Þjórsá hverfur núna ofan í holu efst í Urriðafossi Kristján Már Unnarsson skrifar 16. janúar 2023 22:01 Urriðafoss stíflaður af ís. Fyrir miðri mynd má sjá hvar Þjórsá hverfur ofan í holuna. Landsvirkjun/Andri Gunnarsson Mikil ísstífla hefur hrannast upp við Urriðafoss í frostakaflanum undanfarnar vikur. Sérfræðingar Landsvirkjunar skoðuðu íshrannirnar í Þjórsá í gær meðal annars til að skilja betur áhrif ísmyndunar á virkjanir. Myndir í fréttum Stöðvar 2 af Þjórsá við Urriðafoss í gær tók einn af sérfræðingum Landsvirkjunar sem vakta vatnsaflið, Andri Gunnarsson. Andri Gunnarsson er verkefnastjóri í þróun vatnsafls hjá Landsvirkjun.Egill Aðalsteinsson Íshrannir byrjuðu að myndast við fossinn um miðjan desember en Andri segir að þessi samfelldi frostakafli núna sé orðinn óvenju langur. „Þá nær áin ekkert að hreinsa sig á milli og þá byggist þetta bara upp og býr til svona stíflu,“ segir Andri sem er verkefnastjóri hjá Landsvirkjun. Þjórsá neðan við Urriðafoss er ísi lögðLandsvirkjun/Andri Gunnarsson Hann segir heimildir um miklar ísstíflur þarna í gamla daga. Íshrönnin sem núna hafi hlaðist upp sé stærri en menn hafi séð um árabil. „Ég held að við höfum ekki séð hana í þessari stærðargráðu í allavegana í áratug.“ Séð upp eftir Þjórsá frá Urriðafossi. Nýja Þjórsárbrúin nær. Gamla brúin er fjær.Landsvirkjun/Andri Gunnarsson Andri segir það skipta máli vegna virkjana, sem verið er að hanna í Þjórsá, að skilja svona ferli. „Svona almennt þá getur ís valdið ákveðnum truflunum í rekstri á virkjunum og það geta myndast stíflur í ám. Í raun og veru þegar þær fara, þær þurfa ekkert að vera mjög stórar til að safna miklu vatni, þá getur það haft allskonar áhrif.“ Holan sem Þjórsá hverfur í efst í Urriðafossi.Landsvirkjun/Andri Gunnarsson En um leið er ísmyndunin mikið sjónarspil. „Áin hverfur bara þarna ofan í svona holu efst í fossinum. Svo sérðu hana bara eiginlega ekkert meira. Þannig að þetta er svolítið tilkomumikið að sjá þetta allt saman,“ segir Andri Gunnarsson, verkefnastjóri hjá Landsvirkjun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Flóahreppur Ásahreppur Rangárþing ytra Tengdar fréttir Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. 6. desember 2022 11:12 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira
Myndir í fréttum Stöðvar 2 af Þjórsá við Urriðafoss í gær tók einn af sérfræðingum Landsvirkjunar sem vakta vatnsaflið, Andri Gunnarsson. Andri Gunnarsson er verkefnastjóri í þróun vatnsafls hjá Landsvirkjun.Egill Aðalsteinsson Íshrannir byrjuðu að myndast við fossinn um miðjan desember en Andri segir að þessi samfelldi frostakafli núna sé orðinn óvenju langur. „Þá nær áin ekkert að hreinsa sig á milli og þá byggist þetta bara upp og býr til svona stíflu,“ segir Andri sem er verkefnastjóri hjá Landsvirkjun. Þjórsá neðan við Urriðafoss er ísi lögðLandsvirkjun/Andri Gunnarsson Hann segir heimildir um miklar ísstíflur þarna í gamla daga. Íshrönnin sem núna hafi hlaðist upp sé stærri en menn hafi séð um árabil. „Ég held að við höfum ekki séð hana í þessari stærðargráðu í allavegana í áratug.“ Séð upp eftir Þjórsá frá Urriðafossi. Nýja Þjórsárbrúin nær. Gamla brúin er fjær.Landsvirkjun/Andri Gunnarsson Andri segir það skipta máli vegna virkjana, sem verið er að hanna í Þjórsá, að skilja svona ferli. „Svona almennt þá getur ís valdið ákveðnum truflunum í rekstri á virkjunum og það geta myndast stíflur í ám. Í raun og veru þegar þær fara, þær þurfa ekkert að vera mjög stórar til að safna miklu vatni, þá getur það haft allskonar áhrif.“ Holan sem Þjórsá hverfur í efst í Urriðafossi.Landsvirkjun/Andri Gunnarsson En um leið er ísmyndunin mikið sjónarspil. „Áin hverfur bara þarna ofan í svona holu efst í fossinum. Svo sérðu hana bara eiginlega ekkert meira. Þannig að þetta er svolítið tilkomumikið að sjá þetta allt saman,“ segir Andri Gunnarsson, verkefnastjóri hjá Landsvirkjun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Flóahreppur Ásahreppur Rangárþing ytra Tengdar fréttir Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. 6. desember 2022 11:12 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira
Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. 6. desember 2022 11:12
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14