skilja svona ferli. „Svona almennt þá getur ís valdið ákveðnum truflunum í rekstri á virkjunum og það geta myndast stíflur í ám. Í raun og veru þegar þær fara, þær þurfa ekkert að vera mjög stórar til að safna miklu vatni, þá getur það haft allskonar áhrif.“ Holan sem Þjórsá hverfur í efst í Urriðafossi.Landsvirkjun/Andri Gunnarsson En um leið er ísmyndunin mikið sjónarspil. „Áin hverfur bara þarna ofan í svona holu efst í fossinum. Svo sérðu hana bara eiginlega ekkert meira. Þannig að þetta er svolítið tilkomumikið að sjá þetta allt saman,“ segir Andri Gunnarsson, verkefnastjóri hjá Landsvirkjun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Flóahreppur Ásahreppur Rangárþing ytra Tengdar fréttir Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. 6. desember 2022 11:12 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. 6. desember 2022 11:12
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14