Íslandsmeistari tekur sér hvíld frá fótbolta Arnar Geir Halldórsson skrifar 14. janúar 2023 12:46 Sölvi Snær Guðbjargarson og Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnumaðurinn Sölvi Snær Guðbjargarson sem leikið hefur fyrir Breiðablik undanfarin ár hefur ákveðið að taka sér frí frá boltanum um óákveðinn tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að Sölvi Snær, sem er á tuttugasta og öðru aldursári, hafi óskað eftir því við félagið að taka sér frí frá knattspyrnu næstu misserin en Sölvi er samningsbundinn Breiðabliki þar til í október 2024. Sölvi átti sinn þátt í Íslandsmeistaratitli Breiðabliks á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði þrjú mörk í þeim níu leikjum sem hann tók þátt í. Þar á meðal mikilvægt mark í 1-1 jafntefli Breiðabliks og Víkings í toppslag Bestu deildarinnar um miðjan ágústmánuð. „Sölvi kom að máli við okkur Óskar Hrafn í upphafi vikunnar og tjáði okkur að hann óskaði eftir að taka sér hvíld frá knattspyrnu, þar sem að hann teldi sig ekki geta gefið 100% af sér til verkefnisins,“ er haft eftir Ólafi Kristjánssyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá Breiðablik í tilkynningu félagsins. „Þaðan fór erindið inn á mitt borð og höfum við Sölvi rætt málið og niðurstaðan er þessi. Sölvi fær leyfi frá æfingum og keppni hjá félaginu á meðan þetta er staðan, en honum er velkomið að byrja aftur hjá okkur ef staða mála breytist, enda Sölvi hæfileikaríkur leikmaður og einstaklega góður drengur sem er vel liðinn af öllum í félaginu. Sölvi hefur verið óheppinn með meiðsli síðan hann kom í Breiðablik og hefur ekki alveg náð samfellu í æfingum og keppni. Hefur það eflaust haft áhrif á ákvörðun hans,“ segir Ólafur. Sölvi Snær gekk í raðir Breiðabliks frá Stjörnunni í maí 2021 en hann hefur leikið 98 leiki fyrir Stjörnuna og Breiðablik í öllum keppnum auk þess að eiga sautján landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að Sölvi Snær, sem er á tuttugasta og öðru aldursári, hafi óskað eftir því við félagið að taka sér frí frá knattspyrnu næstu misserin en Sölvi er samningsbundinn Breiðabliki þar til í október 2024. Sölvi átti sinn þátt í Íslandsmeistaratitli Breiðabliks á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði þrjú mörk í þeim níu leikjum sem hann tók þátt í. Þar á meðal mikilvægt mark í 1-1 jafntefli Breiðabliks og Víkings í toppslag Bestu deildarinnar um miðjan ágústmánuð. „Sölvi kom að máli við okkur Óskar Hrafn í upphafi vikunnar og tjáði okkur að hann óskaði eftir að taka sér hvíld frá knattspyrnu, þar sem að hann teldi sig ekki geta gefið 100% af sér til verkefnisins,“ er haft eftir Ólafi Kristjánssyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá Breiðablik í tilkynningu félagsins. „Þaðan fór erindið inn á mitt borð og höfum við Sölvi rætt málið og niðurstaðan er þessi. Sölvi fær leyfi frá æfingum og keppni hjá félaginu á meðan þetta er staðan, en honum er velkomið að byrja aftur hjá okkur ef staða mála breytist, enda Sölvi hæfileikaríkur leikmaður og einstaklega góður drengur sem er vel liðinn af öllum í félaginu. Sölvi hefur verið óheppinn með meiðsli síðan hann kom í Breiðablik og hefur ekki alveg náð samfellu í æfingum og keppni. Hefur það eflaust haft áhrif á ákvörðun hans,“ segir Ólafur. Sölvi Snær gekk í raðir Breiðabliks frá Stjörnunni í maí 2021 en hann hefur leikið 98 leiki fyrir Stjörnuna og Breiðablik í öllum keppnum auk þess að eiga sautján landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki