Aron: Ætla ekki að kenna því um Smári Jökull Jónsson skrifar 14. janúar 2023 21:58 Aron skoraði þrjú mörk í leiknum. Vísir/Vilhelm Aron Pálmarsson fyrirliði íslenska landsliðsins var svekktur eftir tapið gegn Ungverjum í kvöld. Hann sagði tapaða bolta og dauðafæri hafa verið dýr. „Við klikkum á dauðafærum og köstum einhverjum boltum frá okkur líka. Við föllum til baka í vörninni. Við vitum hvað þeir eru að spila og erum með þá nánast allan leikinn en dettum aðeins til baka. Kannski einhver þreyta, farnir að síga. Mér finnst það gefa auga leið síðustu tíu,“ sagði Aron í samtali við Stefán Árna Pálsson í Kristianstad eftir leik. Aroni fannst íslenska liðið vera með svör við varnarleik Ungverja lengst af. „Að ná ekki að halda leikskipulagi í sextíu mínútur er pirrandi þar sem við spiluðum vel og mér fannst við vera með svör við þeirra varnarleik. Ég er drullufúll að hafa ekki náð að klára þetta.“ Aron sagði ekki um vanmat að ræða þó svo að Ísland hafi verið komið í góða stöðu en strákarnir okkar leiddu með fimm mörkum í hálfleik. „Í raun ekki, það var allavega talað um það í hálfleik. Við ættum að vera komnir lengra en það að halda að við værum komnir með eitthvað að vera fimm mörkum yfir í hálfleik. Við erum eldri og reyndari og betri í hausnum en það, þannig að ég ætla ekki að fá að kenna því um.“ Eftir tapið í kvöld eru möguleikar Íslands á að fara með fjögur stig í milliriðil ekki lengur til staðar. Aron er fyrirliði og Stefán Árni spurði hann hvort það væri ekki hans hlutverk núna að koma strákunum aftur í gang. Klippa: Viðtal - Aron Pálmars eftir Ungverjaland „Ég þarf ekkert að gera það, við vitum það allir. Þetta er önnur leið sem við þurfum að fara núna. Það hefði verið frábært að vinna þennan leik og vera komnir áfram með fjögur stig. Við ætlum bara að vinna Suður-Kóreu og fara áfram í milliriðil með tvö stig, þá er bara allt opið.“ „Við vildum fara með fjögur og það augljóslega gengur ekki. Það er nóg eftir af mótinu og við förum inn í milliriðil þar sem við getum unnið öll liðin,“ sagði Aron að lokum. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir „Allt sem hrunið gat hrundi og ég get ekki lýst því hvað ég er svekktur“ Bjarki Már Elísson var að vonum niðurlútur eftir tveggja marka tap Íslands fyrir Ungverjalandi, 28-30. Íslendingar voru yfir nánast allan leikinn en Ungverjar voru sterkari undir lokin og skoruðu síðustu fim mörk leiksins. 14. janúar 2023 21:48 Topparnir í tölfræðinni á móti Ungverjum: Draumur í fyrri breyttist í martröð í lokin Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með tveggja marka mun á móti Ungverjum, 28-30, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 14. janúar 2023 21:32 Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Sjá meira
„Við klikkum á dauðafærum og köstum einhverjum boltum frá okkur líka. Við föllum til baka í vörninni. Við vitum hvað þeir eru að spila og erum með þá nánast allan leikinn en dettum aðeins til baka. Kannski einhver þreyta, farnir að síga. Mér finnst það gefa auga leið síðustu tíu,“ sagði Aron í samtali við Stefán Árna Pálsson í Kristianstad eftir leik. Aroni fannst íslenska liðið vera með svör við varnarleik Ungverja lengst af. „Að ná ekki að halda leikskipulagi í sextíu mínútur er pirrandi þar sem við spiluðum vel og mér fannst við vera með svör við þeirra varnarleik. Ég er drullufúll að hafa ekki náð að klára þetta.“ Aron sagði ekki um vanmat að ræða þó svo að Ísland hafi verið komið í góða stöðu en strákarnir okkar leiddu með fimm mörkum í hálfleik. „Í raun ekki, það var allavega talað um það í hálfleik. Við ættum að vera komnir lengra en það að halda að við værum komnir með eitthvað að vera fimm mörkum yfir í hálfleik. Við erum eldri og reyndari og betri í hausnum en það, þannig að ég ætla ekki að fá að kenna því um.“ Eftir tapið í kvöld eru möguleikar Íslands á að fara með fjögur stig í milliriðil ekki lengur til staðar. Aron er fyrirliði og Stefán Árni spurði hann hvort það væri ekki hans hlutverk núna að koma strákunum aftur í gang. Klippa: Viðtal - Aron Pálmars eftir Ungverjaland „Ég þarf ekkert að gera það, við vitum það allir. Þetta er önnur leið sem við þurfum að fara núna. Það hefði verið frábært að vinna þennan leik og vera komnir áfram með fjögur stig. Við ætlum bara að vinna Suður-Kóreu og fara áfram í milliriðil með tvö stig, þá er bara allt opið.“ „Við vildum fara með fjögur og það augljóslega gengur ekki. Það er nóg eftir af mótinu og við förum inn í milliriðil þar sem við getum unnið öll liðin,“ sagði Aron að lokum.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir „Allt sem hrunið gat hrundi og ég get ekki lýst því hvað ég er svekktur“ Bjarki Már Elísson var að vonum niðurlútur eftir tveggja marka tap Íslands fyrir Ungverjalandi, 28-30. Íslendingar voru yfir nánast allan leikinn en Ungverjar voru sterkari undir lokin og skoruðu síðustu fim mörk leiksins. 14. janúar 2023 21:48 Topparnir í tölfræðinni á móti Ungverjum: Draumur í fyrri breyttist í martröð í lokin Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með tveggja marka mun á móti Ungverjum, 28-30, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 14. janúar 2023 21:32 Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Sjá meira
„Allt sem hrunið gat hrundi og ég get ekki lýst því hvað ég er svekktur“ Bjarki Már Elísson var að vonum niðurlútur eftir tveggja marka tap Íslands fyrir Ungverjalandi, 28-30. Íslendingar voru yfir nánast allan leikinn en Ungverjar voru sterkari undir lokin og skoruðu síðustu fim mörk leiksins. 14. janúar 2023 21:48
Topparnir í tölfræðinni á móti Ungverjum: Draumur í fyrri breyttist í martröð í lokin Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með tveggja marka mun á móti Ungverjum, 28-30, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 14. janúar 2023 21:32